Saga Sovétríkjanna endurspeglast í byggingum Filatov-stofnunarinnar. Aðalbyggingin er mikilfenglegt glæsihýsi sem var byggt árið 1936 og stofnunin því verið þar til húsa frá upphafi. Stærðarinnar súlur taka á móti manni og leiða mann inn í bjart rými þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts, og stórfengleiki Sovétríkjanna fyrir heimsstyrjöld er bersýnilegur. Nýjasta viðbótin er ekki eins mikilfengleg: kassalaga grá bygging úr ódýrum efnum og með kassalaga gluggum. Gráir tónar ráða ríkjum í anda hagnýts brútalisma.

Gangar Filatov-stofnunarinnar endurspegla ólík tímabil í sögu Sovétríkjanna en það er þó einhver hlýja sem umlykur allt. Gangurinn er blómum prýddur, steingerðar kanínur í laumi á milli trjáa í garðinum fyrir börn að finna í feluleik. Brosmilt starfsfólkið hefur boðið fólk velkomið svo áratugum skiptir og hér er hárgreiðslustofa og skurðstofa, kapella og apótek.

Athugasemdir (1)