Fyrri aukaspurning:
Hver er kona þessi, á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða fugl er „vorboðinn ljúfi“?
2. Sigurbjörg Þrastardóttir er listakona sem fæst fyrst og fremst við ... hvað?
3. Hvaða ár varð Ísland fullvalda ríki?
4. Innsti kjarni Jarðar er fyrst og fremst úr einu ákveðnu efni. Hvaða efni er það?
5. Hver skrifaði Sögu Borgarættarinnar?
6. „Mikið verður gott að knúsa kerlu / Erlu, Erlu, Erlu, Erlu góðu Erlu / sem giftist mér því ég ...“ ja, hvernig er framhaldið?
7. Flestir vita að π (pí) er svonefndur „fasti“ í stærðfræði. En hvað táknar pí?
8. Hvaða þingmaður komst í fréttirnar ekki löngu eftir þingsetningu í fyrra vegna gruns um að hann dottaði í þingsalnum?
9. Fyrir hvaða flokk situr sá þingmaður á þingi?
10. Hvað nefnist þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur í Finnlandi sem er nú næststærsti flokkurinn á þingi þar í landi?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er karl þessi?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Þröstur.
2. Ljóðlist.
3. 1918.
4. Járn.
5. Gunnar Gunnarsson.
6. „... kunni að skaffa“. — Sjá:
7. Hlutfallið milli þvermáls og ummáls hrings.
8. Tómas Tómasson.
9. Flokk fólksins.
10. Finnaflokkurinn. Hið finnska nafn hans var oft þýtt sem „Sannir Finnar“ en sönnu nær mun að nafnið þýði „Venjulegir Finnar“. Þið fáið rétt bæði fyrir Finnaflokkinn og Sanna Finna.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Camilla Bretadrottning.
Á neðri myndinni er Grímur Thomsen.
Athugasemdir