Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1099. spurningaþraut: Grindavík og Húsavík og Siglufjörður

1099. spurningaþraut: Grindavík og Húsavík og Siglufjörður

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða flugfélag með bækistöðvar á Akureyri hætti ferðum í byrjun apríl?

2.  Jóhanna Sigurðardóttir var upphaflega kosin á þing fyrir ... hvaða flokk?

3.  Albert Uderzo og René Goscinny sköpuðu frægar teiknimyndapersónur. Hvað hét sú allra frægasta?

4.  Hvað heitir leikstjóri Avatar-myndanna tveggja?

5.  Hugmyndir borgarstjórnar Reykjavíkur um að leggja niður tiltekna stofnun hafa orðið afar umdeildar. Hvaða stofnun er um að ræða?

6.  Hér eru þrír þéttbýlisstaðir á Íslandi í stafrófsröð: Grindavík, Húsavík, Siglufjörður. En hver er röð þessara staða eftir íbúafjölda (sá fjölmennasti fyrst)? Hafa verður röðina hárrétta til að fá stig.

7.  Hvaða frægi rússneski rithöfundur var greifi að tign? 

8.  Hvað fæst Camilla Läckberg við í lífinu? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

9.  Hvað heitir sú fyrrum söngkona með Sextett Ólafs Gauks sem seinna sá lengi um þáttinn Óskastundina á Rás eitt? Skírnarnafnið dugar.

10.  Cygnus X-1 er fyrirbæri sem fannst árið 1971. Þannig staðfestust trú og útreikningar margra, allt frá 18. öld, um að fyrirbæri af þessu tagi kynnu að vera til. Segja má að það hafi verið eðlisfræðingurinn Schwarzschild sem sýndi árið 1915 fram á að fyrirbæri af þessu tagi hlytu að vera til, þó tilvera þeirra sannaðist sem sagt ekki endanlega fyrr en löngu síðar. Hvað er Cygnus X-1?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er tekin í Bandaríkjunum árið 1959. Hver er konan fyrir miðri mynd. — Og svo fæst lárviðarstig fyrir að vita nafn konunnar vinstra megin á myndinni. Eftirnafn hennar nægir en lárvið með eikarlaufum fáiði ef þið þekkið skírnarnafn hennar líka.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Niceair.

2.  Alþýðuflokkinn.

3.  Asterix eða Ástríkur.

4.  Cameron.

5.  Borgarskjalasafnið.

6.  Röðin er sú sama og stafrófsröðin: Grindavík, Húsavík, Siglufjörður.

7.  Tolstoj.

8.  Hún er glæpasagnahöfundur. Rithöfundur eitt og sér dugar ekki.

9.  Svanhildur.

10.  Svarthol, Black Hole.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skáldið Gerður Kristný.

Á neðri myndinni er Eleanor Roosevelt fyrir miðri mynd. Hin konan er Nina Krustjova. Þið áttuð að láta ykkur það í hug þegar þið sáuð að karlinn var sovéski utanríkisráðherrann Gromyko. Myndin er tekin þegar Krustjov-hjónin voru ásamt fylgdarliði í heimsókn í Bandaríkjunum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Við erum ekkert „trailer trash“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
6
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár