Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1101. spurningaþraut: „Í kvöld lýkur vetri ...“ og hvað svo?

1101. spurningaþraut: „Í kvöld lýkur vetri ...“ og hvað svo?

Fyrri aukaspurning:

Persónan hér að ofan kom fyrst fram á sjónarsviðið 1. maí 1999 og heitir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár var fyrsta fyrsta maí ganga á Íslandi? Muna má einu ári.

2.   Í dag heldur upp á 69 ára afmæli sitt bandarískur tónlistarmaður sem er frægastur fyrir lag sem hann samdi í víðfræga kvikmynd árið 1984 og báru lagið og kvikmyndin sama nafn. Þetta var mynd um yfirnáttúruleg efni en þó fyrst og fremst hneggjandi grínmynd. Tónlistarmaðurinn heitir Ray Parker jr. en hvað heitir lagið?

3.  „En í kvöld lýkur vetri / sérhvers vinnandi manns, / og á morgun ...“ Hvað gerist á morgun?

4.  Á þessum degi 1995 voru forsetakosningar í Frakklandi og nýr maður var kjörinn forseti. Hann gegndi svo embættinu samfleytt til 2007. Hvað hét hann?

5.  Á þessum degi 2004 gengu hvorki fleiri né færri en tíu ríki í Evrópusambandið. Þar á meðal var eitt fyrrum Júgóslavíuríki. Hvaða ríki var það?

6.  Á þessum degi 1961 var eyríki eitt lýst sósíalískt lýðveldi og lýðræðislegar kosningar afnumdar. Hvaða ríki var það?

7.  Það var raunar ekki 1. maí, heldur fyrsta apríl árið 2002 sem andaðist hér á landi frægur útvarpsmaður, djassgeggjari og pólitískur baráttumaður utarlega á vinstri vængnum. Hvað hét hann?

8.  Á þessum degi árið 1945 svipti kona nokkur sig lífi eftir að hafa áður unnið það grimmdarverk að myrða sex börn sín. Hvað hét þessi kona? Eftirnafn hennar dugar.

9.  Á þessum degi 1899 fæddist tónskáld og síðar var gerð kvikmynd um ævi þess sem nefndist Tár úr steini. Hvað hét tónskáldið?

10.  Á þessum degi árið 1486 gekk sjómaður að nafni Kristófer Kólumbus fyrir drottningu eina á Spáni og kynnti henni hugmyndir sínar um að finna nýja siglingaleið til Kína með því að sigla í vestur yfir Atlantshafið. Hvað hét þessi drottning?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi ánægði karl myndi í dag halda upp á 138 ára afmælið sitt ef hann væri enn á lífi. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  1923. Rétt telst því 1922-1924.

2.  Ghostbusters. Parker var reyndar sakaður um að hafa stolið laginu frá Huey Lewis and the News og var að lokum gerð sátt í því máli.

3.  „... skín maísól.“

4.  Chirac.

5.  Slóvenía.

6.  Kúba.

7.  Jón Múli Árnason.

8.  Hún hét Magda Goebbels. Eiginmaður hennar Josef svipti sig einnig lífi.

9.  Jón Leifs.

10.  Ísabella.

***

Svör við aukaspurningum:

Svampur Sveinsson er á fyrri myndinni.

Á þeirri seinni er Jónas Jónsson frá Hriflu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár