Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Coop í klípu

Danska versl­ana­sam­steyp­an Coop glím­ir við erf­ið­leika í rekstri. Versl­un­um sam­steyp­unn­ar hef­ur fækk­að tals­vert að und­an­förnu og svo virð­ist sem Coop hafi að und­an­förnu lát­ið und­an síga í sam­keppn­inni um við­skipta­vin­ina.

Coop í klípu

Fyrir rúmum mánuði var 12 verslunum Coop samsteypunnar í Danmörku lokað. Þetta voru verslanir sem gengu undir nafninu DagligBrugsen og voru allar fremur litlar og flestar staðsettar í smábæjum eða litlum byggðakjörnum víða um land.

Coop samsteypan rekur samtals tæplega eitt þúsund verslanir vítt og breitt um Danmörku. Auk DagligBrugsen ganga þær undir nöfnunum SuperBrugsenKvickly, og Coop 365 Discount. Til skamms tíma voru Irma verslanirnar undir Coop hattinum en í byrjun febrúar var tilkynnt að 17 Irma verslunum yrði lokað en hinar 48 yrðu framvegis reknar undir öðrum nöfnum Coop fyrirtækisins.

Stofnað 1896 

Saga Coop hófst 1. janúar árið 1896. Þá beitti jóskur matvörukaupmaður,  Severin Jørgensen að nafni, forgöngu um stofnun samtaka sem hefðu að markmiði sameiginleg innkaup, dreifingu og framleiðslu margs konar daglegra neysluvara eins og það var orðað. Severin Jørgensen og fleiri kaupmenn á Jótlandi höfðu þá um nokkurra ára skeið sameinast um kaup á ýmsum vörutegundum og sáu í þeim efnum ýmsa möguleika.
Samtökin sem stofnuð voru í ársbyrjun 1896 fengu nafnið „Fællesforeningen for Danmarks Brugsforeninger“ ætíð kallað FDB.
Ári eftir stofnunina komu fyrstu vörurnar sem framleiddar voru undir merkjum FDB á markaðinn. Það var kaffi, sem brennt var og malað í kaffibrennslu FDB í Kolding. Ekki var leitað langt yfir skammt eftir nafni á kaffið, það hét einfaldlega FDB kaffi og í boði voru tvær mismunandi gerðir.

KaffiÞetta plakat sem auglýsing Cirkel kaffi er vel þekkt í Danmörku.

Síðar fékk FDB kaffið annað heiti sem notað hefur verið æ síðan og margir þekkja ugglaust, Cirkel. Kaffið fæst í dag í mörgum mismunandi útgáfum: baunir, brennt og malað, mikið eða lítið brennt og allt þar á milli og líka í svonefndum púðum eða hylkjum. Allt eftir smekk þess sem neytir, koffínlaust er líka í boði. Á næstu árum fylgdu fjölmargar vörur í kjölfarið, 1901 keypti FDB vindlaverksmiðju í Esbjerg, svo var framleitt smjörlíki og hafragrjón (sem FDB kallaði davregryn) sápur, sinnep og þvottaduft svo fátt eitt sé nefnt. Stærstur hluti þessarar framleiðslu fór fram í stórum verksmiðjuhúsum í Viby hverfinu í Árósum, verksmiðjusvæðið var 55 þúsund fermetrar. Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar fór að draga verulega úr þessari framleiðslu og henni að mestu hætt fyrir aldamót. Margar af FDB vörunum eru þó enn framleiddar þótt sú framleiðsla fari ekki fram hjá FDB.

Neytendablað og húsgögn

Árið 1928 hóf FDB útgáfu tímarits um neytendamál. Það hét „BrugsforeningsBladet en nafninu var síðar breytt og heitir nú Samvirke. Í blaðinu er fjallað um neytendamál á breiðum grunni og Samvirke er, samkvæmt könnunum Gallup, eitt mest lesna og trúðverðugasta tímarit landsins.

Árið 1940 var hinn þekkti arkitekt Børge Mogensen ráðinn til að veita forstöðu teiknistofu sem FDB ákvað að setja á laggirnar. Þar átti að hanna húsgögn handa dönskum fjölskyldum, húsgögnin áttu að vera einföld og á viðráðanlegu verði en jafnframt sterk og endingargóð. Framleiðsla hófst árið 1945 og húsgögnin nutu strax mikilla vinsælda. Um sama leyti og sala húsgagnanna hófst lét FDB gera 25 mínútna langa auglýsingamynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum, hún hét „En lys og lykkelig fremtid“.

Aðalpersónurnar eru ungt par sem er að byrja búskap en er í vandræðum með að velja húsgögn í íbúðina. Þegar unga fólkið sér  FDB húsgögnin er vandinn leystur og parið er sannfært um að þess bíði „björt og gæfurík framtíð“.
Børge Mogensen lét af störfum yfirmanns teiknistofunnar árið 1950 en ýmsir þekktir arkitektar veittu stofunni forstöðu en í kjölfar hans komu aðrir þekktir danskir húsgagnahönnuðir, þar á meðal Poul Volther

Teiknistofunni var lokað árið 1968 en húsgögnin voru framleidd til ársins 1980. Þá voru breyttir tímar, úrval ódýrra húsgagna hafði aukist til muna, ekki síst eftir að IKEA opnaði verslanir í Danmörku, þá fyrstu árið 1969.

Endurkoma

Árið 2013 ákvað FDB að setja á markaðinn nokkur þeirra húsgagna sem áður voru framleidd á verkstæðum fyrirtækisins. Og það var eins og við manninn mælt, húsgögnin rokseldust og nú rekur FDB fleiri en 10 verslanir í Danmörku og húsgögnin auk þess seld í mörgum öðrum húsgagnaverslunum. Auk húsgagna „gömlu meistaranna“ framleiðir FDB nú líka húsgögn yngri hönnuða.

Þess má geta að fyrir fáum árum kom út bók um sögu FDB húsgagnanna, hún ber sama nafn og auglýsingamyndin frá 1945 „En lys og lykkelig fremtid“.

FDB varð COOP amba

Eins og fyrr var nefnt hét það sem lengi hefur verið kallað Coop upphaflega Fællesforeningen for Danmarks BrugsforeningerFDB.

Í ársbyrjun 2002 var formlegu heiti samtakanna breytt og heitir nú Coop amba. Amba merkir andelsselskab með begrænset ansvar, hlutdeildarfélag með takmarkaða ábyrgð.

FDB voru, og eru, deilda- og svæðaskipt almenningsfélög, ekki ósvipað kaupfélögunum hér á Íslandi. Félagar eru nú tæplega tvær milljónir, félagsaðildin kostar ekkert en félagar geta með því að framvísa skírteini safnað afsláttarpunktum og fá auk þess tímaritið Samvirke ókeypis. Verslunum Coop hefur fækkað á undanförnum árum og eru nú tæplega eitt þúsund eins og áður var nefnt en fyrir fimm árum voru þær tólfhundruðCoop er annar risanna í danskri matvöruverslun, með rúmlega 30% markaðshlutdeild og tæplega 40 þúsund starfsmenn. Rétt er að geta þess að í stærri verslunum Coop eru, auk matvöru, seld búsáhöld, ýmis konar fatnaður, reiðhjól og fleira. 

Vandræði Irma toppurinn á ísjakanum

Sú ákvörðun stjórnar Coop að leggja niður Irma nafnið, loka sumum Irma verslunum alveg en breyta öðrum í Coop verslanir vakti mikla athygli meðal Dana. Irma var of lítil rekstrareining var skýring forsvarsmanna Coop. Ýmsir sérfræðingar í verslunarrekstri töldu sig vita að vandræði Coop samstæðunnar væru ekki einskorðuð við Irma. Þeir reyndust sannspáir. Fyrir réttum mánuði tilkynnti Coop að 12 verslunum sem reknar hafa verið undir heitinu DagligBrugsen yrði lokað.

Fyrr í þessum mánuði greindi dagblaðið Berlingske frá því að Coop hefði selt húseignir víða um land fyrir einn milljarð danskra króna (20 milljarðar íslenskir) og í frásögn blaðsins kom jafnframt fram að þessi sala væri liður í endurskipulagninu Coop og fleiri „stórar aðgerðir“ væru framundan.

Síðastliðinn föstudag, 31. mars, var greint frá því að samið hefði verið um sölu á eignum og landspildum Coop í Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn.
Kaupandinn er lífeyrissjóðurinn PensionDanmark, kaupverðið er einn milljarður danskra króna. Coop hefur um langt árabil haft höfuðstöðvar sína í Albertslund, hvort svo verður áfram hefur ekki verið upplýst. Fyrir tveimur árum var greint frá því að PensionDanmark myndi byggja nokkur hundruð íbúðir á svæðinu í Albertslund en með sölunni nú er stigið enn stærra skref.

Af hverju stafa vandræði Coop?

Þótt Coop samsteypan sé enn mjög stór á dönskum dagvörumarkaði sýna tölur að hlutdeild fyrirtækisins hefur minnkað að undanförnu. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Samkeppni á dönskum dagvörumarkaði er hörð, og sérfræðingar í verslunarrekstri segja að verslanir í landinu séu einfaldlega of margar miðað við íbúafjöldann. Rekstur Salling group, sem rekur fjölmargar verslanir undir ýmsum nöfnum, m. a. FøtexBilka og Netto, hefur gengið vel á undanförnum árum. Auk þess hafa komið til sögunnar ný fyrirtæki sem taka til sín bita af kökunni, ef svo mætti segja. Rema 1000, sem opnaði sína fyrstu verslun í Danmörku árið 1994, rekur nú 364 verslanir og til stendur að fjölga þeim enn frekar. Þýska fyrirtækið Lidl, sem rekur 11 þúsund verslanir um víða veröld, opnaði sína fyrstu verslun í Danmörku árið 2005, og rekur þar nú 140 verslanir.

Danskir sérfræðingar á sviði verslunar og viðskipta telja þetta sem hér hefur verið nefnt helstu ástæður þess að Coop hefur látið undan síga á síðustu árum. Hvort þær aðgerðir sem fyrirtækið hefur ráðist í, og framundan eru, duga til að styrkja rekstrarstoðirnar er ekki gott að segja.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár