Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Heimili og atvinnufyrirtæki minnkað stöðu sína í verðbréfasjóðum um tugi milljarða

Á 14 mán­aða tíma­bili voru inn­lausn­ir úr ís­lensk­um verð­bréfa­sjóð­um 122 millj­örð­um krón­ur um­fram það sem fjár­fest­ar keyptu í sjóð­un­um. All­ir hluta­bréfa­sjóð­ir eru með veru­lega nei­kvæða ávöxt­un síð­ast­lið­ið ár.

Heimili og atvinnufyrirtæki minnkað stöðu sína í verðbréfasjóðum um tugi milljarða
Erfiðir tímar Hlutabréf í mörgum félögum féllu nokkuð skarpt í virði á síðasta ári. Á sama tíma hefur fjármagn orðið dýrara vegna hækkunar vaxta. Mynd: Pexel

Í fyrra keyptu fjárfestar hlutdeildarskírteini í íslenskum verðbréfasjóðum, bæði þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og hlutabréfum, fyrir um 470 milljarða króna. Slíkir leystu hins vegar 566 milljarða króna út úr sjóðunum á sama tíma. Á árinu 2022 voru innlausnir því 94 milljörðum krónum meiri en sala á hlutdeildarskírteinum. 

Það sem af er þessu ári hefur þessi þróun haldið áfram. Í janúar og febrúar voru seld hlutdeildarskírteini í íslenskum verðbréfasjóðum fyrir rúma 56 milljarða króna, en 82 milljarðar króna teknir út úr þeim. Á 14 mánuðum hafa því innlausnir verið 122 milljörðum krónum umfram það sem keypt í sjóðunum. 

Þetta má lesa út úr hagtölum sem birtar voru nýverið á vef Seðlabanka Íslands.

Neikvæð afkoma hjá hlutabréfasjóðum

Í kjölfar þess að kórónuveirufaraldurinn skall á gripu stjórnvöld á Íslandi, og víðar um heim, til ýmissa aðgerða til að örva eignamarkaði. Hlutabréf ruku upp í virði í kjölfarið og í mörgum löndum, meðal annars á Íslandi, varð til bóla á íbúðamarkaði. Afleiðingin varð meðal annars sú að hlutabréf í öllum félögunum sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands hækkuðu á árinu 2021. Alls hækkaði heildarvísitala hlutabréfanna um 40,2 prósent. 

Í fyrra versnuðu aðstæður, verðbólga fór að láta á sér kræla og fjármagn út um allan heim varð dýrara. Alls hækk­uðu bréf í níu félögum sem skráð eru á Aðal­markað en lækk­uðu í 14 félög­um. Heildarvísitalan lækkaði um 17 prósent. 

Þessi kúvending hafði áhrif á áhuga fjárfesta á því að eiga í innlendum hlutabréfasjóðum. Frá miðju ári 2020 og fram í janúar í fyrra höfðu fjárfestar keypt hlutdeildarskírteini í slíkum sjóðum fyrir tæplega 82 milljarða króna, en innlausnir á sama tímabili voru einungis um 38 milljarðar króna. Því voru seld hlutdeildarskírteini fyrir 44 milljörðum krónum meira en það sem tekið var út úr sjóðunum á þessu tímabili. 

Síðastliðið ár hefur þessi staða snúist algjörlega við. Á vef Keld­unnar má sjá 12 mán­aða ávöxtun 16 íslenskra hluta­bréfa­sjóða. Þar kemur fram að þeir hafi allir skilað neikvæðri afkomu síðastliðið ár, á bilinu -8,23 til -16,51 prósent. 

Þeir sem eiga í sjóð­unum þurfa samt sem áður að greiða þókn­anir til þeirra, sem í flestum til­fellum eru hlut­falls­lega hærri en gengur og ger­ist alþjóð­lega. Frá byrjun febrúar 2022 og til loka febrúar síðastliðins voru seld hlutdeildarskírteini fyrir rúmlega 22 milljarða króna. Á sama tíma seldu fjárfestar hlutdeildarskírteini í sjóðunum fyrir 34 milljarða króna. 

Heimili og atvinnufyrirtæki minnka stöðu sína

Þegar eig­endur hlut­deild­ar­skír­teina í öllum sjóð­um, jafnt skulda­bréfa- og hluta­bréfa­sjóð­um, eru skoð­aðir þá kemur í ljós að það eru tveir hópar eig­enda sem hafa bætt við sig hlut­deild­ar­skír­teinum og hluta­bréfum í verð­bréfa­sjóðum umfram aðra hópa frá byrjun síðasta árs. 

Þar ber fyrst að nefna fjár­mála­geirann sem átti rúmlega 537 millj­arða króna í íslenskum verð­bréfa­sjóðum í lok febrúar. Það er um 22 millj­örðum krónum meira en þeir áttu í lok jan­ú­ar 2022, en bankar eru eig­endur stærstu sjóðstýringafyrirtækja lands­ins. Líf­eyr­is­sjóðir hafa hlut­falls­lega bætt mestu við sig og áttu hlutdeildarskírteini í íslenskum sjóðum fyrir 295 millj­arða króna í lok febrúar. Það er 28 millj­örðum krónum meira en þeir áttu í jan­ú­ar 2022. 

Á sama tíma hafa atvinnu­fyr­ir­tæki og heim­ili lands­ins minnkað eignir sínar í sjóð­un­um. Atvinnufyrirtækin áttu fyrir 138 milljarða króna í sjóðum í lok febrúar sem er 28 milljörðum krónum minna en rúmu ári áður. Heimilin áttu hlutdeildarskírteini up á 308 milljarða króna í febrúar 2023 sem er 28 milljörðum króna minna en þau áttu þrettán mánuðum fyrr. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár