Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1094. spurningaþraut: Hver er „Skepnan“?

1094. spurningaþraut: Hver er „Skepnan“?

Fyrri aukaspurning:

Milli hvaða staða í Evrópu liggur það sjávarsund sem sjá má á skjáskotinu hér að ofan? Og svo er lárviðarstig fyrir að muna hvað sundið heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét æðsti yfirmaður herafla Bandamanna sem gerði innrás í Frakklandi í júní 1944?

2.  Þegar Donald Trump var handtekinn fyrir nokkrum vikum kom í ljós að málarekstur gegn honum snerist að mestu um peninga sem hann var sagður hafa greitt tveim konum fyrir að þegja um einhvers konar ástarsamband þeirra. En þriðja málið kom einnig við sögu í ákæruskjalinu. Trump var sakaður um ólöglegar greiðslur til karlmanns, sem gegndi óvæntu starfi — var sem sé ekki lögfræðingur. En hvaða starfi gegndi sá?

3.  Og yfir hverju átti sá karlmaður að þegja?

4.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna er Mar-a-Lago?

5.  Tvö ríki eiga strandlengju að flóa einum miklum sem heitir Tonkin flói. Hvaða ríki eru það?

6.  Fanney Birna Jónsdóttir fréttamaður fékk nýlega eftirsótt stjórnunarstarf í menningargeiranum. Hvaða starf er það?

7.  Hvað heitir tímaritið sem heldur úti lista yfir ríkasta fólk heimsins?

8.  Með hvaða fótboltaliði í Danmörku leikur hinn efnilegi piltur Hákon Arnar Haraldsson?

9.  Hver er hæsta jafna talan sem jafnframt er prímtala?

10.  Nýjasta mynd Baltasars Kormáks nefnist Beast og var frumsýnd í fyrra. Hvaða fyrirbæri er sú skepna sem myndin er nefnd eftir?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða sjónvarpsseríu birtast þessa ábúðarmiklu persónur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eisenhower.

2.  Dyravörður.

3.  Um barn sem Trump var sagður hafa eignast utan hjónabands.

4. Flórída.

5.  Víetnam og Kína.

6.  Dagskrárstjóri Rásar eitt.

7.  Forbes.

8.  FC Köbenhavn.

9.  Tveir.

10.  Ljón.

***

Svör við aukaspurningum:

Sundið er milli Korsíku og Sardiníu í Miðjarðarhafinu. Og það heitir Bonifacio-sund.

Á neðri myndinni eru persónur úr bandarísku seríunni Succession.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fríða Gunnarsdóttir skrifaði
    Frekar ruglingslegt að tala um ríki í spurningu 4 og í spurningu 5, þegar annarsvegar er átt við fylki/ríki í BNA og hinsvegar land/sjálfstætt ríki í heiminum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
5
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár