Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð

Þrátt fyr­ir að all­ir ný­skráð­ir heim­il­is-, fyr­ir­tækja- og bíla­leigu­bíl­ar myndu ganga fyr­ir raf­magni ár­ið 2030 og að aðr­ar stað­fest­ar að­gerð­ir yrðu komn­ar til fram­kvæmda, mun það ekki duga til að ná þeim sam­drætti í los­un sem rík­is­stjórn­in stefn­ir að.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð
í kappi við tímann Þótt orkuskipti í vegasamgöngum séu hafin er enn langt í land og aðeins fá ár til stefnu svo markmið náist. Mynd: Shutterstock

Markmið ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2005 og 2030 mun ekki nást með þessu áframhaldi miðað við nýútgefna framreikninga Umhverfisstofnunar. Í grunnsviðsmynd stofnunarinnar, sem m.a. gerir ráð fyrir að árið 2030 gangi allir nýskráðir heimilis- og fyrirtækjabílar fyrir rafmagni, mun samdrátturinn nema 24 prósentum. Í viðbótarspá, sem að auki ráð fyrir að allir nýir bílaleigubílar verði knúnir rafmagni, er reiknað með að losun dragist saman um 26 prósent.

Aukin losun frá stærstu áhrifavöldunum

Vegasamgöngur eru stærsti losunarþátturinn á beinni ábyrgð Íslands – og þar varð aukning árið 2021. Sömu sögu er að segja um landbúnaðinn sem skýrist fyrst og fremst af aukinni áburðarnotkun. Losun frá fiskiskipum er þriðji stærsti þátturinn og þrátt fyrir að hún hafi dregist saman um 23 prósent frá árinu 2005 jókst hún 2021 vegna aukinna aflaheimilda.

Saman telja þessir þrír meginþættir 74 prósent af allri þeirri losun sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Þegar kemur að heildarlosun, sem hefur aukist um 6 prósent milli áranna 1990 og 2021, er það losun frá landnýtingu og stóriðju sem spilar stærstan þátt.

Losun á beinni ábyrgð eykst milli ára

Landsskýrsla um losun gróðurhúsategunda frá 1990 og skýrslu um stefnur aðgerðir og framreiknaða losun til ársins 2050, sem unnar eru af Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Skógræktinni, voru gefnar út í morgun. Í þeim kemur fram að milli áranna 2019 og 2020 varð töluverður samdráttur í losun á beinni ábyrgð Íslands. Þá breytingu má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs og fækkunar ferðamanna á tímabilinu. En árið 2021 var losun á beinni ábyrgð Íslands 2,8 milljónir tonna CO2-ígilda og hafði því aukist um 2 prósent frá fyrra ári. Það stefnir svo í enn meiri losun árið 2022 þegar það ár verður gert upp.

Losun Íslands má almennt skipta í þrjá meginflokka út frá alþjóðlegum skuldbindingum: Losun á beinni ábyrgð Íslands, landnotkun og skógrækt (LULUCF) og losun sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þegar verið að ræða um losun er því ýmist vísað til hvers og eins þessara flokka eða tveggja eða fleiri saman.

Að auki hafa íslensk stjórnvöld sett sér sérstök landsmarkmið.

Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 40 prósent samdrátt var að draga úr losun á beinni ábyrgð okkar um 29 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Þetta markmið verður uppfært á næstunni og má gera ráð fyrir að hlutdeild Íslands verði hækkuð í um 40 prósent.

ESB gefur á hverju ári út losunarheimildir og fjöldi þeirra samsvarar heildarlosun sem er heimil frá ETS-kerfinu. Þær ganga kaupum og sölum milli rekstraraðila en fækkar ár frá ári. ETS-kerfið á með þessum hætti að tryggja að samdráttur í losun eigi sér stað og að hann eigi sér stað þar sem það er hagstæðast.

Ísland mun fara fram úr heimildum

Til þess að mæta skuldbindingu um 29 prósent samdrátt fékk Ísland árlegar losunarúthlutanir. Fyrir árið 2021 var magn þeirra tæplega 2,9 milljónir tonna CO2-ígilda og á það því umfram heimildir sem hægt er að flytja milli ára.

Niðurstaða grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar er sú að án nýtingar sveigjanleikaákvæða, sem heimila tilfærslu úr öðrum losunarflokkum, t.d. vegna aukinnar bindingar á landi, mun Ísland fara umfram losunarúthlutanir á árunum 2022 til 2030.

Þróun til framtíðarSamanburður milli losunar sem fellur undir beina ábyrgð Íslands, losunarúthlutana og markmiðs um 55% samdrátt árið 2030.

Á Íslandi er það staðbundinn iðnaður, s.s. ál- og kísilver og flug innan EES og Bretlands, sem falla undir ETS-kerfið. Árið 2021 var losun frá stóriðjunni 1,8 milljón tonn CO2-ígilda. Það er 116 prósent aukning frá árinu 2005 og samsvarar 40 prósentum af heildarlosun Íslands ef undan er skilin landnotkun.

Losun frá alþjóðasamgöngum náði hápunkti árið 2018 þegar metfjöldi ferðamanna kom til Íslands. Þá var losunin 1.537 þúsund tonn CO2-ígilda sem jafnast á við alla losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum samanlagt.

Hvað segja spárnar?

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að Ísland muni setja sér sjálfstætt markmið, fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands, um 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við losun árið 2005. Til þessa hefur árangurinn verið 12 prósent samdráttur og aðeins um sjö ár til stefnu.

Umhverfisstofnun spáir því að með aukinni rafvæðingu bílaflotans og breyttum ferðavenjum muni losun frá vegasamgöngum dragast saman um tæp 17 prósent til 2030.

Þá gerir hún ráð fyrir að losun frá landbúnaði lækki um 2,5 prósent á sama tímabili, fyrst og fremst vegna  væntrar fækkunar dýra í sauðfjárrækt.

Gert er ráð fyrir að losun frá fiskiskipum dragist saman um 20 prósent til 2030. Samkvæmt orkuskiptaspá verður heildar notkun endurnýjanlegra orkugjafa orðin 2,5 prósent í fiskiskipum árið 2030.

Samdrætti er einnig spáð í öðrum flokkum á beinni ábyrgð Íslands, s.s. hvað varðar úrgang.

Landnotkun og skógrækt: 67 prósent af heildarlosun

Losun Íslands er að mörgu leyti frábrugðin losun annarra landa vegna hlutfallslega mikillar losunar frá landnotkunarflokknum (LULUCF). Flest Evrópuríki eru með meiri bindingu en losun hvað þetta varðar.

67
prósent heildarlosunar kemur frá landnotkun.

Losun sem kemur frá þessum flokki landnýtingar og skógræktar var samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar uppspretta 67 prósenta af losun Íslands árið 2021.

Þessi losun hefur dregist saman um 2 prósent frá 1990 vegna skipulags átaks í skógrækt. Síðan þá hefur binding íslenskra skóga margfaldast. Gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu til ársins 2050 eða um 80 prósent.

Í mínus

En þar sem landnýtingu allri og skógrækt er steypt saman í flokk erum við Íslendingar enn í miklum mínus. Mest er losun gróðurhúsalofttegunda frá mólendi, þá ræktunarlandi og loks votlendi.

Um 90 prósent af allri losun frá mólendi kemur frá framræstu votlendi. Aukin framræsla á síðustu áratugum hefur því leitt til aukinnar losunar. Framreikningar grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar sýna að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis, líkt og stjórnvöld hafa staðfest að stefnt skuli að, mun losun frá mólendi dragast saman um 5 prósent til ársins 2050.

Hvað þarf til?

Umhverfisstofnun og samstarfsstofnanir hafa ekki dregið upp sviðsmynd af því hvað þurfi til að ná markmiðum um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands til ársins 2030. Hvar þyrfti að skera niður eða hvaða aðgerðum að flýta með hraði. Slíkt er ekki skilgreint hlutverk sérfræðinga stofnana í þessari vinnu.

Ýmsar hugmyndir eru þó til í drögum því vissulega er verið að skoða innan stjórnkerfisins hvað hægt er að gera til að nálgast hraðar markmið stjórnvalda, markmið sem eru ekki úr lausu lofti gripin heldur nauðsynleg aðgerð, sem ríki heims stefna með einum eða öðrum hætti að, svo hægja megi á skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Hins vegar er það pólitísk ákvörðun hvaða leiðir verða farnar. Ríkisstjórnin vinnur nú að uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og er hennar að vænta síðar á þessu ári eða á því næsta. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár