Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framsókn mælist með undir tíu prósent fylgi í fyrsta sinn á kjörtímabilinu

Níu stjórn­mála­flokk­ar myndu ná inn á þing ef kos­ið yrði í dag. Sam­fylk­ing­in mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins þriðja mán­uð­inn í röð og stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina held­ur áfram að dala. Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna mæl­ist und­ir 40 pró­sent.

Framsókn mælist með undir tíu prósent fylgi í fyrsta sinn á kjörtímabilinu
Hátt fall Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum. Hann hefur tapað meira fylgi en nokkur annar það sem af er kjörtímabili. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðja mánuðinn í röð mælist Samfylkingin sem stærsti flokkur landsins í Þjóðarpúlsi Gallup. Nú mælist fylgi flokksins 25,1 prósent og eykst lítillega milli mánaða. Alls hefur Samfylkingin bætt við sig 15,2 prósentustigum frá síðustu kosningum. Hún er ein af fimm flokkum sem hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabili. Samanlagt hafa hinir fjórir: Píratar, Viðreisn, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkur Íslands bætt við sig 3,4 prósentustigum. Því er fylgisaukning Samfylkingarinnar frá síðustu kosningum, sem stökkbreyttist eftir að Kristrún Frostadóttir tók við flokknum í fyrra, sér á báti í íslenskum stjórnmálum.

Stjórnarflokkarnir þrír hafa allir tapað fylgi á kjörtímabilinu. Mestu hefur Framsóknarflokkurinn tapað, eða 7,4 prósentustigum, en fylgi hans, 9,9 prósent, mælist nú í fyrsta sinn undir tíu prósentum í könnun Gallup frá því að kosið var síðast. 

Vinstri græn höfðu mælst með 6,8 prósent fylgi í þremur könnunum í röð, en það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könnunum Gallup, sem ná aftur til ársins 2004. Flokkur forsætisráðherra bætir lítillega við sig milli mánaða og nú segjast 7,1 prósent styðja Vinstri græn. Sú breyting er þó vel innan skekkjumarka. Alls hafa Vinstri græn tapað 5,5 prósentustigum frá síðustu kosningum. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 22,3 prósent fylgi sem er 2,1 prósentustigi minna en hann fékk í kosningunum í september 2021. Hann er því áfram sem áður sá stjórnarflokkur sem tapar minnstu á því ríkisstjórnarsamstarfi sem er við lýði. Ef mælingin í könnun Gallup yrði niðurstaða kosninga væri það þó versta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. 

Einn andstöðuflokkur hefur tapað fylgi

Fylgi Pírata dalar umtalsvert milli mánaða og mælist nú 9,4 prósent sem er samt tæpu prósentustigi meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Viðreisn hressist vel milli mánaða og mælist nú með 9,1 prósent fylgi, sem er líka tæpu prósentustigi meira en flokkurinn fékk haustið 2021. Miðflokkurinn bætir við sig prósentustigi milli mánaða og alls segjast nú 6,3 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Þetta er í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem fylgi Miðflokksins mælist yfir sex prósent hjá Gallup. Áður hafði það mest farið 0,1 prósentustigi yfir kjörfylgi, sem var 5,5 prósent. 

KönnunHér má sjá niðurstöður úr nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur tapað fylgi á kjörtímabilinu er Flokkur fólksins. Hann fékk 8,9 prósent atkvæða þegar síðast var kosið en nú segjast 5,6 prósent styðja hann. Sósíalistaflokkurinn mælist svo með 5,1 prósent en hann náði ekki inn í síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 4,1 prósent atkvæða. 

Allir stjórnarflokkarnir tapað fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur líka áfram að dala og mælist nú um 41 prósent. Hann hefur aldrei mælst minni. Þegar ríkisstjórnin tók við síðla árs 2017 mældist stuðningur við hana 74 prósent og eftir að hún endurnýjaði stjórnarsamstarfið haustið 2021 mældist hann 62,2 prósent. Síðan þá hefur hann hríðfallið. 

Stuðningurinn mælist þó enn aðeins meiri en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna, sem er nú komið í 39,3 prósent. Það er í fyrsta sinn sem samanlagt fylgi flokkanna þriggja fer undir 40 prósent könnun Gallup frá því að þeir tóku við völdum árið 2017. Samanlagt hafa flokkarnir þrír tapað 15 prósentustigum frá síðustu kosningum, eða litlu minna en að sem Samfylkingin hefur ein bætt við sig á sama tímabili. 

Ríkisstjórnin er því kolfallinn miðað við þessa stöðu. Hún fengi sennilega ekki nema 25 þingmenn, og myndi þá tapa tólf. 

Níu flokkar mælast inni

Ástæða þess er meðal annars sú að miðað við nýjustu könnun Gallup þá mælast níu flokkar með yfir fimm prósent fylgi, sem þarf til að fá jöfnunarsæti á þingi. Fjórir minnstu flokkarnir, Vinstri græn (4), Miðflokkur (4), Flokkur fólksins (3) og Sósíalistaflokkur Íslands (3) myndu fá samanlagt tíu þingmenn. Engin tveggja flokka ríkisstjórn yrði möguleg eins og stendur. Jafnvel þótt Samfylkingin (16) og Sjálfstæðisflokkur myndu vilja vinna saman þá myndu flokkarnir tveir einungis fá 31 þingmann, einum færri en þarf til að vera með meirihluta á Alþingi. 

Hægt yrði að mynda miðjustjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar sem myndi vera með 34 þingmenn. Auk þess væri hægt að skipta Viðreisn út fyrir Vinstri græn og mynda þá stjórn með minnsta mögulega meirihluta sem liti út fyrir að vera meira til vinstri. Fáir raunhæfir möguleikar eru á hægri stjórn eins og er. Ef Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur myndu leggja sína þingmenn saman við þingmenn Framsóknarflokksins þá myndu flokkarnir sennilega ekki ná nema 31 þingmanni.

Könnunin var gerð 1. mars til 2. apríl. Heildarúrtak var 11.228 manns og helmingur tók þátt. Af þeim sögðust tæp tíu prósent mundu skila auðu eða ekki kjósa ef gengið yrði til kosninga nú.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
3
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu