Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Öll kjarnorkuver Þjóðverja hætta framleiðslu

Fyrsta kjarn­orku­ver Þjóð­verja hóf fram­leiðslu ár­ið 1961 en Frakk­ar og Þjóð­verj­ar hafa lengi ver­ið í nánu sam­starfi við að þróa og byggja upp kjarn­orku­tækni. Eft­ir alda­mót hafa Þjóð­verj­ar hins veg­ar breytt um stefnu og nú eru síð­ustu ver­in að skella í lás, en ákvörð­un Þjóð­verja hef­ur ver­ið af­ar um­deild.

Öll kjarnorkuver Þjóðverja hætta framleiðslu

Í dag, þann 15. apríl 2023, munu síðustu þrjú kjarnorkuver Þýskalands hætta framleiðslu. Þar með lýkur 60 ára kafla í sögu slíkrar raforkuframleiðslu í landinu. Þjóðverjar byrjuðu að beisla kjarnorkuna fyrst á sjöunda áratug síðustu aldar í samstarfi við Frakka og þjóðirnar tvær fóru í miklar fjárfestingar á því sviði, sérstaklega eftir að olíuverð margfaldaðist í olíukreppunum 1973 og 1979. Þegar mest lét sköffuðu þýsk kjarnorkuver allt að 30% af raforkuþörf Þjóðverja undir lok síðustu aldar.

Orkustefna Þjóðverja tók hins vegar U-beygju um aldamót, sérstaklega í valdatíð Gerhards Schröder kanslara sem ákvað að þjóðin skyldi segja skilið við kjarnorkuna á næstu áratugum. Þjóðverjar ætluðu þess í stað að snúa sér til Rússlands og kaupa þaðan ódýrt jarðgas, ásamt því að fjárfesta í sólar- og vindorku.

Að kvöldi 9. desember 2005, aðeins 17 dögum eftir að Schröder hætti sem kanslari Þýskalands fékk hann símtal, frá Vladimir Putin forseta Rússlands, sem bauð honum starf sem formaður hluthafanefndar Nord Stream 1. Nord Stream 1 er gasleiðsla sem flytur jarðgas frá Rússlandi til Þýskalands og er í eigu rússneska orkurisans Gazprom. Schröder þáði boðið og var launað ríkulega fyrir, en fyrir störf hans hjá rússneska orkufyrirtækinu fær hann greitt 1 milljón dollara á ári (135 milljónir íslenskra króna).

Gerhard Schröder og Vladimir Pútín forseti Rússlands.Gerhard Schröder fyrrverandi kanslari Þýskalands átti stærstan þátt í því að Þjóðverjar snéru baki við kjarnorkuna. Pútín fagnaði þeirri stefnu mjög enda jókst útflutningur á rússnesku gasi til Þýskalands til muna eftir það.

Orkustefna þýskra yfirvalda síðustu 20 árin hefur verið afar umdeild bæði innanlands sem utan, af pólitískum og umhverfislegum ástæðum. Eftir að Úkraínustríðið afhjúpaði hversu háð þjóðin væri rússnesku gasi varð gagnrýnin enn háværari, og almenningsálitið hefur breyst töluvert en samkvæmt nýjustu könnunum eru 52% Þjóðverja hlynntir áframhaldandi starfsemi kjarnorkuvera og 37% á móti henni. Flokkur græningja er hins vegar aðili að sitjandi samsteypustjórn og hefur lengi talað fyrir lokun kjarnorkuvera. Núverandi yfirvöld hafa því ekki viljað breyta um stefnu, þó að lokun síðustu kjarnorkuvera, sem átti að eiga sér stað í fyrra, hafi verið frestað þangað til núna vegna hættu á orkuskorti veturinn 2022-23.

Eftir 30 ár af „Energiewende“ („orkuskipti“) Þjóðverja hefur komið í ljós að orkuskiptin hafa fyrst og fremst snúist um að skipta út kjarnorku fyrir rússneskt gas, en umhverfislegur ávinningur af því hefur reynst afar takmarkaður þrátt fyrir miklar fjárfestingar í sólar- og vindorku (Þjóðverjar hafa meðal annars reist um 28.000 vindmyllur á þessu tímabili).

Fá Evrópulönd eru með hærra hlutfall kolefnislosunar fyrir hverja framleidda kílówöttstund en Þýskaland. Þýska raforkukerfið losar um það bil 400 g af Co2 per kílówöttstund á meðan Norðurlöndin ásamt Frakklandi, Spáni og Austurríki eru með margfalt lægra hlutfall kolefnislosunar. Bretar voru lengi mjög háðir kolum í raforkuframleiðslu sinni en þeim hefur nánast verið útrýmt þar í landi á aðeins 30 árum (úr 62% árið 1991 niður í 1,8% árið 2021).

Kolefnislosun frá raforkuframleiðslu í Evrópu þann 14. apríl 2023.

Í Þýskalandi eru kol hins vegar enn um 31% af raforkuframleiðslu landsinsÞetta skýrist meðal annars af því að Þjóðverjar hafa þurft að halda kolaorkuverunum sínum gangandi til að vega upp á móti minni framleiðslu frá kjarnorkuverum, en kolaorkuver losa allt að 1000 g af Co2 á hverja kílówöttstund á meðan kjarnorkuver losa nær ekkert kolefni.

Þýsk yfirvöld hafa gjarnan réttlætt orkustefnu sína með því að vísa í öryggissjónarmið, sérstaklega eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í kjölfar flóðbylgunnar í Japan árið 2011. Tölfræðin hefur hins vegar sýnt að raforkuframleiðsla með kolum er margfalt banvænni en kjarnorka, en loftmengun frá evrópskum kolaverum er talin valda allt að 34.000 ótímabærum dauðsföllum á ári.

Í Þýskalandi eru enn 63 kolaorkuver í gangi en í orkukreppunni sem fylgdi í kjölfar Úkraínustríðsins hafa Þjóðverjar gripið til þess ráðs að auka kolabrennslu til að vega upp á móti samdrætti í gasinnflutningi frá Rússlandi. Annað úrræði þeirra hefur verið að auka innflutningi á jarðgasi í fljótandi formi (LNG eða „Liquefied Natural Gas“), sem er meðal annars flutt inn frá Bandaríkjunum, en innflutningur LNG frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur aukist um 75% síðan Úkraínustríðið hófst. Gagnrýnt hefur verið að kolefnislosun frá framleiðslu, þjöppun og skipaflutningi LNG frá Bandaríkjunum sé mögulega talsvert meiri en frá hefðbundnu rússnesku jarðgasi sem er flutt í gegnum gasleiðslur.

Gréta Thunberg borin burt.Aðgerðarsinninn Gréta Thunberg var handtekin af þýsku lögreglunni í janúar í mótmælum við kolanámuna í Luetzerath. Mótmælendur vildu koma í veg fyrir niðurrif Luetzerath-þorpsins en niðurrifið var forsenda fyrir stækkun kolanámunnar sem stendur við hlið þorpsins.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu