Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Meirihluti landsmanna ósáttur með kvótakerfið – 83 prósent telja auðlindagjöld eiga að vera hærri

Ný skoð­ana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sýn­ir mikla óánægju lands­manna með nú­ver­andi kerfi fisk­veið­i­stjórn­un­ar. Ríf­lega 8 af hverj­um 10 lands­mönn­um telja að auð­linda­gjöld í sjáv­ar­út­vegi eigi að vera hærri en þau eru í dag og meira en helm­ing­ur­inn seg­iri að þau skuli vera „mun hærri“.

Meirihluti landsmanna ósáttur með kvótakerfið – 83 prósent telja auðlindagjöld eiga að vera hærri
Sjávarútvegsmál Ný skoðanakönnun sýnir að 83 prósent landsmanna telur að auðlindagjöld í sjávarútvegi eigi að vera hærri. 57,3 prósent telja að þau eigi að vera mun hærri en þau eru í dag. Mynd: Heiða Helgadóttir


Rúm 56 prósent landsmanna eru frekar ósátt eða mjög ósátt við fiskveiðistjórnunarkerfið í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir matvælaráðuneytið. 

Að sama skapi segjast einungis rúmlega 22 prósent landsmanna vera mjög sátt eða frekar sátt við fiskveiðistjórnunarkerfið. Tæplega 21 prósent segjast hvorki sátt né ósátt.

Þetta má lesa í skýrslu um könnunina, sem birt var á vef Stjórnarráðsins í dag.

Rúm 83 prósent landsmanna telja auðlindagjöld eiga að vera hærri

Þau sem sögðust ósátt með kerfið voru spurð hvað þau væru helst ósáttir með, og af þeim skriflegu svörum er ljóst að óánægja margra stafar af því að þeim þykir arður af sjávarauðlindinni ekki skila sér í nægum mæli til samfélagsins. 

KönnunEinungis rúm 22 prósent svarenda eru sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið.

Spurt var sérstaklega út í auðlindagjöld af sjávarútvegi síðar í skoðanakönnunni og í þeim svörum kemur fram að 57,3 prósent svarenda telja þau eiga að vera „mun hærri“ og 25,9 prósent til viðbótar sögðu að þau ættu að vera nokkuð hærri. Samandregið telja því rúmlega 83 prósent landsmanna að auðlindagjöldin ættu að vera hærri en þau eru í dag.

Gerð skoðanakönnunarinnar er liður í þeirri vinnu sem matvælaráðuneytið hefur staðið fyrir undir heitinu Auðlindin okkar, en könnunin var framkvæmd dagana 7.-26. mars. Alls voru 2.579 manns í úrtaki, en 1.133 svöruðu könnuninni, sem jafngildir tæplega 44 prósenta þátttökuhlutfalli.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks sér á báti

Allar spurningarnar í skoðanakönnunni eru brotnar niður eftir hinum ýmsu bakgrunnsbreytum. Þegar spurningum um álit fólks á fiskveiðistjórnunarkerfinu er skoðuð kemur í ljós lítill munur á milli hópa út frá búsetu, aldri, menntun og stöðu á vinnumarkaði, en þeim mun meira afgerandi munur þegar svörin eru skoðuð eftir fylgi við stjórnmálaflokka.

Þau sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn skera sig sérstaklega úr, en tæp 60 prósent úr þeim hópi segjast mjög eða frekar sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið. Rúm 20 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn lýsa því hins vegar yfir að þau séu ósátt með fiskveiðistjórnunarkerfið.

SjálfstæðisflokkurinnBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hvað varðar ánægju með kvótakerfið koma þeir sem segja að þau myndu kjósa Framsókn næst á eftir kjósendum Sjálfstæðisflokks, en 34,9 prósent úr þeim hópi segjast frekar eða mjög sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar á eftir koma væntir kjósendur Miðflokksins og Viðreisnar, en um 20 prósent úr þeim hópum segjast frekar eða mjög sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið.

Meirihluti væntra kjósenda Pírata (83,6 prósent), Samfylkingar (83,5 prósent) Viðreisnar (72,5 prósent), Flokks fólksins (68,4 prósent) og Miðflokksins (65,1 prósent) segjast ósátt með fiskveiðistjórnunarkerfið og það gera einnig 44,5 prósent væntra kjósenda Vinstri grænna og 34,9 prósent væntra kjósenda Framsóknarflokksins.

Kerfið hafi verið nauðsynlegt, en sé ekki gott

Hvað varðar fiskveiðistjórnunarkerfið segjast 70 prósent svarenda vera ýmist mjög sammála eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að á sínum tíma hafi verið nauðsynlegt að koma kvótakerfinu á til að vernda fiskistofna. Hins vegar lýsa rúm 59 prósent svarenda sig frekar eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að kvótakerfið virki eins og það á að gera. 

Rúm 64 prósent svarenda segjast svo frekar eða mjög ósammála því að íslensk stjórnvöld hafi komið á góðu kerfi til að styrkja byggðarlög þar sem fiskveiðar hafa dregist saman, en einungis rúm 10 prósent segjast sammála því að kerfið sé gott hvað það varðar.

Meirihluti ósáttur með stjórnun og gagnsæi sjávarútvegsfyrirtækja

Tæp 57 prósent svarenda segjast svo frekar eða mjög ósátt með viðskipta- og stjórnunarhætti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og enn fleiri, eða tæp 65 prósent svarenda, segjast frekar eða mjög ósátt við gagnsæi í starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 

Þátttakendur í skoðanakönnunni voru spurðir hvað þeir teldu að myndi auka sátt um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi og mátti hver og einn velja fleiri en einn svarmöguleika. 

Þeir valmöguleikar sem skoruðu hæst voru að auka gagnsæi í eignarhaldi á kvóta (57,6 prósent), að hækka veiðigjöld svo meira renni til samfélagsins (66,2 prósent) og að setja í stjórnarskrá að fiskurinn sé í eigu þjóðarinnar (61,8 prósent). Einnig sögðu 52,7 prósent að bann við framsali kvóta gæti aukið sátt um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi.

Umræðan um sjávarútveginn talin neikvæð

Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir út í það hvernig þeir upplifðu opinbera umræðu um sjávarúveg á Íslandi. Flestir, eða 48,4 prósent, sögðust telja hana frekar neikvæða og til viðbótar voru tæp 12 prósent á því máli að hún væri mjög neikvæð.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár