Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Ofanflóðanefndar segir snjóflóðavarnir spurningu um „heppni og óheppni“

Elías Pét­urs­son, ný­skip­að­ur formað­ur Of­an­flóðanefnd­ar, seg­ir snjóflóða­varn­ir hljóta að vera spurn­ing um „heppni og óheppni“ en nefnd­in sem hann er í for­svari fyr­ir sem formað­ur sér um að taka af­stöðu til til­lagna sveit­ar­stjórna um snjóflóða­varn­ir og ráð­staða fé úr of­an­flóða­sjóði til að byggja þær.

Formaður Ofanflóðanefndar segir snjóflóðavarnir spurningu um „heppni og óheppni“
Formaður Ofanflóðanefndar Elías Pétursson segir ekki nóg gert til þess að verja íbúðarbyggð á Íslandi fyrir snjóflóðum. Hann segir nefndina ekki lengur hafa aðgengi að sínum eigin fjármálum að nú sé Alþingi með ákvörðunarvald um heildarfjárúthlutun eftir að lögum var breytt 2015. Mynd: Úr einkasafni

Nýskipaður formaður Ofanflóðanefndar, Elías Pétursson, segir alla sem koma að snjóflóðavörnum á Íslandi séu „af vilja gerðir til að gera sitt besta og láta hluti ekki fara illa.“

Ofanflóðanefnd, sem Elías fer fyrir, á samkvæmt lögum að fjalla um og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórna að varnarvirkjum fyrir hættusvæði. Sveitastjórnin á svo að annast framkvæmdir við varnarvirki í samræmi við ákvörðun Ofanflóðanefndar sem svo sér um að útdeila peningum til þeirra verkefna.

Allir Íslendingar borga í Ofanflóðasjóð með sérstöku gjaldi, sem er innheimt af öllum brunatryggðum húseignum á landinu. Það gjald nemur 0,3 prósentum af vátryggingarverðmæti þeirra eigna og nefnist ofanflóðagjald.  Nefndin var sett á eftir mannskæð flóð í Súðavík í janúar árið 1995 þar sem fjórtán manns fórust, þar af átta börn, og annað snjóflóð sem féll á Flateyri í október sama ár þar sem tuttugu manns fórust.

Í leiðara Morgunblaðsins sem birtist 18. janúar 1995, tveimur dögum eftir  flóðið í Súðavík, segir: „Við höfum byggt upp almannavarnir, sem eru til fyrirmyndar um margt, en eigum trúlega ýmislegt ólært þegar kemur að hættumati og snjóflóðavörnum“ og að mikilvægt sé að „samhæfa vel starf þessara aðila“. Var þar átt við félagsmálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, Almannavarnir, Veðurstofu og sveitastjórnir.

Fjárhæðin sem almenningur greiðir sérstaklega í Ofanflóðasjóð, burtséð frá öðrum sköttum, fer ekki beint inn í sjóðinn. Fjárhæðin fer beint inn í ríkissjóð og því er Ofanflóðanefnd upp á fjárveitingarvald Alþingis, á fjárlögum hvers árs, komin. Aðspurður að því hvaða skoðun formaður nefndarinnar hefur á því fyrirkomulagi segir Elías: „Ég er ekki búinn að vera nógu lengi til þess að hafa neina rosa skoðun.“ Elías er nýtekinn við sem formaður Ofanflóðanefndar um nýliðin mánaðarmót.

„Það þarf að gera betur í vörnum“
Elías Pétursson
formaður stjórnar Ofanflóðanefndar

Elías segir ekki nóg vera gert til þess að verja íbúðabyggð á Íslandi fyrir snjóflóðum, það sé „alltaf hægt að gera betur,“ og aðspurður að því hvað þyrfti að gera betur svarar hann: „Það þarf að gera betur í vörnum.“ Elías tekur jafnframt fram að frá því að Ofanflóðanefnd tók til starfa hafi verið framkvæmt fyrir 34 milljarða króna og áætlað sé að eftir sé að framkvæma fyrir aðra eins upphæð. 

Gjöld sjóðsins lægri en tekjur

Í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þáverandi þingmanns Miðflokksins, um Ofanflóðasjóð árið 2021, segir að rétt sé að taka fram að útgjöld Ofanflóðasjóðs „samanstanda af fleiru en einungis framlögum til framkvæmda. Má þar nefna uppkaup á mannvirkjum á hættusvæðum, afskriftir lána til sveitarfélaga, gerð hættumats og fleira“. Í svarinu segir einnig að á árunum 2009 til 2019 hafi tveir þriðju hlutar útgjalda sjóðsins verið styrkir til framkvæmda við varnarmannvirki.

Í sama svari kemur fram að árið 2018 hafi tekjur af ofanflóðagjaldi, bæði innheimtar tekjur og vaxtatekjur, verið 2,6 milljarðar. Í svarinu kemur fram að útgjöld sjóðsins eru í raun mun lægri en ofanflóðagjaldið er.

Í skýrslu Ofanflóðanefndar fyrir árið 2018 til 2021 kemur fram að ríkisframlag til sjóðsins hafi verið rúmlega 1,1 milljarður. Ári síðar var nettóstaða sjóðsins, það sem sjóðurinn átti, rétt tæpir 14 milljarðar. Elías segir að það verði að horfa til þess að það hafi verið tekin ákvörðun um að setja sjóðinn inn í ríkissjóð og þannig sé ekki hægt að tala um „nettóstöðu“ neins sjóðs.   

Hætta legið fyrir í 20 ár

Í lok marsmánaðar féll snjóflóðahrina á Neskaupstað. Eitt flóðanna féll úr Nesgili, það stærsta sem hefur fallið úr því gili, en stór flóð hafa raunar fallið þar áður. Þannig féllu mannskæð flóð í Neskaupstað árið 1974 þar sem tvö flóð féllu úr Nes-og Bakkagiljum, tveimur samliggjandi giljum í fjallinu fyrir ofan byggðina. Þar létust tólf manns. 

Svæðið undir Nes-og Bakkagili er algjörlega óvarið fyrir snjóflóðum þrátt fyrir að svæðið hafi verið metið og skilgreint sem eitt af hættulegustu svæðunum í Neskaupstað þegar hættumat var gert þar árið 2001.

Í hættumatinu er bænum skipt í þrjú svæði eftir hættu, A, B og C svæði, og C- svæðið metið hættulegast og mestar líkur á að manntjón verði þar. Önnur svæði í bænum eru metin þannig að ekkert þurfi að aðhafast. Á þessu svæði, C-svæði, eru samkvæmt hættumatskorti Neskaupstaðar 10 hús eða 26 íbúðir. Á svæði B undir Nes- og Bakkagiljum eru 30 hús og 39 íbúðir ásamt Fjórðungssjúkrahúsinu. Mikið tjón varð á fjölbýlishúsi við Starmýri 17 þegar flóð féll á það 27. mars síðastliðinn. Ekki varð manntjón en fólk varð hins vegar fyrir meiðslum. 

„Ég segi bara raunverulega, ég veit ekki hvort þetta sé hættulegasta svæðið á svæðinu. Veist þú það?“
Elías Pétursson
formaður stjórnar Ofanflóðanefndar.

Elías segir að það taki tíma að reisa varnargarða þegar hann er spurður að því hvers vegna væri ekki búið að reisa varnargarð ofan við svæði B, þegar augljóst var að hætta var á svæðinu. „Ég veit ekki betur en að það sé í skipulagsferli núna hjá sveitarfélaginu,“ segir Elías og bætir við: „Þetta er miklu stærra heldur en að það sé hægt að spyrja núna af hverju er ekki búið með þetta. Því það er búið að vera vinna umtalsverða vinnu.“

En það er sanngjörn spurning vegna þess að það hefur legið fyrir í meira en 20 ár að þetta svæði undir Nes-og Bakkagili í Neskaupstað sé hættulegasta svæðið.

„Nú ert þú að segja mér eitthvað sem ég veit ekki. Ég segi bara raunverulega, ég veit ekki hvort þetta sé hættulegasta svæðið á svæðinu. Veist þú það?“ 

Í svari frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, við fyrirspurn frá Heimildinni um hví ekki hafi verið búið að byggja varnarmannvirki ofan við byggðina í Neskaupstað þar sem flóðið féll,  segir hann að búið sé að reisa varnarvirki á þremur stöðum í bænum „sem samkvæmt hættumati verið talin algengustu snjóflóðafarvegir í hlíðinni“. Í svarinu segir ennfremur að verkefnum væri forgangsraðað eftir því hættumati.

Í hættumatinu frá 2001 er tekið fram að „í ljósi sögunnar“ stafi íbúðabyggð neðan við Tröllagil og Drangagil mest hætta af snjóflóðum og því hafi verið ákveðið að hefjast handa við varnir í þeim bæjarhluta. Síðan hafa liðið meira en 20 ár og í millitíðinni hefur verið byggður varnargarður neðan við Urðarbotn en Nes-og Bakkagil skilin eftir.

Elías vísar í sömu forgangsröðun og sama hættumat. „Það er sama svar og ég myndi gefa þér því ég veit ekkert annað. Þá segi ég bara aftur, talaðu við Veðurstofuna.“

En þið eruð með yfirumsjón með þessu, þessi nefnd, og þessi sjóður var settur á til að verja íbúa landsins fyrir snjóflóðum

„Ég er ekki sérfræðingur. Forverar mínir hafa treyst á mat annarra. Ég veit að það er búið að vinna gríðarlega vinnu á síðustu árum við að kortleggja þetta betur og um er að ræða mjög háar fjárhæðir.“

Við getum alltaf sagt að við hefðum getað gert eitthvað fyrr

Samkvæmt svari frá umhverfisráðherra kemur fram að áætlað sé að hefja framkvæmdir við varnargarða undir Nes-og Bakkagiljum á árunum 2025-26 sem hefðu getað komið í veg fyrir það tjón sem varð nú í lok marsmánaðar þegar flóðin féllu í Neskaupstað. „Við getum alltaf sagt að við hefðum getað verið búin að gera eitthvað fyrr,“ segir Elías og bendir að á varnarmannvirki séu í skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. 

En er þá ekki ykkar að fara yfir hættumatið, fara yfir öll gögn og taka afstöðu til þess að það sé ekki verið að gera þetta nógu hratt?

„Nei. Við höfum ekki aðgengi að fjármálunum þannig, við erum ekki með ákvörðunarvaldið um heildarfjárúthlutun. Ábyrgðin á heildar fjárveitingu er hjá Alþingi. Þetta er í ríkissjóði og enginn okkar í stjórn, ekkert okkar, er sérfræðingur í ofanflóðum.“ 

Hver er tilgangur ykkar þá?

„Tilgangur okkar er að taka ákvarðanir sem eru byggðar á ráðgjöf sérfræðinga. Þetta er bara eins og er í öllu. Okkar tilgangur er að taka afstöðu en hún á að vera byggð á sérfræðiþekkingu annarra.“ 

„Það er einfaldlega þannig að ef eitthvað gerist er alltaf hægt að segja að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Eða oftast.“
Elías Pétursson
formaður stjórnar Ofanflóðanefndar

En nú hefur sérfræðiþekking sýnt að þetta svæði sé hættulegt og það fór flóð inn á þetta svæði í mars, það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það, með alla þessa fjármuni og allan þennan tíma sem hefur liðið frá því að ljóst væri að þetta væri hættulegt svæði, það hlýtur að hafa verið hægt að koma í veg fyrir þetta?

„Algjörlega, alveg eins og menn hefðu verið búnir að reisa garða annarstaðar þar sem fallið hefur flóð. Það er einfaldlega þannig að ef eitthvað gerist er alltaf hægt að segja að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Eða oftast.“

En hefði raunverulega ekki verið hægt að koma í veg fyrir þetta?

„Jú, gefur það ekki auga leið. Ef það verið búið að reisa garða þá hefði flóðið ekki náð í byggð.“ 

Veit ekki hver ber ábyrgð

Spurður hvort það sé ekki á ábyrgð Ofanflóðanefndar að ekki hafi verið búið að reisa snjóflóðavarnarmannvirki ofan við svæðið á Neskaupstað þar sem flóðin féllu í síðasta mánuði svarar Elías:„Ég ætla ekki að svara því þannig“.

Hver ber þá ábyrgð á því?

„Nú langar þig að hengja einhvern.“ 

Mig langar ekki að hengja neinn mig langar að skilja raunverulega…

„Raunveruleikinn er bara að það er ákveðið samhengi á milli peninga, þekkingar, það er samhengi milli þess hvað er mikið til af verktökum til að vinna. Það er allskonar hlutir, skipulagslög sem spila inn í. Allir sem koma að þessu eru klárlega af vilja gerðir til að gera sitt besta og láta hluti ekki fara illa. Allir sem koma að þessu. Þetta get ég sagt þér hafandi verið hinum megin við borðið sem bæjarstjóri í Siglufirði. Það eru allir að gera sitt besta.“ 

Hann bætir við að eitt sem verði að vera tekið með inn í myndina sé að „náttúran breytist“ og það verði að taka náttúruvá með inn í umræðuna. „Allt hefur þetta áhrif á hvað gerist. Við erum að lifa breytta tíma.“ 

Þessar upplýsingar hafa samt legið fyrir í meira en 20 ár. 

„Já og ég get ekki svarað fyrir það.“

Hver á að svara fyrir það?

„Þú ert í leit að einhverri ábyrgð.“

Það hlýtur einhver að bera ábyrgð?

„Jájá.“ 

Er það sveitarfélagið, eru það sérfræðingarnir?

„Ég veit ekki. Ég veit ekki hvern þú getur dregið til ábyrgðar, fjárveitingarvaldið? Ekki nógu margir verktakar, við ekki nógu stór þjóð.“ 

Ekki nógu stór þjóð, hvernig kemur það inn í þetta?

„Það er bara ákveðið magn til af peningum í landinu og það eru allir að kalla eftir þeim.“ 

Ef ég ætla að komast að því af hverju það er ekki búið að byggja varnargarð undir Nes- og Bakkagiljum, er þá þitt svar að sveitarfélagið þyrfti að svara því?

„Nei. Ég get ekki sagt það. Ég get bara sagt þér hvað er í gangi núna. Þú ert að spyrja af hverju það var ekki gert fyrir 5 árum eða eitthvað álíka. Ég get ekki svarað því.“

Hver gæti svarað því? Er það forveri þinn?

„Veistu það ég ætla að viðurkenna ég veit það ekki því þarna er einhver forgangsröðun að baki (…) Það voru framkvæmdir þarna, voru þær ekki að klárast, garður fyrir ekkert svo löngum tíma síðan? Ég skildi það þannig að það er ekki langt síðan síðustu framkvæmdir voru kláraðar. Ef flóðið hefði komið þar niður núna værir þú að eiga samtal við mig á hvaða forsendum? Ef menn hefðu ákveðið að fara hinum megin. Þetta hlýtur alltaf að vera spurning um eiginlega heppni og óheppni.“ 

Er þetta spurning um heppni og óheppni ef það liggur fyrir mat á hættu í 20 ár?

„Veistu það að ég get ekki svarað því.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Íslenska stjórnsýsluþvælan. Heimildin fær kannski bjartsýnisverðlaun fyrir að reyna að fá skiljanleg svör.það eru bara allt of margir á allt of háum launum sem hafa allt of mikla hagsmuni af því að þvæla allt nógu mikið hjá hinu opinbera. Allur tíminn hjá flestum fer í að réttlæta tilverurétt sinn. Held reyndar að allir viti þetta það á bara ekkert að gera í því.
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Þessi grein er áhugaverð. Hún lýsir ótrúlegum barnaskap. Það er eins og maðurinn hafi ekki hugmynd um hvað hann á að gera. Ofanflóðanefnd á væntanlega að taka saman allar upplýingar um þá hættu sem kann að vera fyrir hendi og henni ber væntanlega að koma þessum upplýsingum til þeirra sem ráða fjármaginu. Ábyrgðin er þá hjá þeim sem ræður fjármagninu. Hver það er skiptir ekki máli ef hann standur undir ábyrgðinni.
    Ofanflóðanefndin þarf að geta sannað að hún hafi varað við hættunni samkvæmt þekktum staðreyndum og losnar þá við ábyrgðina. Þetta hefur ekkert með heppni eða óheppni að gera. Auðvitað geta alltaf orðið slys en menn verða að geta sagt að þeir hafi gert allt sem mögulegt var til að koma í veg fyrir þau.
    1
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Magnað viðtal sem dregur -ískallt- fram þá nöturlegu staðreynd að enginn vill bera ábyrgð þegar kemur að náttúruvá.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
4
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.
Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár