Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Coop í klípu

Danska versl­ana­sam­steyp­an Coop glím­ir við erf­ið­leika í rekstri. Versl­un­um sam­steyp­unn­ar hef­ur fækk­að tals­vert að und­an­förnu og svo virð­ist sem Coop hafi að und­an­förnu lát­ið und­an síga í sam­keppn­inni um við­skipta­vin­ina.

Coop í klípu

Fyrir rúmum mánuði var 12 verslunum Coop samsteypunnar í Danmörku lokað. Þetta voru verslanir sem gengu undir nafninu DagligBrugsen og voru allar fremur litlar og flestar staðsettar í smábæjum eða litlum byggðakjörnum víða um land.

Coop samsteypan rekur samtals tæplega eitt þúsund verslanir vítt og breitt um Danmörku. Auk DagligBrugsen ganga þær undir nöfnunum SuperBrugsenKvickly, og Coop 365 Discount. Til skamms tíma voru Irma verslanirnar undir Coop hattinum en í byrjun febrúar var tilkynnt að 17 Irma verslunum yrði lokað en hinar 48 yrðu framvegis reknar undir öðrum nöfnum Coop fyrirtækisins.

Stofnað 1896 

Saga Coop hófst 1. janúar árið 1896. Þá beitti jóskur matvörukaupmaður,  Severin Jørgensen að nafni, forgöngu um stofnun samtaka sem hefðu að markmiði sameiginleg innkaup, dreifingu og framleiðslu margs konar daglegra neysluvara eins og það var orðað. Severin Jørgensen og fleiri kaupmenn á Jótlandi höfðu þá um nokkurra ára skeið sameinast um kaup á ýmsum vörutegundum og sáu í þeim efnum ýmsa möguleika.
Samtökin sem stofnuð voru í ársbyrjun 1896 fengu nafnið „Fællesforeningen for Danmarks Brugsforeninger“ ætíð kallað FDB.
Ári eftir stofnunina komu fyrstu vörurnar sem framleiddar voru undir merkjum FDB á markaðinn. Það var kaffi, sem brennt var og malað í kaffibrennslu FDB í Kolding. Ekki var leitað langt yfir skammt eftir nafni á kaffið, það hét einfaldlega FDB kaffi og í boði voru tvær mismunandi gerðir.

KaffiÞetta plakat sem auglýsing Cirkel kaffi er vel þekkt í Danmörku.

Síðar fékk FDB kaffið annað heiti sem notað hefur verið æ síðan og margir þekkja ugglaust, Cirkel. Kaffið fæst í dag í mörgum mismunandi útgáfum: baunir, brennt og malað, mikið eða lítið brennt og allt þar á milli og líka í svonefndum púðum eða hylkjum. Allt eftir smekk þess sem neytir, koffínlaust er líka í boði. Á næstu árum fylgdu fjölmargar vörur í kjölfarið, 1901 keypti FDB vindlaverksmiðju í Esbjerg, svo var framleitt smjörlíki og hafragrjón (sem FDB kallaði davregryn) sápur, sinnep og þvottaduft svo fátt eitt sé nefnt. Stærstur hluti þessarar framleiðslu fór fram í stórum verksmiðjuhúsum í Viby hverfinu í Árósum, verksmiðjusvæðið var 55 þúsund fermetrar. Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar fór að draga verulega úr þessari framleiðslu og henni að mestu hætt fyrir aldamót. Margar af FDB vörunum eru þó enn framleiddar þótt sú framleiðsla fari ekki fram hjá FDB.

Neytendablað og húsgögn

Árið 1928 hóf FDB útgáfu tímarits um neytendamál. Það hét „BrugsforeningsBladet en nafninu var síðar breytt og heitir nú Samvirke. Í blaðinu er fjallað um neytendamál á breiðum grunni og Samvirke er, samkvæmt könnunum Gallup, eitt mest lesna og trúðverðugasta tímarit landsins.

Árið 1940 var hinn þekkti arkitekt Børge Mogensen ráðinn til að veita forstöðu teiknistofu sem FDB ákvað að setja á laggirnar. Þar átti að hanna húsgögn handa dönskum fjölskyldum, húsgögnin áttu að vera einföld og á viðráðanlegu verði en jafnframt sterk og endingargóð. Framleiðsla hófst árið 1945 og húsgögnin nutu strax mikilla vinsælda. Um sama leyti og sala húsgagnanna hófst lét FDB gera 25 mínútna langa auglýsingamynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum, hún hét „En lys og lykkelig fremtid“.

Aðalpersónurnar eru ungt par sem er að byrja búskap en er í vandræðum með að velja húsgögn í íbúðina. Þegar unga fólkið sér  FDB húsgögnin er vandinn leystur og parið er sannfært um að þess bíði „björt og gæfurík framtíð“.
Børge Mogensen lét af störfum yfirmanns teiknistofunnar árið 1950 en ýmsir þekktir arkitektar veittu stofunni forstöðu en í kjölfar hans komu aðrir þekktir danskir húsgagnahönnuðir, þar á meðal Poul Volther

Teiknistofunni var lokað árið 1968 en húsgögnin voru framleidd til ársins 1980. Þá voru breyttir tímar, úrval ódýrra húsgagna hafði aukist til muna, ekki síst eftir að IKEA opnaði verslanir í Danmörku, þá fyrstu árið 1969.

Endurkoma

Árið 2013 ákvað FDB að setja á markaðinn nokkur þeirra húsgagna sem áður voru framleidd á verkstæðum fyrirtækisins. Og það var eins og við manninn mælt, húsgögnin rokseldust og nú rekur FDB fleiri en 10 verslanir í Danmörku og húsgögnin auk þess seld í mörgum öðrum húsgagnaverslunum. Auk húsgagna „gömlu meistaranna“ framleiðir FDB nú líka húsgögn yngri hönnuða.

Þess má geta að fyrir fáum árum kom út bók um sögu FDB húsgagnanna, hún ber sama nafn og auglýsingamyndin frá 1945 „En lys og lykkelig fremtid“.

FDB varð COOP amba

Eins og fyrr var nefnt hét það sem lengi hefur verið kallað Coop upphaflega Fællesforeningen for Danmarks BrugsforeningerFDB.

Í ársbyrjun 2002 var formlegu heiti samtakanna breytt og heitir nú Coop amba. Amba merkir andelsselskab með begrænset ansvar, hlutdeildarfélag með takmarkaða ábyrgð.

FDB voru, og eru, deilda- og svæðaskipt almenningsfélög, ekki ósvipað kaupfélögunum hér á Íslandi. Félagar eru nú tæplega tvær milljónir, félagsaðildin kostar ekkert en félagar geta með því að framvísa skírteini safnað afsláttarpunktum og fá auk þess tímaritið Samvirke ókeypis. Verslunum Coop hefur fækkað á undanförnum árum og eru nú tæplega eitt þúsund eins og áður var nefnt en fyrir fimm árum voru þær tólfhundruðCoop er annar risanna í danskri matvöruverslun, með rúmlega 30% markaðshlutdeild og tæplega 40 þúsund starfsmenn. Rétt er að geta þess að í stærri verslunum Coop eru, auk matvöru, seld búsáhöld, ýmis konar fatnaður, reiðhjól og fleira. 

Vandræði Irma toppurinn á ísjakanum

Sú ákvörðun stjórnar Coop að leggja niður Irma nafnið, loka sumum Irma verslunum alveg en breyta öðrum í Coop verslanir vakti mikla athygli meðal Dana. Irma var of lítil rekstrareining var skýring forsvarsmanna Coop. Ýmsir sérfræðingar í verslunarrekstri töldu sig vita að vandræði Coop samstæðunnar væru ekki einskorðuð við Irma. Þeir reyndust sannspáir. Fyrir réttum mánuði tilkynnti Coop að 12 verslunum sem reknar hafa verið undir heitinu DagligBrugsen yrði lokað.

Fyrr í þessum mánuði greindi dagblaðið Berlingske frá því að Coop hefði selt húseignir víða um land fyrir einn milljarð danskra króna (20 milljarðar íslenskir) og í frásögn blaðsins kom jafnframt fram að þessi sala væri liður í endurskipulagninu Coop og fleiri „stórar aðgerðir“ væru framundan.

Síðastliðinn föstudag, 31. mars, var greint frá því að samið hefði verið um sölu á eignum og landspildum Coop í Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn.
Kaupandinn er lífeyrissjóðurinn PensionDanmark, kaupverðið er einn milljarður danskra króna. Coop hefur um langt árabil haft höfuðstöðvar sína í Albertslund, hvort svo verður áfram hefur ekki verið upplýst. Fyrir tveimur árum var greint frá því að PensionDanmark myndi byggja nokkur hundruð íbúðir á svæðinu í Albertslund en með sölunni nú er stigið enn stærra skref.

Af hverju stafa vandræði Coop?

Þótt Coop samsteypan sé enn mjög stór á dönskum dagvörumarkaði sýna tölur að hlutdeild fyrirtækisins hefur minnkað að undanförnu. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Samkeppni á dönskum dagvörumarkaði er hörð, og sérfræðingar í verslunarrekstri segja að verslanir í landinu séu einfaldlega of margar miðað við íbúafjöldann. Rekstur Salling group, sem rekur fjölmargar verslanir undir ýmsum nöfnum, m. a. FøtexBilka og Netto, hefur gengið vel á undanförnum árum. Auk þess hafa komið til sögunnar ný fyrirtæki sem taka til sín bita af kökunni, ef svo mætti segja. Rema 1000, sem opnaði sína fyrstu verslun í Danmörku árið 1994, rekur nú 364 verslanir og til stendur að fjölga þeim enn frekar. Þýska fyrirtækið Lidl, sem rekur 11 þúsund verslanir um víða veröld, opnaði sína fyrstu verslun í Danmörku árið 2005, og rekur þar nú 140 verslanir.

Danskir sérfræðingar á sviði verslunar og viðskipta telja þetta sem hér hefur verið nefnt helstu ástæður þess að Coop hefur látið undan síga á síðustu árum. Hvort þær aðgerðir sem fyrirtækið hefur ráðist í, og framundan eru, duga til að styrkja rekstrarstoðirnar er ekki gott að segja.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár