Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan? Og já, þið ættuð að geta þetta ef þið skoðið hvað er á skjáskotinu.
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða Evrópuríki hefur höfuðborgina Belgrad?
2. Hversu mörg börn á Donald Trump?
3. Í Íslendingasögu einni segir því að kona nokkur fjórgift var spurð hvaða mann hún hefði elskað mest. Hver var konan?
4. En hverju svaraði hún?
5. Úr hvaða dal er keyrt ef maður ætlar norður Holtavörðuheiði?
6. En niður í hvaða fjörð er svo komið niður af heiðinni?
7. Hvað hét rithöfundurinn Nonni fullu nafni?
8. Hvaða hljómsveit sendi fyrir 19 árum frá sér lagið Boulevard of Broken Dreams?
9. Flug 370 — hvaða flug var það?
10. Í hvaða heimsálfu er ríkið Túvalú?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fáni er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Serbía.
2. Fimm.
3. Guðrún Ósvífursdóttir.
4. „Þeim var ég verst er ég unni mest.“
5. Norðurárdal.
6. Hrútafjörð.
7. Jón Sveinsson.
8. Green Day.
9. Flug malasísku farþegaþotunnar sem hvarf 2014.
10. Eyjaálfu.
***
Svör við aukaspurningum:
Fyrra skjáskotið er úr kvikmyndinni Saturday Night Fever. Þið áttuð vitaskuld að þekkja hið glæsilegu hvítu jakkaföt sem persóna John Travolta skartar í myndinni þótt þau séu orðin ögn snjáð á leiðinni heim í neðanjarðarlestinni, miðað við hve þau skinu skært úti á dansgólfinu.
Fáninn er svo fáni Írlands.
Athugasemdir