Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alvotech hrynur í verði í fyrstu viðskiptum – Markaðsvirðið niður um tugi milljarða

Synj­un banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi fyr­ir AVT02 líf­tækni­hlið­stæð­una í Banda­ríkj­un­um sem Al­votech ætl­aði að hefja mark­aðs­setn­ingu á fyr­ir mitt ár hef­ur orskað­að verð­hrun á bréf­um í fé­lag­inu.

Alvotech hrynur í verði í fyrstu viðskiptum – Markaðsvirðið niður um tugi milljarða
Forstjóri Róbert Wessman hringir inn viðskipti með bréf í Alvotech í desember síðastliðnum, eftir að félagið færði sig yfir á Aðalmarkað Kauphallar Íslands. Virðið hefur rokið upp síðan þá, og Alvotech orðið verðmætasta félagið á markaðnum. Mynd: Nasdaq Iceland

Gengi bréfa í Alvotech lækkaði um tæplega 22 prósent frá því að íslenska kauphöllin opnaði í morgun. Í lok dags í gær var markaðsvirði félagsins 528 milljarðar króna en var komið niður í 414 milljarða króna um klukkan tíu í morgun. Það hafði þá lækkað um 114 milljarða króna í fyrstu viðskiptum dagsins. Staðan hefur aðeins skánað síðan þá, en hlutabréfin í Alvotech hafa samt sem áður lækkað um 15,9 prósent það sem af er degi. Það þýðir að þau hafa misst vel yfir 80 milljarða króna af markaðsvirði sínu síðan í gær.

Ástæðan er einföld: skömmu eftir miðnætti í nótt greindi Alvotech frá því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefði tilkynnt félaginu að eftirlitið geti ekki veitt félagið markaðsleyfi fyrir AVT02, sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Humira er sölu­hæsta lyf heims, en langstærsti hluti sölunnar fer fram á Bandaríkjamarkaði, eða um 85 prósent. Þar selst lyfið fyrir um 17 millj­arða dala á ári, eða um 2.300 milljarða króna. 

Í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér 22. desember í fyrra, þar sem greint var frá því að banda­ríska lyfja­eft­ir­litið hefði stað­fest að fram­lögð gögn hefði sýnt að kröfur um útskipti­leika AVT02 væru upp­fyllt­ar var boðað að ákvörðun um veitingu markaðsleyfis myndi liggja fyrir 13. apríl 2023. Þann dag hækkuðu hlutabréf í Alvotech um 30 prósent. 

Ætluðu að skila hagnaði á síðari hluta ársins

Alvotech, sem tapaði um 70 milljörðum króna á síðasta ári, hefur stefnt að því að skila hagnaði á seinni hluta þessa árs. Þau áform tóku mið af því að félagið gæti hafið markaðssetningu á AVT02 1. júlí næstkomandi. Eftir tíðindi næturinnar eru þau áform í uppnámi. 

Í ársreikningi Alvotech vegna ársins 2022 segir að í lok síðasta árs hafi félagið átt 66,4 milljónir dala, um 9,5 milljarða króna miðað við árslokagengi Bandaríkjadals, í lausu fé. Án frekari fjármögnunar hefði Alvotech því ekki átt aðgengilega fjármuni til að starfa lengi á árinu 2023. Félagið hefur hins vegar verið duglegt að sækja sér slíka fjármuni á undanförnum mánuðum, á grundvelli áforma um að skila hagnaði á síðari hluta yfirstandandi árs.

Á meðal þeirra sem hafa fjárfest í félaginu eru hópur innlendra fjárfesta sem keypti hlutabréf í Alvotech fyrir 19,5 milljarða króna í janúar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu um þriðjung þeirra bréfa sem seld voru. Það þýðir að þeir hafi keypt bréf fyrir yfir sex milljarða króna. 

Bréf allra félaga sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallar Íslands sem búið er að eiga viðskipti með í dag hafa lækkað í virði, að Nova undanskildu sem hefur hækkað um 1,72 prósent. Kauphöllin opnaði því eldrauð í morgunsárið. Ástæða þess að virði bréfa í Nova hefur hækkað er sú að stærsti einstaki hluthafinn í félaginu, Nova Acquisition Holding ehf., sem átti 11,1 prósent hlut, seldi hann allan fyrir rúmlega tvo milljarða króna. Félagið er í eigu Pt. Capital frá Alaska, en framkvæmdastjóri þess, Hugh Short, var felldur úr stjórn Nova á síðasta aðalfundi félagsins. Hann hafði verið stjórnarformaður og sóttist eftir endurkjöri. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár