Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1106. spurningaþraut: Hvað át Gullbrá?

1106. spurningaþraut: Hvað át Gullbrá?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fugl er þar í fangi manns?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað var millinafn Elvisar Presley?

2.  Hvaða sterka áfengistegund ber nafn sem þýðir í raun og veru „litla vatn“ í tilteknum tungumálahópi?

3.  Hvað heitir fjölmennasta borgin í Ástralíu?

4.  En sú næst fjölmennasta?

5.  En bittinú — hvað heitir þriðja fjölmennasta borgin í Ástralíu?!

6.  Hvað át Gullbrá frá björnunum þremur?

7.  Hvaða kallar Japanir land sitt?

8.  Árið 1940 hafði allt samband milli Bandaríkjanna og Þýskalands rofnað vegna heimstyrjaldarinnar sem þá var skollin á. Þýska Coca Cola-félagið fékk þá ekki lengur hráefni í svaladrykkinn vinsæla. Þá hóf félagið framleiðslu á sínum eigin svaladrykk og náði hann seinna miklum vinsældum víða um heim, þ.á.m. hér. En þarna 1940 var efnt til samkeppni meðal starfsmanna um nafn á nýja gosdrykkinn. Starfsmönnunum var uppálagt að sleppa ímyndunaraflinu lausu. Sigurvegari í keppninni stakk upp á að nefna drykkinn ... hvað?

9.  Hvaða íslenska skáldsaga hefst á þessa leið: „Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er [XXX]. Ég er gamall              nei nei

10.  Hver skrifaði skáldsöguna Hvunndagshetjan?

***

Aukaspurning 2:

Hver er hljómsveitin á myndinni? Svo fáiði rokkstig fyrir að þekkja nöfnin á ÖLLUM FJÓRUM.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aron.

2.  Vodka.

3.  Melbourne. Tilkynnt var með pompi og prakt í síðasta mánuði að hún væri orðin fjölmennasta borg Ástralíu. Sjá hér!

4.  Sydney.

5.  Brisbane.

6.  Hafragraut.

7.  Nippon.

8.  Fanta.

9.  Tómas Jónsson metsölubók.

10.  Auður Haralds.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er albatross.

Á neðri myndinni er hljómsveitin Purrkur Pillnik: Einar Örn, Ásgeir Bragason, Friðrik Erlingsson og Bragi Ólafsson.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár