Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1106. spurningaþraut: Hvað át Gullbrá?

1106. spurningaþraut: Hvað át Gullbrá?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fugl er þar í fangi manns?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað var millinafn Elvisar Presley?

2.  Hvaða sterka áfengistegund ber nafn sem þýðir í raun og veru „litla vatn“ í tilteknum tungumálahópi?

3.  Hvað heitir fjölmennasta borgin í Ástralíu?

4.  En sú næst fjölmennasta?

5.  En bittinú — hvað heitir þriðja fjölmennasta borgin í Ástralíu?!

6.  Hvað át Gullbrá frá björnunum þremur?

7.  Hvaða kallar Japanir land sitt?

8.  Árið 1940 hafði allt samband milli Bandaríkjanna og Þýskalands rofnað vegna heimstyrjaldarinnar sem þá var skollin á. Þýska Coca Cola-félagið fékk þá ekki lengur hráefni í svaladrykkinn vinsæla. Þá hóf félagið framleiðslu á sínum eigin svaladrykk og náði hann seinna miklum vinsældum víða um heim, þ.á.m. hér. En þarna 1940 var efnt til samkeppni meðal starfsmanna um nafn á nýja gosdrykkinn. Starfsmönnunum var uppálagt að sleppa ímyndunaraflinu lausu. Sigurvegari í keppninni stakk upp á að nefna drykkinn ... hvað?

9.  Hvaða íslenska skáldsaga hefst á þessa leið: „Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er [XXX]. Ég er gamall              nei nei

10.  Hver skrifaði skáldsöguna Hvunndagshetjan?

***

Aukaspurning 2:

Hver er hljómsveitin á myndinni? Svo fáiði rokkstig fyrir að þekkja nöfnin á ÖLLUM FJÓRUM.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aron.

2.  Vodka.

3.  Melbourne. Tilkynnt var með pompi og prakt í síðasta mánuði að hún væri orðin fjölmennasta borg Ástralíu. Sjá hér!

4.  Sydney.

5.  Brisbane.

6.  Hafragraut.

7.  Nippon.

8.  Fanta.

9.  Tómas Jónsson metsölubók.

10.  Auður Haralds.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er albatross.

Á neðri myndinni er hljómsveitin Purrkur Pillnik: Einar Örn, Ásgeir Bragason, Friðrik Erlingsson og Bragi Ólafsson.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Hann var búinn að öskra á hjálp
6
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár