Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meirihluti landsmanna ósáttur með kvótakerfið – 83 prósent telja auðlindagjöld eiga að vera hærri

Ný skoð­ana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sýn­ir mikla óánægju lands­manna með nú­ver­andi kerfi fisk­veið­i­stjórn­un­ar. Ríf­lega 8 af hverj­um 10 lands­mönn­um telja að auð­linda­gjöld í sjáv­ar­út­vegi eigi að vera hærri en þau eru í dag og meira en helm­ing­ur­inn seg­iri að þau skuli vera „mun hærri“.

Meirihluti landsmanna ósáttur með kvótakerfið – 83 prósent telja auðlindagjöld eiga að vera hærri
Sjávarútvegsmál Ný skoðanakönnun sýnir að 83 prósent landsmanna telur að auðlindagjöld í sjávarútvegi eigi að vera hærri. 57,3 prósent telja að þau eigi að vera mun hærri en þau eru í dag. Mynd: Heiða Helgadóttir


Rúm 56 prósent landsmanna eru frekar ósátt eða mjög ósátt við fiskveiðistjórnunarkerfið í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir matvælaráðuneytið. 

Að sama skapi segjast einungis rúmlega 22 prósent landsmanna vera mjög sátt eða frekar sátt við fiskveiðistjórnunarkerfið. Tæplega 21 prósent segjast hvorki sátt né ósátt.

Þetta má lesa í skýrslu um könnunina, sem birt var á vef Stjórnarráðsins í dag.

Rúm 83 prósent landsmanna telja auðlindagjöld eiga að vera hærri

Þau sem sögðust ósátt með kerfið voru spurð hvað þau væru helst ósáttir með, og af þeim skriflegu svörum er ljóst að óánægja margra stafar af því að þeim þykir arður af sjávarauðlindinni ekki skila sér í nægum mæli til samfélagsins. 

KönnunEinungis rúm 22 prósent svarenda eru sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið.

Spurt var sérstaklega út í auðlindagjöld af sjávarútvegi síðar í skoðanakönnunni og í þeim svörum kemur fram að 57,3 prósent svarenda telja þau eiga að vera „mun hærri“ og 25,9 prósent til viðbótar sögðu að þau ættu að vera nokkuð hærri. Samandregið telja því rúmlega 83 prósent landsmanna að auðlindagjöldin ættu að vera hærri en þau eru í dag.

Gerð skoðanakönnunarinnar er liður í þeirri vinnu sem matvælaráðuneytið hefur staðið fyrir undir heitinu Auðlindin okkar, en könnunin var framkvæmd dagana 7.-26. mars. Alls voru 2.579 manns í úrtaki, en 1.133 svöruðu könnuninni, sem jafngildir tæplega 44 prósenta þátttökuhlutfalli.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks sér á báti

Allar spurningarnar í skoðanakönnunni eru brotnar niður eftir hinum ýmsu bakgrunnsbreytum. Þegar spurningum um álit fólks á fiskveiðistjórnunarkerfinu er skoðuð kemur í ljós lítill munur á milli hópa út frá búsetu, aldri, menntun og stöðu á vinnumarkaði, en þeim mun meira afgerandi munur þegar svörin eru skoðuð eftir fylgi við stjórnmálaflokka.

Þau sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn skera sig sérstaklega úr, en tæp 60 prósent úr þeim hópi segjast mjög eða frekar sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið. Rúm 20 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn lýsa því hins vegar yfir að þau séu ósátt með fiskveiðistjórnunarkerfið.

SjálfstæðisflokkurinnBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hvað varðar ánægju með kvótakerfið koma þeir sem segja að þau myndu kjósa Framsókn næst á eftir kjósendum Sjálfstæðisflokks, en 34,9 prósent úr þeim hópi segjast frekar eða mjög sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar á eftir koma væntir kjósendur Miðflokksins og Viðreisnar, en um 20 prósent úr þeim hópum segjast frekar eða mjög sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið.

Meirihluti væntra kjósenda Pírata (83,6 prósent), Samfylkingar (83,5 prósent) Viðreisnar (72,5 prósent), Flokks fólksins (68,4 prósent) og Miðflokksins (65,1 prósent) segjast ósátt með fiskveiðistjórnunarkerfið og það gera einnig 44,5 prósent væntra kjósenda Vinstri grænna og 34,9 prósent væntra kjósenda Framsóknarflokksins.

Kerfið hafi verið nauðsynlegt, en sé ekki gott

Hvað varðar fiskveiðistjórnunarkerfið segjast 70 prósent svarenda vera ýmist mjög sammála eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að á sínum tíma hafi verið nauðsynlegt að koma kvótakerfinu á til að vernda fiskistofna. Hins vegar lýsa rúm 59 prósent svarenda sig frekar eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að kvótakerfið virki eins og það á að gera. 

Rúm 64 prósent svarenda segjast svo frekar eða mjög ósammála því að íslensk stjórnvöld hafi komið á góðu kerfi til að styrkja byggðarlög þar sem fiskveiðar hafa dregist saman, en einungis rúm 10 prósent segjast sammála því að kerfið sé gott hvað það varðar.

Meirihluti ósáttur með stjórnun og gagnsæi sjávarútvegsfyrirtækja

Tæp 57 prósent svarenda segjast svo frekar eða mjög ósátt með viðskipta- og stjórnunarhætti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og enn fleiri, eða tæp 65 prósent svarenda, segjast frekar eða mjög ósátt við gagnsæi í starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 

Þátttakendur í skoðanakönnunni voru spurðir hvað þeir teldu að myndi auka sátt um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi og mátti hver og einn velja fleiri en einn svarmöguleika. 

Þeir valmöguleikar sem skoruðu hæst voru að auka gagnsæi í eignarhaldi á kvóta (57,6 prósent), að hækka veiðigjöld svo meira renni til samfélagsins (66,2 prósent) og að setja í stjórnarskrá að fiskurinn sé í eigu þjóðarinnar (61,8 prósent). Einnig sögðu 52,7 prósent að bann við framsali kvóta gæti aukið sátt um íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi.

Umræðan um sjávarútveginn talin neikvæð

Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir út í það hvernig þeir upplifðu opinbera umræðu um sjávarúveg á Íslandi. Flestir, eða 48,4 prósent, sögðust telja hana frekar neikvæða og til viðbótar voru tæp 12 prósent á því máli að hún væri mjög neikvæð.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
2
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár