Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Að vera í góðu sambandi við börn og dýr

Jó­hann­es Garð­ar­son seg­ir að hund­ur­inn hafi þjapp­að fjöl­skyld­unni sam­an eft­ir áfall­ið.

Að vera í góðu sambandi við börn og dýr

Fjölskyldan er fyrir mér númer eitt, tvö og þrjú. Það er mér efst í huga að virkja gott samband við börn og dýr. Þegar elsti sonur okkar greindist með eitlakrabbamein sautján ára gamall fékk maður góðan lærdóm af því hvað fjölskyldan skiptir miklu máli. Hann er þrítugur í dag, laus við krabbamein og útskrifaður tölvunarfræðingur, flottur strákur. Það eru þrettán ár síðan hann greindist, Bella kom stuttu eftir það. Hún hjálpaði mikið til að þétta fjölskylduna saman eftir þetta áfall, biddu fyrir þér. Hún er svo mikil dekurrófa. 

Við fengum Bellu þegar yngstu strákarnir voru fjögurra og fimm ára gamlir. Okkur fannst mikilvægt að þeir fengju að alast upp með dýri. Ég hafði aldrei átt hund áður en alltaf langað til þess, svo þetta var eiginlega draumur fyrir mig. Strákunum og Bellu kemur mjög vel saman, hún tekur svo vel á móti okkur þegar við komum heim. 

Við erum nýbúin að taka Emil í fóstur. Konan mín frétti að Emil vantaði heimili. Ég er mjög mikill dýravinur, það var ekki spurning fyrir mig að fá félagsskap fyrir Bellu og fá einn villing inn á heimilið. Ég er heppinn að vera með stóran og girtan garð sem þau geta hlaupið um í. Ég fer ekki mikið í göngutúr með þau, ég er pínu svona vinnualki, það er mikið að gera hjá mér en eftir að við tókum Emil að okkur var ákveðið að virkja göngutúrana meira.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár