Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Heimildin í vikulega útgáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.

Heimildin í vikulega útgáfu

Aðstandendur Sameinaða útgáfufélagsins, sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar í janúar, hafa ákveðið að hefja vikulega prentútgáfu á áskriftarblaði Heimildarinnar frá og með 21. apríl. Efling prentútgáfunnar hefur verið í skoðun síðustu vikur, en endanleg ákvörðun er tekin sem viðbragð við þeirri skerðingu á innlendri dagblaðaútgáfu sem orðin er við fráhvarf Fréttablaðsins.

Í gær boðaði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, að ríkisstjórnin stefndi á að skuldbinda sig í skattalegar aðgerðir til þess að hvetja til áskrifta að fjölmiðlum. Þar með er líklegt að áskriftarfréttablöð festi sig enn frekar í sessi.

„Mat aðstandenda hennar er að með vikulegri útgáfu sé hlutverki Heimildarinnar betur framfylgt“

Markmið Heimildarinnar er að efla enn ritstjórnina og vinna að greinandi og samfélagslega gagnlegum umfjöllunum. Mat aðstandenda hennar er að með vikulegri útgáfu sé hlutverki Heimildarinnar betur framfylgt.

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi, þar sem enginn eigandi fer með meira en 8% hlut, og leggur áherslu á sjálfstæði frá hagsmunablokkum og stjórnmálaöflum. Til þess að tryggja sjálfstæði ritstjórnar til langs tíma starfar Heimildin eftir eigin kröfum um að stunda sjálfbæran rekstur og starfa þannig á forsendum almennings og áskrifenda fremur en tiltekinna fjármögnunaraðila.

Fram að þessu hefur Heimildin komið út tvisvar í mánuði og forveri hennar í prentútgáfu, Stundin, komið út einu sinni til tvisvar í mánuði. Kannanir meðal áskrifenda hafa áður gefið til kynna að stærstur hópur kýs vikulega prentútgáfu. Hægari útgáfutíðni verður áfram yfir sumartímann, með mánaðarlegum, veglegri prentútgáfum, í þeim tilgangi að tryggja sumarleyfi og sjálfbærni útgáfunnar.

Reynslan af breytingunni verður síðan metin heildrænt út frá áhrifum hennar á ritstjórn Heimildarinnar og viðbrögðum lesenda hennar.


Fyrirvari um hagsmuni: Fréttin fjallar um fjölmiðilinn sjálfan. 
Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mér lýst vel á hugmyndina að maður geti fengið skattafrádrátt með að gerast áskrifandi að fjölmiðli. Er einn af sjálfsagt mörgum sem renni yfir netmiðlana daglega. Maður hugsar auðvitað aldrei út í að fullt af fólki hefur atvinnu af því að skrifa fréttir og efni á þessa miðla. Alltaf fannst mér Kjarninn vandaður og trúverður. Sameinuð verðið þið vonandi enn öflugri og betri. Held það sé svolítið málið að fólk almennt hugsar ekki út í að þetta er vinna eins og öll önnur vinna. Fólkið þarf auðvitað að hafa laun. Svona hvati eins og t.d frádráttur af skatti mundi klárlega hjálpa til.
    1
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Gott mál!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár