Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stjórn dómstólasýslunnar klofin í afstöðu til sameiningar dómstóla

Tveir af fimm stjórn­ar­mönn­um dóm­stóla­sýsl­unn­ar eru á þeirri skoð­un að fyr­ir­hug­uð sam­ein­ing hér­aðs­dóm­stól­anna muni leiða til þess að sjálf­stæði dóm­stóla veikist. Frum­varp dóms­mála­ráð­herra sé ekki til þess fall­ið að styrkja dóm­stóla lands­ins.

Stjórn dómstólasýslunnar klofin í afstöðu til sameiningar dómstóla
Dómsmál Frumvarp dómsmálaráðherra miðar að því að sameina alla héraðsdómstóla landsins í einn. Mynd úr safni. Mynd: Bára Huld Beck

Tveir stjórnarmenn í dómstólasýslunni, Hervör Þorvaldsdóttir forseti Landsréttar og Halldór Björnsson dómari við Héraðsdóm Vestfjarða, leggjast gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um sameiningu allra héraðsdómstóla landsins í einn héraðsdómstól.

Þetta kemur fram í stuttri athugasemd sem þau Hervör og Halldór hafa sent inn til Alþingis, en þar segir að afstaða þeirra tveggja sé að þær breytingar sem gert sé ráð fyrir í frumvarpinu og lúta að sameiningu dómstólanna séu ekki til þess fallnar að styrkja dómstóla landsins eins og markmið frumvarpsins hljóti að vera.

„Þvert á móti teljum við að frumvarpið muni leiða til þess að draga úr sjálfstæði þeirra. Við leyfum okkur að vísa til athugasemda dómstjóra á landsbyggðinni og jafnframt að taka undir þau sjónarmið sem þar koma fram,“ segir í umsögn þeirra Halldórs og Hervarar.

Þrír á móti tveimur

Dómstólasýslan lætur þess getið í sinni umsögn um þingmálið að innan fimm manna stjórnar dómstólasýslunnar séu skiptar skoðanir um frumvarpið, en að meirihlutinn sé þó sammála efnislegri útfærslu frumvarpsins um sameiningu dómstólanna og styðji breytingarnar sem í því felast.

Auk þeirra Halldórs og Hervarar sitja þau Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari, Lilja Björk Sigurjónsson gæðastjóri og Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður í stjórn dómstólasýslunnar.

Þau þrjú eru þannig sammála því að sameina dómstólanna með þeim hætti sem boðað er í frumvarpi dómsmálaráðherra, en Hervör og Halldór ekki.

Sameiningin feli í sér varanlega hækkun kostnaðar

Í umsögn dómstólasýslunnar um frumvarpið segir að öðru leyti að stofnunin sé ósammála því mati ráðuneytisins að kostnaður vegna frumvarpsins rúmist innan ramma gildandi fjárlaga.

Dómstólasýslan telur að fjárfestingar- og rekstrarkostnaður vegna sameiningarinnar muni nema um 220 milljónum króna á fjögurra ára tímabili og áætlar einnig að varanleg hækkun kostnaðar komi til með að nema um 21 milljón króna á ári.

„Dómstólasýslan hefur gert grein fyrir aukinni útgjaldaþörf á málefnasviði dómstóla við undirbúning fjármálaáætlunar fyrir tímabilið 2023-2027 og á ný fyrir tímabilið 2024-2028. Útgjaldaþörfin tengist m.a. þróun á innri kerfum dómstólanna vegna stafrænna umbóta hjá dómstólunum og þörf fyrir tækniþjónustu og tækniþekkingu hjá dómstólasýslunni og dómstólunum. Þessar umbætur eru nauðsynleg forsenda þess að ná fram áðurnefndum ávinningi af sameiningu héraðsdómstólanna. Með hliðsjón af framansögðu varar dómstólasýslan við því að ráðist verði í sameiningu héraðsdómstólanna á þeirri forsendu að sameiningin verði að fullu fjármögnuð innan ramma gildandi fjárlaga,“ segir í umsögn dómstólasýslunnar.

Stofnunin setur einnig fyrirvara við að lögin taki gildi 1. ágúst 2024 og segir afar hæpið að hægt verði að ljúka þeim mikla og vandaða undirbúningi sem þurfi að fara fram við sameiningu dómstólanna fyrir þann tíma. Dómstólasýslan leggur því til að tímasetningin verði færð aftur um eitt ár, og dómstólarnir átta verði sameinaðir í einn frá 1. ágúst 2025. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár