Grunnskólarnir á Bíldudal og Patreksfirði hafa ekki viljað vera þátttakendur í svokölluðu Grænfánaverkefni Landverndar, meðal annars vegna gagnrýni umhverfisverndarsamtakanna á atvinnuuppbyggingu, laxeldi og samgönguumbætur á suðvestanverðum Vestfjörðum. Þetta segir starfsmaður Landverndar, sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við Heimildina.
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax er með höfuðstöðvar sínar á Bíldudal í Arnarfirði og á og rekur sjókvíar í firðinum sem og annars staðar á suðvestanverðum Vestfjörðum, meðal annars í Patreks- og Tálknafirði.
Grænfánaverkefni Landverndar er alþjóðlegt verkefni á sviði umhverfismennta í skólum. Um verkefnið segir á heimasíðu Landverndar: …
Athugasemdir