Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spyr hvort ekki séu til betri verkfæri en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur um „að haga sér“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Pírata, Hall­dóra Mo­gensen, ræddu á þing­inu í vik­unni efna­hags­ástand­ið á Ís­landi en Hall­dóra spurði Katrínu með­al ann­ars hvort stjórn­völd ættu ekki að gera meira en að „grát­biðja“ fjár­magnseig­end­ur og at­vinnu­rek­end­ur um að sýna ábyrgð og gæta hófs í arð­greiðsl­um. Katrín taldi upp þær að­gerð­ir sem rík­is­stjórn­in hef­ur stað­ið fyr­ir og sagði að ekki væri hægt að hunsa þær. „Allt það sem gert hef­ur ver­ið og hef­ur ver­ið boð­að snýst um að skapa hér rétt­lát­ara skatt­kerfi.“

Spyr hvort ekki séu til betri verkfæri en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur um „að haga sér“
Hver eru næstu skref? Halldóra spurði Katrínu hvort hún hefði ekki „betra verkfæri“ sem forsætisráðherra en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur „fallega að haga sér“. Hún spurði einnig hvað Katrín ætlaði að gera ef atvinnurekendur svöruðu ekki þessu kalli. „Hver eru næstu skref?“ Mynd: Bára Huld Beck

„Það hljóta að vera til verkfæri sem almennilega bíta og skerast í leikinn frekar en að grátbiðja fjármagnseigendur um að haga sér og taka þátt. Hvað með til dæmis alvöruhvalrekaskatt á fyrirtæki sem sýna methagnað á verðbólgutímum?“

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvort til umræðu hefði komið að sækja fjárhæðir til fjármagnseigenda og atvinnurekenda en ekki einfaldlega biðja þá um að „haga sér aðeins betur í núverandi ástandi“.

Katrín svaraði og sagði að orð og gjörðir færu saman hjá ríkisstjórninni. „Allt það sem gert hefur verið og hefur verið boðað snýst um að skapa hér réttlátara skattkerfi. Allt það sem gert hefur verið á hinni hliðinni, gjaldahliðinni, hvort sem það snýst um að lækka kostnað fólks í heilbrigðiskerfinu, efla barnabótakerfið eða auka húsnæðisstuðninginn, er annað dæmi um aðgerðir sem snúa að því hvernig við getum tryggt sem best jöfnuð í samfélaginu,“ sagði ráðherrann. 

„Þetta er galin staða“

Halldóra hóf mál sitt á því að segja að í íslensku samfélagi séu þernur 17 ár að vinna sér inn árstekjur stjórnarformanns fyrirtækis. 

„Við búum í samfélagi þar sem olíuflutningabílstjórum dygði varla starfsævin til að vinna sér inn árstekjur forstjórans. Þetta er galin staða. Í ofanálag greiða fjármagnseigendur nærri helmingi lægri skatt en venjulegt launafólk, þau sem leigja aðgang að auðlindinni okkar á spottprís greiða sér út milljarða í arð, fjármagnstekjur hafa aldrei verið hærri og hafa fengið að vaxa upp úr öllu valdi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, og rekstrarhagnaður íslenskra fyrirtækja á árunum 2021 til 2022 var sá mesti á öldinni og hlutfall hagnaðar af tekjum þeirra hefur aldrei mælst hærra en á árinu 2021. Og þetta er í verðbólguástandi sem er verulega farið að bíta almenning, en verðbólgan mælist nú 9,8 prósent og hefur ekki verið hærri síðan hrunárið 2009,“ sagði hún. 

Vitnaði hún í grein sem Katrín skrifaði í síðustu viku þar sem hún sagði að launafólk gæti ekki borið eitt þungann af baráttunni við verðbólguna heldur verði atvinnurekendur „að sýna ábyrgð og gæta hófs í arðgreiðslum en leita fremur allra leiða til að koma í veg fyrir að hækkun á vöru og þjónustu leiti út í verðlagið“.

Halldóra spurði Katrínu hver tilgangur væri með þessarar yfirlýsingar. „Hefur hún ekki betra verkfæri sem forsætisráðherra en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur fallega að haga sér?“ Hún spurði einnig hvað Katrín ætlaði að gera ef atvinnurekendur svöruðu ekki þessu kalli. „Hver eru næstu skref?“

Mikilvægt að orðum fylgi gjörðir

Katrín sagði að það væri einmitt mikilvægt að orðum fylgdu gjörðir og þakkaði hún Halldóru fyrir að setja þessi pólitísku mál á dagskrá því það væri algjörlega óumdeilt að sú ríkisstjórn sem hún hefur leitt hefði beitt sér fyrir því að lækka skattbyrði tekjulægstu hópanna í samfélaginu. 

„Það gerðum við með skattkerfisbreytingum þar sem við tókum upp þrepaskipt tekjuskattskerfi á nýjan leik, sem var risastórt hagsmunamál fyrir fólkið í landinu og sem skilar sér langbest til tekjulægstu hópanna, fyrir utan að við gerðum þá mikilvægu breytingu að þrepamörkin fylgja núna sömu vísitölu, ólíkt því sem áður var þar sem gliðnaði alltaf meira og meira á milli hinna launahærri og tekjulægri.“ 

Atvinnulífið leggi sitt að mörkumForsætisráðherra segir að það sé gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið leggi sitt af mörkum.

Þá benti hún á að stjórnvöld hefðu hækkað fjármagnstekjuskattinn og í nýrri fjármálaáætlun væri boðuð hækkun á ýmsum þeim greinum sem væru að nýta hinar sameiginlegu auðlindir. Fiskeldisgjaldið myndi hækka og boðuð væri hækkun á veiðigjaldi. „Ég fagna því ef við fáum stuðning við þá ráðstöfun, og boðaðar eru viðbótarálögur á lögaðila í landinu, sem hefur vissulega verið umdeilt en kemur ekki síst til vegna þess að við þurfum að leggjast sameiginlega á árar, eins og kemur fram í þeirri grein sem háttvirtur þingmaður nefnir hér, til að slá á verðbólguna. 

Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið leggi sitt af mörkum þar. Þá er auðvitað einnig boðað að ferðaþjónustan leggi meira af mörkum með upptöku gistináttagjalds á nýjan leik og boðuð er ný gjaldtaka á skemmtiferðaskip sem auðvitað eiga að greiða einhvers konar gistináttagjald samhliða einhvers konar umhverfisgjaldi því það eru umhverfisáhrif af komu þeirra,“ sagði ráðherrann. 

Þær aðgerðir sem farið hefur verið í séu ekki að bíta

Halldóra sagði í framhaldinu að hún hefði spurt Katrínu hver tilgangur yfirlýsingar hennar væri. „Út af því að mér finnst liggja í augum uppi að forsætisráðherra hljóti að hafa verkfæri til að skerast í leikinn þegar það er svona gríðarlegur hagnaður hjá fyrirtækjum, hjá fyrirtækjaeigendum og miklar arðgreiðslur á tímum verðbólgu eins og við erum að ganga í gegnum í dag, sem er að bíta almenning. 

Það hljóta að vera til verkfæri sem almennilega bíta og skerast í leikinn frekar en að grátbiðja fjármagnseigendur um að haga sér og taka þátt. Hvað með til dæmis alvöruhvalrekaskatt á fyrirtæki sem sýna methagnað á verðbólgutímum? Er þetta eitthvað sem hefur komið til umræðu, því að mér þykir það augljóst ef forsætisráðherra trúir því staðfastlega að það þurfi að vera einhver ábyrgð á herðum fjármagnseigenda, á herðum atvinnurekanda, þá þurfi að sækja þennan pening en ekki bara biðja fólk um að haga sér aðeins betur í núverandi ástandi,“ sagði hún. 

Halldóra lauk máli sínu á því að tala um að núverandi ástand væri augljóst og þær aðgerðir sem hefði verið farið í væru ekki að bíta. „Þannig að ég spyr aftur: Hvað ætlar forsætisráðherra sér með þessum orðum sínum til fyrirtækja og atvinnurekanda? Eiga engar raunverulegar aðgerðir að fylgja til að taka á þessu ástandi þannig að við sjáum árangur af því strax?“

Þýðir ekki að saka forsætisráðherrann „um það að tala bara út í loftið“

Katrín tók ekki vel í orð Halldóru þegar hún kom aftur í pontu og velti því fyrir sér hvort hún hefði ekki hlustað á hið fyrra svar þar sem farið hefði verið yfir aðgerðir. Halldóra greip fram í og svaraði: „Jú, jú.“

„Það þýðir ekki að koma hér upp og saka forsætisráðherrann um það að tala bara út í loftið en hunsa í raun og veru allt það sem gert hefur verið. Allt það sem gert hefur verið og hefur verið boðað snýst um að skapa hér réttlátara skattkerfi. Allt það sem gert hefur verið á hinni hliðinni, gjaldahliðinni, hvort sem það snýst um að lækka kostnað fólks í heilbrigðiskerfinu, efla barnabótakerfið eða auka húsnæðisstuðninginn, er annað dæmi um aðgerðir sem snúa að því hvernig við getum tryggt sem best jöfnuð í samfélaginu. 

Allt það sem ríkisstjórnin hefur gert hingað til og boðað til að takast á við verðbólguna höfum við verið að ræða hér, meðal annars í umræðum um fjármálaáætlun þar sem við höfum lagt sérstaka áherslu á að standa vörð um tekjulægstu hópana og tryggja það einmitt að lögaðilar, þeir sem eru til að mynda að nýta sameiginlegar auðlindir okkar, leggi meira af mörkum til samfélagsins. Þetta er algjörlega kristaltært,“ sagði Katrín. „Þannig að ef háttvirtur þingmaður er að spyrja hvort orð og gjörðir fari saman – já, þá er það þannig.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    “hunsa„ - “hundsa„ +
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það væri fróðlegt ef einhver blaðamaður tæki saman "allt það sem gert hefur verið ....til að skapa hér réttlátara skattkerfi".

    Mér hefur sýnst að allt hafi þetta verið afar léttvægt, nánast fyrst og fremst að nafninu til, 1% hér, 1/2% þar og jafnvel eingöngu millifærsla milli lágtekjuhópa.

    Svo mætti tilgreina það sem hefði verið hægt að gera og hve miklu betri árangri það hefði skilað
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár