Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?
***
Aðalspurningar:
1. „W Szczebrzeszynie chrząszcz brzmi w trzcinie.“ Þetta mun vera fræg framburðarþraut í tungumáli einu, ekki ósvipað og „Stebbi stóð á ströndu, var að troða strý ...“ á íslensku. En í hvaða tungumáli?
2. Í hvaða hafi eru Fiji-eyjar?
3. Hvað kallast barómeter á vandaðri íslensku?
4. Í hvernig formi er vatn þéttast: sem ís, vökvi eða gufa?
5. Á milli hvaða svæða á landinu er Brattabrekka?
6. Hver lék Michael Corleone í myndunum um Guðföðurinn?
7. Í Mesópótamíu voru nokkur helstu og elstu menningarríki fornaldar. Mesópótamía samsvarar nokkurn veginn hvaða nútímaríki?
8. En hvað þýðir orðið Mesópótamía?
9. Í hvaða landi er lengsta samfellda girðing í heimi, 5.816 kílómetra löng?
10. Hver er fjölmennasta borgin á Indlandi?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er karl þessi?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Pólsku.
2. Kyrrahafi.
3. Loftvog.
4. Vökvi.
5. Borgarfjarðar og Dalanna.
6. Al Pacino.
7. Írak.
8. Landið milli ánna.
9. Í Ástralíu. Hún á að halda villihundum, dingóum, frá suðausturhluta landsins.
10. Mumbaí, áður Bombay.
***
Svör við aukaspurningum:
Efra skjáskotið er úr Vertigo eftir Hitchcock.
Neðri myndin er af Magnusi Carlsen stórmeistara í skák.
Athugasemdir