Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslandsvinurinn Orlov flytur útgerðina á son sinn

Um­svifa­mesti út­gerð­ar­mað­ur Rúss­lands, Vitali Or­lov, hef­ur flutt eign­ar­hald­ið á stór­út­gerð sinni til son­ar síns. Norska við­skipta­blað­ið Dagens Nær­ingsliv seg­ir að hann hafi gert þetta vegna við­skipta­þving­ana Evr­ópu­sam­bands­ins sem hafa ekki bitn­að á Or­lov hing­að til.

Íslandsvinurinn Orlov flytur útgerðina á son sinn
Keypti Afríkuútgerðina af Samherja Rússneski útgerðarmaðurinn Vitaly Orlov keypti meðal annars Afríkútgerð Samherja af félaginu auk þess sem nafn hans og fyrirtækja hans kom fyrir í Samherjaskjölunum svokölluðu.

Rússneski útgerðarmaðurinn Vitaly Orlov hefur flutt eignarhaldið á útgerð sinni, Norebo, yfir á 33 ára gamlan son sinn, Nikita Orlov. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv greinir frá þessu í langri umfjöllun þar sem fram kemur að Vitaly Orlov hafi gert þetta vegna mögulegra viðskiptaþvingana Evrópusambandsins í garð útgerðar hans. Sonur Orlovs er nefnilega norskur ríkisborgari þar sem faðir hans bjó lengi og starfaði í Noregi. Norska blaðið tekur þó fram að hingað til hafi Evrópusambandið ekki sett Vitaly Orlov eða Norebo á neinn svartan lista vegna stríðsins í Úkraínu. 

Vitaly Orlov er umsvifamesti útgerðarmaður Rússlands og hafa íslenskir fjölmiðlar fjallað um hann nokkrum sinnum í gegnum tíðina vegna tengsla við útgerðarfélagið Samherja og Landsbankann. Norebo er í dag stærsta útgerðarfélag Rússlands sem ræður yfir mestum kvóta þar í landi og er með tekjur upp á tæplega 60 milljarða íslenskra króna. 

Fyrirtæki í eigu Orlovs, Murmansk Trawl Fleet, keypti meðal annars Afríkuútgerð Samherja, Kötlu Seafood, árið 2013 og Landsbankinn átti útistandandi lán hjá félagi hans. Í svörum upplýsingafulltrúa Orlovs til Stundarinnar, fyrirrennara Heimildarinnar, kom reyndar fram að viðskiptasamband Orlovs við Landsbankann næði aftur fyrir íslenska efnahagshrunið 2008.  Lánið frá Landsbankanum var með veði í togaranum Pavel Kutakhov sem veiddi hestamakríl í Vestur-Afríku, líkt og Stundin greindi. 

Í grein Dagens Næringsliv er rakið hvernig fyrirtæki Orlovs í Rússlandi hafi tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og að þetta geti skapað vandamál fyrir þau. Talsmaður Norebo sakar norska blaðið hins vegar um Rússlandsfóbíu og hætti að svara spurningum þess. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár