Fyrir Hæstarétti Íslands hefur verið rekið dómsmál sem byggir á því að ríkisstjórnin hafi gert baksamkomulag við nokkrar útgerðir um að afhenda þeim meiri makrílkvóta gegn því að þær slepptu því að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið út af úthlutun á makrílkvótum á árunum 2011 til 2018.
Málið er höfðað af Félagi makrílveiðimanna sem telja sig hafa verið hlunnfarna í kvótaúthlutuninni á makríl árið 2019. Félagið telur að stórar útgerðir eins og Ísfélag Vestmannaeyja, Eskja og Skinney-Þinganes hafi hagnast ótilhlýðilega á kvótasetningu makríls á kostnað þess. Stefndi er íslenska ríkið.
Orðrétt segir í greinargerðinni í málinu um forsendur Félags makrílveiðimanna: „Áfrýjandi telur að í málinu hafi komið fram að það hafi verið ætlan ráðherra með tillögugerð sinni, sem var verulega ívilnandi fyrir stærstu uppsjávarveiðiskipin, að útgerðir þessara skipa settu ekki fram kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna …
Athugasemdir (1)