Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslandsvinurinn Orlov flytur útgerðina á son sinn

Um­svifa­mesti út­gerð­ar­mað­ur Rúss­lands, Vitali Or­lov, hef­ur flutt eign­ar­hald­ið á stór­út­gerð sinni til son­ar síns. Norska við­skipta­blað­ið Dagens Nær­ingsliv seg­ir að hann hafi gert þetta vegna við­skipta­þving­ana Evr­ópu­sam­bands­ins sem hafa ekki bitn­að á Or­lov hing­að til.

Íslandsvinurinn Orlov flytur útgerðina á son sinn
Keypti Afríkuútgerðina af Samherja Rússneski útgerðarmaðurinn Vitaly Orlov keypti meðal annars Afríkútgerð Samherja af félaginu auk þess sem nafn hans og fyrirtækja hans kom fyrir í Samherjaskjölunum svokölluðu.

Rússneski útgerðarmaðurinn Vitaly Orlov hefur flutt eignarhaldið á útgerð sinni, Norebo, yfir á 33 ára gamlan son sinn, Nikita Orlov. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv greinir frá þessu í langri umfjöllun þar sem fram kemur að Vitaly Orlov hafi gert þetta vegna mögulegra viðskiptaþvingana Evrópusambandsins í garð útgerðar hans. Sonur Orlovs er nefnilega norskur ríkisborgari þar sem faðir hans bjó lengi og starfaði í Noregi. Norska blaðið tekur þó fram að hingað til hafi Evrópusambandið ekki sett Vitaly Orlov eða Norebo á neinn svartan lista vegna stríðsins í Úkraínu. 

Vitaly Orlov er umsvifamesti útgerðarmaður Rússlands og hafa íslenskir fjölmiðlar fjallað um hann nokkrum sinnum í gegnum tíðina vegna tengsla við útgerðarfélagið Samherja og Landsbankann. Norebo er í dag stærsta útgerðarfélag Rússlands sem ræður yfir mestum kvóta þar í landi og er með tekjur upp á tæplega 60 milljarða íslenskra króna. 

Fyrirtæki í eigu Orlovs, Murmansk Trawl Fleet, keypti meðal annars Afríkuútgerð Samherja, Kötlu Seafood, árið 2013 og Landsbankinn átti útistandandi lán hjá félagi hans. Í svörum upplýsingafulltrúa Orlovs til Stundarinnar, fyrirrennara Heimildarinnar, kom reyndar fram að viðskiptasamband Orlovs við Landsbankann næði aftur fyrir íslenska efnahagshrunið 2008.  Lánið frá Landsbankanum var með veði í togaranum Pavel Kutakhov sem veiddi hestamakríl í Vestur-Afríku, líkt og Stundin greindi. 

Í grein Dagens Næringsliv er rakið hvernig fyrirtæki Orlovs í Rússlandi hafi tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og að þetta geti skapað vandamál fyrir þau. Talsmaður Norebo sakar norska blaðið hins vegar um Rússlandsfóbíu og hætti að svara spurningum þess. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár