Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

Þema dagsins er Kanada.

Fyrri aukaspurning: Hvaða kanadísku konu má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða borg í Kanada varð þungamiðja Íslendingabyggðar þar á ofanverðri 19. öld og er raunar enn?

2.  Hvað er merkilegt við staðinn L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi?

3.  Um þessar mundir eru tvær konur líklega frægustu rithöfundar Kanada. Önnur skrifaði vísindaskáldsögu eða öllu heldur framtíðarspá sem varð metsölubók. Ekki dró úr vinsældum bókarinnar þegar feykivinsæl sjónvarpssería var gerð eftir bókinni. — Hin fékk Nóbelsverðlaun 2013, fyrst kanadískra höfunda, og er einkum fræg fyrir smásögur. Nefnið aðra þessara kvenna. Ef þið hafið bæði nöfnin rétt, þá fæst aukastig.

4.  Hvað heitir svo höfuðborgin í Kanada?

5.  Á fána Kanada er laufblað. Af hvaða tré er það laufblað?

6.  Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sonur karls sem einnig gegndi sama embætti. Hvað hét pabbinn að fornafni?

7.  Hvað heitir stærsti flóinn við Kanada?

8.  Nelly Furtado — k.d.lang — Avril Levigne — Joni Mitchell — Alanis Morrisette — Taylor Swift — Shania Twain. Hver af þessum söngkonum er EKKI kanadísk? Tekið skal fram að það gildir um aðeins eina þeirra.

9.  Mikill fjöldi eyja tilheyrir Kanada. Hvað heitir sú stærsta?

10.  Hversu margir eru íbúar Kanada nokkurn veginn? Eru þeir 10 milljónir — 40 milljónir — 70 milljónir — eða 110 milljónir?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fyrir miðju þriðju fjölmennustu borg Kanada úr lofti. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Winnipeg.

2.  Þar hafa fundist rústir af byggð norrænna manna.

3.  Atwood er sú fyrri (skrifaði Sögu þernunnar), Munro sú síðari og fékk Nóbelsverðlaunin.

4.  Ottawa.

5.  Hlynur.

6.  Pierre.

7.  Hudson.

8.  Taylor Swift er ekki kanadísk.

9.  Baffinsland.

10.  40 milljónir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Celine Dion.

Á neðri mynd er Vancouver.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár