Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alvotech hrynur í verði í fyrstu viðskiptum – Markaðsvirðið niður um tugi milljarða

Synj­un banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi fyr­ir AVT02 líf­tækni­hlið­stæð­una í Banda­ríkj­un­um sem Al­votech ætl­aði að hefja mark­aðs­setn­ingu á fyr­ir mitt ár hef­ur orskað­að verð­hrun á bréf­um í fé­lag­inu.

Alvotech hrynur í verði í fyrstu viðskiptum – Markaðsvirðið niður um tugi milljarða
Forstjóri Róbert Wessman hringir inn viðskipti með bréf í Alvotech í desember síðastliðnum, eftir að félagið færði sig yfir á Aðalmarkað Kauphallar Íslands. Virðið hefur rokið upp síðan þá, og Alvotech orðið verðmætasta félagið á markaðnum. Mynd: Nasdaq Iceland

Gengi bréfa í Alvotech lækkaði um tæplega 22 prósent frá því að íslenska kauphöllin opnaði í morgun. Í lok dags í gær var markaðsvirði félagsins 528 milljarðar króna en var komið niður í 414 milljarða króna um klukkan tíu í morgun. Það hafði þá lækkað um 114 milljarða króna í fyrstu viðskiptum dagsins. Staðan hefur aðeins skánað síðan þá, en hlutabréfin í Alvotech hafa samt sem áður lækkað um 15,9 prósent það sem af er degi. Það þýðir að þau hafa misst vel yfir 80 milljarða króna af markaðsvirði sínu síðan í gær.

Ástæðan er einföld: skömmu eftir miðnætti í nótt greindi Alvotech frá því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefði tilkynnt félaginu að eftirlitið geti ekki veitt félagið markaðsleyfi fyrir AVT02, sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Humira er sölu­hæsta lyf heims, en langstærsti hluti sölunnar fer fram á Bandaríkjamarkaði, eða um 85 prósent. Þar selst lyfið fyrir um 17 millj­arða dala á ári, eða um 2.300 milljarða króna. 

Í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér 22. desember í fyrra, þar sem greint var frá því að banda­ríska lyfja­eft­ir­litið hefði stað­fest að fram­lögð gögn hefði sýnt að kröfur um útskipti­leika AVT02 væru upp­fyllt­ar var boðað að ákvörðun um veitingu markaðsleyfis myndi liggja fyrir 13. apríl 2023. Þann dag hækkuðu hlutabréf í Alvotech um 30 prósent. 

Ætluðu að skila hagnaði á síðari hluta ársins

Alvotech, sem tapaði um 70 milljörðum króna á síðasta ári, hefur stefnt að því að skila hagnaði á seinni hluta þessa árs. Þau áform tóku mið af því að félagið gæti hafið markaðssetningu á AVT02 1. júlí næstkomandi. Eftir tíðindi næturinnar eru þau áform í uppnámi. 

Í ársreikningi Alvotech vegna ársins 2022 segir að í lok síðasta árs hafi félagið átt 66,4 milljónir dala, um 9,5 milljarða króna miðað við árslokagengi Bandaríkjadals, í lausu fé. Án frekari fjármögnunar hefði Alvotech því ekki átt aðgengilega fjármuni til að starfa lengi á árinu 2023. Félagið hefur hins vegar verið duglegt að sækja sér slíka fjármuni á undanförnum mánuðum, á grundvelli áforma um að skila hagnaði á síðari hluta yfirstandandi árs.

Á meðal þeirra sem hafa fjárfest í félaginu eru hópur innlendra fjárfesta sem keypti hlutabréf í Alvotech fyrir 19,5 milljarða króna í janúar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu um þriðjung þeirra bréfa sem seld voru. Það þýðir að þeir hafi keypt bréf fyrir yfir sex milljarða króna. 

Bréf allra félaga sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallar Íslands sem búið er að eiga viðskipti með í dag hafa lækkað í virði, að Nova undanskildu sem hefur hækkað um 1,72 prósent. Kauphöllin opnaði því eldrauð í morgunsárið. Ástæða þess að virði bréfa í Nova hefur hækkað er sú að stærsti einstaki hluthafinn í félaginu, Nova Acquisition Holding ehf., sem átti 11,1 prósent hlut, seldi hann allan fyrir rúmlega tvo milljarða króna. Félagið er í eigu Pt. Capital frá Alaska, en framkvæmdastjóri þess, Hugh Short, var felldur úr stjórn Nova á síðasta aðalfundi félagsins. Hann hafði verið stjórnarformaður og sóttist eftir endurkjöri. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár