Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill fá nýtt kennitölukerfi sem ekki styður við aldursfordóma

Vara­þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé ekk­ert nátt­úru­lög­mál að kenni­tölu­kerf­ið sé byggt upp eins og ís­lenska kenni­tölu­að­ferð­in sem hafi bein­lín­is stuðl­að að og eflt ald­urs­for­dóma – sér­stak­lega á vinnu­mark­aði. Hann bend­ir á að marg­ar starfs­um­sókn­ir fólks yf­ir fimm­tugt séu huns­að­ar.

Vill fá nýtt kennitölukerfi sem ekki styður við aldursfordóma
Um 1.800 manns yfir fimmtugt á atvinnuleysisskrá Viðar bendir á að um 1.800 manns sem komin eru yfir fimmtugt séu í atvinnuleit á skrá Vinnumálastofnunar og mörg þeirra hafi verið það í ár eða lengur.

Mikill auður liggur í eldra starfsfólki, að mati Viðar Eggertssonar varaþingmanns Samfylkingarinnar. Hann vill að kennitölukerfið á Íslandi verði endurskoðað svo reynslumiklu fólki sé ekki sópað burt af vinnumarkaðinum.

Þetta kom fram í ræðu varaþingmannsins undir liðnum störf þingsins á Alþingi áður en páskafrí hófst fyrir helgi. 

Hann hóf ræðu sína á að segja að aldursfordómar byggðu á neikvæðum viðhorfum og gildum sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar. Vegna aldursfordóma væru reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri ekki metin í starfsumsóknum vegna aldurs. 

Starfsumsóknir fólks yfir fimmtugt hunsaðar

Viðar sagði að þetta viðhorf væri í sókn. „Um 1.800 manns sem komin eru yfir fimmtugt eru í atvinnuleit á skrá Vinnumálastofnunar og mörg þeirra hafa verið það í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi um að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt eða eldra, séu hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána, bara kennitöluna – bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega ekki rétt.

Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema segja stundarhátt hver er kennitalan þín er; hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp eins og íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað að og eflt aldursfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði,“ sagði hann. 

Spurði Viðar hvort ekki væri kominn tími til að horfast í augu við þetta. „Er ekki kominn tími til að við búum til nýtt kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki tíu talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaðinum. Vinnum gegn aldursfordómum, endurskoðum kennitölukerfið,“ sagði hann að lokum. 

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er meiri spilling sem fylgir kennitölunni. Þjóðskár selur "aukaupplýsingar" til áskrifenda, t.d. um skatt-og meðlagsskuldir. Lánsumsækjandi verður nauðugur að samþykkja að bankinn geti sótt þessar upplýsingar. Bankar, tryggingafélög o.fl. spara sér milljarða með að nánast ókeypis afnot af kennitölukerfinu.
    Í gamla daga var "starfsferilsskrá" óþekkt í málinu. Mannaráðningar gengu þó vel fyrir því.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár