Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hátt í 70 prósent landsmanna segja umbóta helst þörf í heilbrigðiskerfinu

Í nýrri skoð­ana­könn­un frá Fé­lags­vís­inda­stofn­un voru svar­end­ur beðn­ir um að raða mála­flokk­um í talnaröð eft­ir því í hvaða kerf­um hins op­in­bera væri mest þörf á um­bót­um. Nærri 7 af hverj­um 10 settu heil­brigðis­kerf­ið í efsta sæt­ið.

Hátt í 70 prósent landsmanna segja umbóta helst þörf í heilbrigðiskerfinu
Heilbrigðisráðherrar Frá lyklaskiptum í heilbrigðisráðuneytinu í desember 2021. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, stýrir nú matvælaráðuneytinu sem lét vinna skoðanakönnun um afstöðu almennings til sjávarútvegsmála. Í henni kom í ljós að heilbrigðiskerfið, sem nú heyrir undir Willum Þór Þórsson, er það kerfi þar sem landsmenn telja mesta þörf á umbótum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tæplega 67 prósent landsmanna telja að mest þörf sé á umbótum í heilbrigðiskerfinu hér á landi, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoðanakönnunar frá Félagsvísindastofnun.

Þegar svarendur í könnunnni, sem framkvæmd var dagana 7.-26. mars, voru beðnir um að svara því í hvaða kerfi þeim þætti mest þörf á umbótum sögðu 66,8 prósent svarenda, alls 746 af þeim 1.117 sem svöruðu spurningunni, að heilbrigðiskerfið væri þar efst á lista.

Næstflestir svarendur, eða 9,6 prósent, sögðu mestra umbóta þörf í sjávarútvegsmálum og 9,4 prósent svarenda nefndu samgöngukerfið. Aðrir valkostir voru velferðarkerfið, menntakerfið og landbúnaðarkerfið.

AfgerandiNiðurstöðurnar í könnun Félagsvísindastofnunar eru afgerandi hvað þetta varðar.

Umrædd könnun var framkvæmd fyrir matvælaráðuneytið, sem liður í þeirri stefnumótunarvinnu sem nú á sér stað í málaflokki sjávarútvegsmála undir heitinu Auðlindin okkar.

Kjósendur allra flokka á sama máli

Í niðurstöðum könnunarinnar eru svör við öllum spurningum hennar brotin niður eftir bakgrunnsbreytum. Meirihluti væntra kjósenda allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi settu umbætur í heilbrigðiskerfinu efst á lista og var hlutfallið frá rúmum 53 prósentum hjá kjósendum Vinstri grænna og upp í 75 prósent hjá kjósendum Flokks fólksins.

Til viðbótar við þau tæpu 67 prósent sem settu heilbrigðiskerfið efst á blað í könnun Félagsvísindastofnunar settur 20,3 prósent svarenda í könnuninni heilbrigðiskerfið í annað sæti. Í heildina voru því ríflega 88 prósent svarenda með heilbrigðiskerfið efst eða næst efst á lista yfir þau kerfi, eða málaflokka, þar sem mest þörf er á umbótum.

Félagsvísindastofnun vann samantekt um niðurstöðurnar úr þessum spurningum og gaf málaflokkunum heildarvægi eftir því hve oft þeir voru nefndir í efstu þremur sætunum.

Heildarvægið var reiknað þannig að það atriði sem var valið í fyrsta sæti fékk þrefalt vægi, það sem var í öðru sæti fékk tvöfalt vægi og það sem var sett í þriðja sæti á listum svarenda fékk einfalt vægi. 

Þegar þetta var allt reiknað saman fengu heilbrigðismálin rúmlega 41 prósent heildarvægi, þar á eftir kom velferðarkerfið með 16,5 prósent vægi og svo menntakerfið og samgöngukerfið með um 14 prósent vægi. Neðst voru svo sjávarútvegsmál með 9,6 prósent vægi og landbúnaðarkerfið með 4,6 prósent heildarvægi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár