Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pétur seldi fyrir milljarð í Síldarvinnslunni

Fram­kvæmda­stjóri út­gerð­ar­inn­ar Vís­is, sem ásamt systkin­um sín­um seldi hana til Síld­ar­vinnsl­unn­ar í fyrra, hef­ur minnk­að hlut sinn í fé­lag­inu um næst­um þriðj­ung. Hann fékk tæp­lega 1,6 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni við söl­una en á nú 1,13 pró­sent.

Pétur seldi fyrir milljarð í Síldarvinnslunni
Framkvæmdastjóri Pétur Hafsteinn Pálsson eignaðist hlut í Síldarvinnslunni í byrjun desember í fyrra.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, hefur selt hlut í Síldarvinnslunni fyrir um milljarð króna. Pétur eignaðist hlut í Síldarvinnslunni í byrjun desember í fyrra eftir að félagið keypti fjölskyldufyrirtæki hans, Vísi í Grindavík. 

Miðað við gengi í Síldarvinnslunni við lokun markaða í gær var hlutur Péturs tæplega 3,4 milljarða króna virði áður en að hann seldi tæplega þriðjung hans. Eftirstandandi hlutur Péturs er um 2,4 milljarða króna virði. Þetta má lesa úr breytingum sem orðið hafa á hluthafalista Síldarvinnslunnar. 

Hann og systkini hans fimm: Páll, Svanhvít, Margrét, Kristín og Sólný Pálsbörn, fengu samtals um átta prósent hlut í Síldarvinnslunni við söluna á Vísi, sem er alls um 17 milljarða króna virði miðað við gengi bréfa í félaginu í lok dags í gær. Í tilfelli Páls skiptist sá hlutur til helminga milli hans og eiginkonu hans, Guðmundu Kristjánsdóttur. Pétur fékk mest í sinn hlut, um 1,6 prósent hlut, en hin systkinin fengu tæplega 1,3 prósent hlut hvert. Samkvæmt hluthafalista Síldarvinnslunnar á Pétur nú 1,13 prósent hlut í Síldarvinnslunni, eða minna en systkini hans fimm. 

HluthafalistiYfirlit yfir 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar um síðustu mánaðarmót.

Til viðbótar við hlutafé sem systkinin eignuðust tók Síldarvinnslan einnig yfir skuldir Vísis upp á ellefu milljarða króna og greiddi sex milljarða króna í reiðufé til að eignast útgerðina. Reiðuféð var greitt til að gera upp skattgreiðslur vegna kaupanna. 

Kvótinn verðmætasta eignin sem var seld

Alls heldur Vísir á 3,54 prósent af öllum úthlutuðum kvóta samkvæmt síðustu birtu tölum Fiskistofu um samþjöppun í sjávarútvegi. 

Í ársreikningi Síldarvinnslunnar vegna ársins 2022 kom fram að langverðmætasta eignin sem hún keypti með Vísi voru fiskveiðiheimildir. Mat þeirra á gangvirði þann 1. desember síðastliðinn var 29,6 milljarðar króna, miðað við meðalgengi Bandaríkjadals á síðasta ári. Það er meginþorri þess verðmiða sem Síldarvinnslan greiddi fyrir Vísi í fyrra.

Heildarvirði þeirra fiskveiðiheimilda sem Síldarvinnslan heldur á er 67 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi samstæðunnar. 

Hagnaður Síldarvinnslunnar var 10,2 milljarðar króna á árinu 2022. Rekstrartekjur útgerðarrisans voru 42 milljarðar króna og eignir hans í árslok voru metnar á 150,5 milljarða króna. Eigið fé samstæðunnar var 83,1 milljarður króna en hafði verið 55 milljarðar króna í lok árs 2021. Þar skipta kaupin á Vísi miklu máli. 

Vegna frammistöðu síðasta árs fá hluthafar Síldarvinnslunnar um 3,4 milljarða króna í arð. Ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals, sem er uppgjörsmynt Síldarvinnslunnar, á síðasta ári þá greiddi samstæðan 2,4 milljarða króna í tekjuskatt á árinu 2022 og 672 milljónir króna í veiðigjald. Þegar veiðigjaldagreiðslum Vísis er bætt við fer sú upphæð upp í 959 milljónir króna. Samtals hefur Síldarvinnslan greitt 1,8 milljarð króna í veiðigjöld á síðustu þremur árum, eða rétt rúmlega helming þeirrar upphæðar sem útgerðin greiðir eigendum sínum í arð vegna frammistöðu síðasta árs.

Blokk með næstum fjórðung alls kvóta

Eftir að kaupin á Síldarvinnslunni gengu í gegn varð til stærsta útgerð á Íslandi, ef miðað er við úthlutaðan kvóta í aflamarkskerfinu. Síld­ar­vinnslan átti fyrir tvö dótt­ur­fé­lög í útgerð, Berg-Hug­in og Berg ehf. Sam­an­lögð afla­hlut­deild þess­ara fjög­urra útgerða er 12,11 pró­sent og rétt yfir lög­bundnu tólf pró­sent hámarki sem tengdir aðilar mega eiga. 

Stærstu eig­endur Síld­­­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji, sem á 30,1 prósent hlut, og félagið Kjálka­­­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík og á 16,1 prósent hlut. Þar er meðal ann­­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­­stjóri Sam­herja, og fólk sem teng­ist honum fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, meðal ann­­­ars syst­k­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­­ar­halds­­­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­­ur. Samtals eiga þessir aðilar 49,7 prósent í Síldarvinnslunni eftir hlutafjáraukninguna sem framkvæmd var í fyrirtækinu til að greiða Vísis-systkinunum.

Forstjóri Samherja, sem á dótturfyrirtækin Samherja Ísland og Útgerðarfélag Akureyringa, er Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. 

Þegar talin er saman afla­hlut­deild Sam­herja Ísland, Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga, Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Vís­is, Gjög­urs og Bergs-Hug­ins og Bergs (sem eru báðar dótt­ur­fé­lög Síld­ar­vinnsl­unn­ar) þá heldur sú blokk á 23,39 pró­sent úthlut­aðra afla­heim­ilda. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Að kunna að fara kringum kerfið það er kúnstin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
3
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
4
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár