Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1099. spurningaþraut: Grindavík og Húsavík og Siglufjörður

1099. spurningaþraut: Grindavík og Húsavík og Siglufjörður

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða flugfélag með bækistöðvar á Akureyri hætti ferðum í byrjun apríl?

2.  Jóhanna Sigurðardóttir var upphaflega kosin á þing fyrir ... hvaða flokk?

3.  Albert Uderzo og René Goscinny sköpuðu frægar teiknimyndapersónur. Hvað hét sú allra frægasta?

4.  Hvað heitir leikstjóri Avatar-myndanna tveggja?

5.  Hugmyndir borgarstjórnar Reykjavíkur um að leggja niður tiltekna stofnun hafa orðið afar umdeildar. Hvaða stofnun er um að ræða?

6.  Hér eru þrír þéttbýlisstaðir á Íslandi í stafrófsröð: Grindavík, Húsavík, Siglufjörður. En hver er röð þessara staða eftir íbúafjölda (sá fjölmennasti fyrst)? Hafa verður röðina hárrétta til að fá stig.

7.  Hvaða frægi rússneski rithöfundur var greifi að tign? 

8.  Hvað fæst Camilla Läckberg við í lífinu? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

9.  Hvað heitir sú fyrrum söngkona með Sextett Ólafs Gauks sem seinna sá lengi um þáttinn Óskastundina á Rás eitt? Skírnarnafnið dugar.

10.  Cygnus X-1 er fyrirbæri sem fannst árið 1971. Þannig staðfestust trú og útreikningar margra, allt frá 18. öld, um að fyrirbæri af þessu tagi kynnu að vera til. Segja má að það hafi verið eðlisfræðingurinn Schwarzschild sem sýndi árið 1915 fram á að fyrirbæri af þessu tagi hlytu að vera til, þó tilvera þeirra sannaðist sem sagt ekki endanlega fyrr en löngu síðar. Hvað er Cygnus X-1?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er tekin í Bandaríkjunum árið 1959. Hver er konan fyrir miðri mynd. — Og svo fæst lárviðarstig fyrir að vita nafn konunnar vinstra megin á myndinni. Eftirnafn hennar nægir en lárvið með eikarlaufum fáiði ef þið þekkið skírnarnafn hennar líka.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Niceair.

2.  Alþýðuflokkinn.

3.  Asterix eða Ástríkur.

4.  Cameron.

5.  Borgarskjalasafnið.

6.  Röðin er sú sama og stafrófsröðin: Grindavík, Húsavík, Siglufjörður.

7.  Tolstoj.

8.  Hún er glæpasagnahöfundur. Rithöfundur eitt og sér dugar ekki.

9.  Svanhildur.

10.  Svarthol, Black Hole.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skáldið Gerður Kristný.

Á neðri myndinni er Eleanor Roosevelt fyrir miðri mynd. Hin konan er Nina Krustjova. Þið áttuð að láta ykkur það í hug þegar þið sáuð að karlinn var sovéski utanríkisráðherrann Gromyko. Myndin er tekin þegar Krustjov-hjónin voru ásamt fylgdarliði í heimsókn í Bandaríkjunum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
5
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu