Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Afkoman næstum þrefaldaðist og Guðmundur fær fimm milljarða í arð

Stærsti eig­andi sjáv­ar­út­vegsris­ans Brims er út­gerð sem seldi Brim afla­heim­ild­ir sem metn­ar eru á tíu millj­arða króna á síð­asta ári. Út­gerð­in heit­ir Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur og Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, á allt hluta­féð í henni.

Afkoman næstum þrefaldaðist og Guðmundur fær fimm milljarða í arð
Eigandi Guðmundur Kristjánsson á allt hlutafé í þeim félögum sem eiga Útgerðarfélag Reykjavíkur. Arðgreiðslur renna því til hans. Mynd: mbl/Kristinn Magnússon

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að öllu leyti í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hagnaðist um 72,3 milljónir evra á síðasta ári, eða 10,3 milljarða króna miðað við meðalgengi ársins 2022. Heildarafkoman var næstum því þrisvar sinnum betri en árið 2021, þegar hún nam 25,3 milljónum evra. 

Á grundvelli þessarar afkomu lagði stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur til að 35 milljónir evra, um fimm milljarðar króna, yrðu greiddar út í arð til félaga Guðmundar sem eiga allt hlutaféð í útgerðinni. Það er umtalsvert hærri upphæð en greidd var út til hans í arð árin á undan, en árið 2021 nam arðgreiðslan 13 milljónum evra og árið 2020 var hún 3,2 milljónir evra. Í evrum talið, en það er uppgjörsmynt Útgerðarfélags Reykjavíkur, þá var arðgreiðslan vegna síðasta árs 130 prósent hærri en samanlögð arðgreiðsla áranna tveggja sem komu á undan.

Þetta má lesa úr samstæðureikningi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem birtur hefur verið á heimasíðu útgerðarinnar. Honum hefur þó ekki enn verið skilað inn til ársreikningaskráar.

Eignarhlutur í Brim ekki bókfærður á markaðsvirði

Eigið fé útgerðarinnar var metið á 308,4 milljónir evra í lok síðasta árs, en miðað við árslokagengi evru eru það 46,7 milljarðar króna. Fyrir liggur þó að eigið féð er vanmetið. Þannig er samanlagður eignarhluti Útgerðarfélags Reykjavíkur, og dótturfélags þess RE-13 ehf., í Brimi, sem er skráð er á hlutabréfamarkað, 44,42 prósent. Eignarhluturinn í Brimi er bókfærður á 300,3 milljónir evra, um 42,7 milljarða króna. Samkvæmt því mati er eignarhluturinn um 62 prósent af efnahagsreikningi samstæðunnar og nær allt eigið fé hennar.  

Í ársreikningnum kemur hins vegar fram að skráð markaðsverð hlutarins hafi numið 513,6 milljónum evra á reikningsskiladegi, sem var 29. mars síðastliðinn. Ef miðað er við meðalgengi evru á síðasta ári eru það 73 milljarðar króna. Því væri hægt að selja hlut Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi fyrir um 30 milljörðum krónum meira en hann er bókfærður á ef sú sala færi fram á markaðsvirði hlutarins. 

Aflaheimildir samstæðunnar eru bókfærðar á 79,4 milljónum evra, um tólf milljarða króna á árslokagengi evru, í lok síðasta árs og námu samkvæmt því um 16,5 prósent af efnahagsreikningi samstæðunnar.

Skuldir Útgerðarfélags Reykjavíkur hafa verið að lækka nokkuð hratt. Heildarskuldir samstæðunnar voru 171 milljónir króna, 25,9 milljarðar króna á árslokagengi evru, um síðustu áramót og höfðu þá lækkað næstum þriðjung milli ára. 

Seldu skip og kvóta til Brims í fyrra

Útgerðarfélag Reykjavíkur seldi í september 2022 frystitogarann Sólborgu RE-27 ásamt aflaheimildum sem námu samtals 0,26 prósent af heildarúthlutuðum þorskígildistonnun til nýstofnaðs dótturfélags síns, Sólborgar ehf. Í kjölfarið var gerður samningur um sölu á öllum hlutum Sólborgar ehf. til Brims. Í ársreikningnum segir: „Endanlega var gengið frá sölu félagins í desember. Söluhagnaður nam 43,6 milljónum evra og er framsettur meðal annarra rekstrartekna og söluhagnaðar í rekstrarreikningi félagsins.“ Miðað við árslokagengi evru var söluhagnaðurinn 6,6 milljarðar króna.

Í ársreikningum er heildarverðmæti togarans og aflaheimilda hans brotið niður. Þar kemur fram að aflaheimildirnar hafi verið langmestu verðmætin sem seld voru, en þær voru metnar á 68,7 milljónir evra, 10,4 milljarða króna á meðan að skip og vinnslubúnaður voru metin á þrjá milljarða króna. Brim tók hins vegar yfir langtímaskuldir upp á 12,3 milljarða króna í viðskiptunum.

Í ársreikningnum kemur einnig fram að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi selt skuldabréf fyrir 900 milljónir króna í janúar síðastliðnum, að það hafi haldið víxlaútboð í febrúar 2023 að fjárhæð 3,5 milljarða íslenskra króna og tekið lán frá viðskiptabanka að fjárhæð um 20 milljónir evra í byrjun árs 2023. 

Í janúar 2023 fjárfesti félagið í 75 prósent eignarhlut í Premium of Iceland ehf. fyrir 300 milljónir íslenskra króna, en það félag rekur fiskvinnslu og sölustarfsemi á íslenskum sjávarafurðum á erlendum mörkuðum. Þar segir enn fremur að dótturfélagið RE-13 ehf. hafi greitt „upp allar skuldir við viðskiptabanka sinn í janúar 2023 að fjárhæð um 20,4 milljónum evra að viðbættum áföllnum vöxtum og uppgreiðslugjaldi.“ Umreiknað í íslenskar krónur er um að ræða um 3,1 milljarð króna. 

Alls störfuðu 94 starfsmenn hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur í fyrra. Heildarlaunagreiðslur samstæðunnar námu 23,5 milljónum evra, sem eru 3.344 milljónir króna miðað við meðalgengi evru í fyrra. Það þýðir að hver og einn starfsmaður var að meðaltali með um 250 þúsund evrur í laun hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Það er um 75 þúsund evrum meira en þeir höfðu að meðaltali árið áður. Heildarlaunin hvers og eins starfsmanns á árinu 2022 að meðaltali voru því 35,6 milljónir króna, eða tæplega þrjár milljónir króna á mánuði miðað við meðalgengi evru á því ári. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Hvað með það þótt einhver Jón einhversstaðar græði einhverjar milljónir hef nú litlar áhyggjur af þvi
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða hefur þjóðin fullt óskorðað eignarhald á aflaheimildum = aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkrefjanlegt forræði yfir aflaheimildum. Aðgengi að sameiginlegri sjávar-auðlind er AFNOTARÉTTUR ekki EIGNARÉTTUR, þess vegna þarf að sækja þessa fjármuni í gegnum dómstóla, ef Guðmundur í Brim skilar ekki þessum fjármunum sjálfviljugur til ríkissjóðs/almennings.
    Hvar eru lögfræðingarnir ? Hvar eru Alþingismenn ?
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Auðsjáanlega afar fær rekstrarmaður, Guðmundur. Væri örugglega maður til að borga eðlilegt afgjald fyrir afnot af auðlynd þjóðarinnar.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ógeð!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár