Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslandsvinurinn Orlov flytur útgerðina á son sinn

Um­svifa­mesti út­gerð­ar­mað­ur Rúss­lands, Vitali Or­lov, hef­ur flutt eign­ar­hald­ið á stór­út­gerð sinni til son­ar síns. Norska við­skipta­blað­ið Dagens Nær­ingsliv seg­ir að hann hafi gert þetta vegna við­skipta­þving­ana Evr­ópu­sam­bands­ins sem hafa ekki bitn­að á Or­lov hing­að til.

Íslandsvinurinn Orlov flytur útgerðina á son sinn
Keypti Afríkuútgerðina af Samherja Rússneski útgerðarmaðurinn Vitaly Orlov keypti meðal annars Afríkútgerð Samherja af félaginu auk þess sem nafn hans og fyrirtækja hans kom fyrir í Samherjaskjölunum svokölluðu.

Rússneski útgerðarmaðurinn Vitaly Orlov hefur flutt eignarhaldið á útgerð sinni, Norebo, yfir á 33 ára gamlan son sinn, Nikita Orlov. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv greinir frá þessu í langri umfjöllun þar sem fram kemur að Vitaly Orlov hafi gert þetta vegna mögulegra viðskiptaþvingana Evrópusambandsins í garð útgerðar hans. Sonur Orlovs er nefnilega norskur ríkisborgari þar sem faðir hans bjó lengi og starfaði í Noregi. Norska blaðið tekur þó fram að hingað til hafi Evrópusambandið ekki sett Vitaly Orlov eða Norebo á neinn svartan lista vegna stríðsins í Úkraínu. 

Vitaly Orlov er umsvifamesti útgerðarmaður Rússlands og hafa íslenskir fjölmiðlar fjallað um hann nokkrum sinnum í gegnum tíðina vegna tengsla við útgerðarfélagið Samherja og Landsbankann. Norebo er í dag stærsta útgerðarfélag Rússlands sem ræður yfir mestum kvóta þar í landi og er með tekjur upp á tæplega 60 milljarða íslenskra króna. 

Fyrirtæki í eigu Orlovs, Murmansk Trawl Fleet, keypti meðal annars Afríkuútgerð Samherja, Kötlu Seafood, árið 2013 og Landsbankinn átti útistandandi lán hjá félagi hans. Í svörum upplýsingafulltrúa Orlovs til Stundarinnar, fyrirrennara Heimildarinnar, kom reyndar fram að viðskiptasamband Orlovs við Landsbankann næði aftur fyrir íslenska efnahagshrunið 2008.  Lánið frá Landsbankanum var með veði í togaranum Pavel Kutakhov sem veiddi hestamakríl í Vestur-Afríku, líkt og Stundin greindi. 

Í grein Dagens Næringsliv er rakið hvernig fyrirtæki Orlovs í Rússlandi hafi tengsl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og að þetta geti skapað vandamál fyrir þau. Talsmaður Norebo sakar norska blaðið hins vegar um Rússlandsfóbíu og hætti að svara spurningum þess. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár