Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1096. spurningaþraut: „Mikið verður gott að knúsa kerlu“

1096. spurningaþraut: „Mikið verður gott að knúsa kerlu“

Fyrri aukaspurning:

Hver er kona þessi, á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fugl er „vorboðinn ljúfi“?

2.  Sigurbjörg Þrastardóttir er listakona sem fæst fyrst og fremst við ... hvað?

3.  Hvaða ár varð Ísland fullvalda ríki?

4.  Innsti kjarni Jarðar er fyrst og fremst úr einu ákveðnu efni. Hvaða efni er það?

5.  Hver skrifaði Sögu Borgarættarinnar?

6.  „Mikið verður gott að knúsa kerlu / Erlu, Erlu, Erlu, Erlu góðu Erlu / sem giftist mér því ég ...“ ja, hvernig er framhaldið?

7.  Flestir vita að  π (pí) er svonefndur „fasti“ í stærðfræði. En hvað táknar pí?

8.  Hvaða þingmaður komst í fréttirnar ekki löngu eftir þingsetningu í fyrra vegna gruns um að hann dottaði í þingsalnum?

9.  Fyrir hvaða flokk situr sá þingmaður á þingi?

10.  Hvað nefnist þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur í Finnlandi sem er nú næststærsti flokkurinn á þingi þar í landi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þröstur.

2.  Ljóðlist.

3.  1918.

4.  Járn.

5.  Gunnar Gunnarsson.

6.  „... kunni að skaffa“.  — Sjá: 

Prins Póló: París norðursins

7.  Hlutfallið milli þvermáls og ummáls hrings.

8.  Tómas Tómasson.

9.  Flokk fólksins.

10.  Finnaflokkurinn. Hið finnska nafn hans var oft þýtt sem „Sannir Finnar“ en sönnu nær mun að nafnið þýði „Venjulegir Finnar“. Þið fáið rétt bæði fyrir Finnaflokkinn og Sanna Finna.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Camilla Bretadrottning.

Á neðri myndinni er Grímur Thomsen.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár