Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Losun eykst frá íslenska hagkerfinu

Veru­lega dró úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda á Covid-19 tíma­bil­inu en síð­an hef­ur hún auk­ist tölu­vert. Los­un­in í fyrra var á pari við ár­ið 2019. Mikla aukn­ingu í los­un frá sjáv­ar­út­vegi má rekja til stórr­ar loðnu­ver­tíð­ar og skorts á raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja

Losun eykst frá íslenska hagkerfinu
Loðna, bræðslur og akstur Stór loðnuvertíð hafði þau áhrif að losun jókst verulega í sjávarútvegi á síðasta ári. Þá hefur mengun frá akstri Íslendinga aldrei verið meiri. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Losun á gróðurhúsalofttegundum frá hagkerfi Íslands jókst verulega á síðasta ári miðað við árið á undan og var sambærileg og losunin árið 2019. Verulega dró úr losun það ár og hið næsta, og hélst sá samdráttur að mestu árið 2021. Skýringar þar á má fyrst og fremst rekja til Covid-19 faraldursins.

Þetta má sjá úr tölum sem Hagstofan hefur birt. Heildarlosun frá hagkerfinu nam, samkvæmt áætlun, 6.650 kílótonnum koltvíefnis ígilda, á síðasta ári. Árið 2021 var losunin aftur á móti tæp 5.500 kílótonn.

Gögn Hagstofunnar ná aftur til ársins 1995 og má sjá að stígandi hefur verið í losun gróðurhúsalofttegunda allt frá því ári og til ársins 2018. Árið 1995 var losunin tæp 4.000 kílótonn en fór hæst í 7.500 kílótonn árið 2018. Frá árinu 2019 má sjá fall í losun og fór hún lægst árið 2020, í 5.300 kílótonn. Ástæðan er eins og fyrr segir Covid-19 faraldurinn og samdráttur í efnahagslífinu sem fylgdi. Svipað mynstur má sjá eftir efnahagshrunið 2008. Árið 2008 nam losun frá hagkerfinu tæpum 6.000 kílótonnum og hafði þá aldrei verið meiri. Næstu þrjú ár, í eftirleik fjármálahrunsins, dró úr losun og árið 2011 var hún 5.300 kílótonn en fór svo vaxandi á nýjan leik.

Loðna og akstur skýra aukningu

Í tölum Hagstofunnar má meðal annars sjá að losun vegna aksturs einkabíla var árið 2022 606 kílótonn. Er það mesta losun í þeim flokki frá árinu 1995. Því virðist ekki sem síaukið hlutfall rafbíla eða nýorkubíla af nýjum bílum seldum á landinu dugi til að draga úr losun frá akstri. Á síðasta ári voru um 16.700 fólksbílar nýskráðir hér á landi og af þeim voru um 5.600 rafmagnsbílar.

„Það er hægt að sjá í mánaðargögnum hvernig losun eykst gríðarlega á meðan á loðnuverðtíðinni stóð“
Þorsteinn Aðalsteinsson
sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands

Þá sést líka að mikil aukning varð í losun á gróðurhúsalofttegundum frá útgerð og fiskvinnslu á síðasta ári miðað við árið 2021. Á síðasta ári er áætlað að losunin hafi numið 746 kílótonnum samanborið við 542 kílótonn árið 2021. Á þessu er einföld skýring, aukin loðnuveiði á síðasta ári og vöntun á raforku, sem aftur olli því að keyra þurfti fiskimjölsverksmiðjur með olíu.

„Það varð gríðarleg aukning á löndun á loðnu og loðnuskip, þó þau séu uppsjávarskip, eru orkufrek. Það er hægt að sjá í mánaðargögnum hvernig losun eykst gríðarlega á meðan á loðnuverðtíðinni stóð. Á sama tíma var skortur á raforku fyrir bræðslurnar til þess að þær losuðu miklu meira en annars hefði verið,“ segir Þorsteinn Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni.

Hagstofan byggir sína tölfræði á gögnum frá Umhverfisstofnun en safnar einnig gögnum sjálf. Um mismunandi útreikninga er að ræða hjá stofnununum tveimur, þó báðir séu réttir. Umhverfisstofnun tekur saman losun frá íslensku landsvæði en Hagstofan frá íslensku hagkerfi. Það þýðir, í síðarnefnda tilvikinu, að Hagstofan tekur saman tölur um losun frá Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum, hvar sem er í heiminum. Þannig tekur bókhald Hagstofunnar til íslenskra ferðamanna erlendis, til starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, til losunar fiskiskipa og farskipa í alþjóðasiglingum og til losunar íslenskra flugfélaga. Hins vegar tekur Umhverfisstofnun saman losun sem verður á Íslandi eða í íslenskri lögsögu, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar sem eru ábyrgir fyrir henni.

Bókhald Umhverfisstofnunar tekur til þeirra þátta sem Ísland ber ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum sínum, auk þess sem stofnunin færir einnig til bókar losun sem verður vegna landnotkunar, breytinga á landnotkun og skógrækt. Síðastnefndu þættirnir koma ekki fram í tölum Hagstofunnar þar eð land sem slíkt telst ekki hluti hagkerfisins. Sömuleiðis kemur losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið eða þegar erlend fiskiskip veiða í íslenskri lögsögu ekki fram í bókhaldi Hagstofunnar. Hagstofan skilar sínu bókhaldi til Eurostat og hefur Evrópuþingið tekið mið af þeim útreikningum við lagasetningar, á meðan að Umhverfisstofnun skilar sínu bókhaldi til Sameinuðu þjóðanna.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár