Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vill fá nýtt kennitölukerfi sem ekki styður við aldursfordóma

Vara­þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé ekk­ert nátt­úru­lög­mál að kenni­tölu­kerf­ið sé byggt upp eins og ís­lenska kenni­tölu­að­ferð­in sem hafi bein­lín­is stuðl­að að og eflt ald­urs­for­dóma – sér­stak­lega á vinnu­mark­aði. Hann bend­ir á að marg­ar starfs­um­sókn­ir fólks yf­ir fimm­tugt séu huns­að­ar.

Vill fá nýtt kennitölukerfi sem ekki styður við aldursfordóma
Um 1.800 manns yfir fimmtugt á atvinnuleysisskrá Viðar bendir á að um 1.800 manns sem komin eru yfir fimmtugt séu í atvinnuleit á skrá Vinnumálastofnunar og mörg þeirra hafi verið það í ár eða lengur.

Mikill auður liggur í eldra starfsfólki, að mati Viðar Eggertssonar varaþingmanns Samfylkingarinnar. Hann vill að kennitölukerfið á Íslandi verði endurskoðað svo reynslumiklu fólki sé ekki sópað burt af vinnumarkaðinum.

Þetta kom fram í ræðu varaþingmannsins undir liðnum störf þingsins á Alþingi áður en páskafrí hófst fyrir helgi. 

Hann hóf ræðu sína á að segja að aldursfordómar byggðu á neikvæðum viðhorfum og gildum sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar. Vegna aldursfordóma væru reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri ekki metin í starfsumsóknum vegna aldurs. 

Starfsumsóknir fólks yfir fimmtugt hunsaðar

Viðar sagði að þetta viðhorf væri í sókn. „Um 1.800 manns sem komin eru yfir fimmtugt eru í atvinnuleit á skrá Vinnumálastofnunar og mörg þeirra hafa verið það í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi um að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt eða eldra, séu hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána, bara kennitöluna – bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega ekki rétt.

Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema segja stundarhátt hver er kennitalan þín er; hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp eins og íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað að og eflt aldursfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði,“ sagði hann. 

Spurði Viðar hvort ekki væri kominn tími til að horfast í augu við þetta. „Er ekki kominn tími til að við búum til nýtt kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki tíu talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaðinum. Vinnum gegn aldursfordómum, endurskoðum kennitölukerfið,“ sagði hann að lokum. 

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er meiri spilling sem fylgir kennitölunni. Þjóðskár selur "aukaupplýsingar" til áskrifenda, t.d. um skatt-og meðlagsskuldir. Lánsumsækjandi verður nauðugur að samþykkja að bankinn geti sótt þessar upplýsingar. Bankar, tryggingafélög o.fl. spara sér milljarða með að nánast ókeypis afnot af kennitölukerfinu.
    Í gamla daga var "starfsferilsskrá" óþekkt í málinu. Mannaráðningar gengu þó vel fyrir því.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár