Fyrri aukaspurning:
Hver er konan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða flugfélag með bækistöðvar á Akureyri hætti ferðum í byrjun apríl?
2. Jóhanna Sigurðardóttir var upphaflega kosin á þing fyrir ... hvaða flokk?
3. Albert Uderzo og René Goscinny sköpuðu frægar teiknimyndapersónur. Hvað hét sú allra frægasta?
4. Hvað heitir leikstjóri Avatar-myndanna tveggja?
5. Hugmyndir borgarstjórnar Reykjavíkur um að leggja niður tiltekna stofnun hafa orðið afar umdeildar. Hvaða stofnun er um að ræða?
6. Hér eru þrír þéttbýlisstaðir á Íslandi í stafrófsröð: Grindavík, Húsavík, Siglufjörður. En hver er röð þessara staða eftir íbúafjölda (sá fjölmennasti fyrst)? Hafa verður röðina hárrétta til að fá stig.
7. Hvaða frægi rússneski rithöfundur var greifi að tign?
8. Hvað fæst Camilla Läckberg við í lífinu? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.
9. Hvað heitir sú fyrrum söngkona með Sextett Ólafs Gauks sem seinna sá lengi um þáttinn Óskastundina á Rás eitt? Skírnarnafnið dugar.
10. Cygnus X-1 er fyrirbæri sem fannst árið 1971. Þannig staðfestust trú og útreikningar margra, allt frá 18. öld, um að fyrirbæri af þessu tagi kynnu að vera til. Segja má að það hafi verið eðlisfræðingurinn Schwarzschild sem sýndi árið 1915 fram á að fyrirbæri af þessu tagi hlytu að vera til, þó tilvera þeirra sannaðist sem sagt ekki endanlega fyrr en löngu síðar. Hvað er Cygnus X-1?
***
Seinni aukaspurning:
Myndin hér að neðan er tekin í Bandaríkjunum árið 1959. Hver er konan fyrir miðri mynd. — Og svo fæst lárviðarstig fyrir að vita nafn konunnar vinstra megin á myndinni. Eftirnafn hennar nægir en lárvið með eikarlaufum fáiði ef þið þekkið skírnarnafn hennar líka.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Niceair.
2. Alþýðuflokkinn.
3. Asterix eða Ástríkur.
4. Cameron.
5. Borgarskjalasafnið.
6. Röðin er sú sama og stafrófsröðin: Grindavík, Húsavík, Siglufjörður.
7. Tolstoj.
8. Hún er glæpasagnahöfundur. Rithöfundur eitt og sér dugar ekki.
9. Svanhildur.
10. Svarthol, Black Hole.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er skáldið Gerður Kristný.
Á neðri myndinni er Eleanor Roosevelt fyrir miðri mynd. Hin konan er Nina Krustjova. Þið áttuð að láta ykkur það í hug þegar þið sáuð að karlinn var sovéski utanríkisráðherrann Gromyko. Myndin er tekin þegar Krustjov-hjónin voru ásamt fylgdarliði í heimsókn í Bandaríkjunum.
Athugasemdir