Þrátt fyrir stóraukið og víðtækt viðnám við vexti kínverskra áhrifa á heiminn er Kína í stórsókn á alþjóðavettvangi. Viðnámið er pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt og spannar hnöttinn allt frá Austur- og Suðaustur-Asíu, um Ástralíu, Suður-Asíu og til Evrópu og Norður-Ameríku. Sumt af þessu þrengir verulega að efnahagslegum og pólitískum möguleikum Kína og veitir sterkt hernaðarlegt aðhald. Ekkert af þessu viðnámi stöðvar hins vegar öran vöxt kínverskra áhrifa. Grunnurinn að þeim er líka traustur. Kína er á flesta mælikvarða annað öflugasta ríki heims, á suma jafnvel það sterkasta, og vex hratt. Stríðið í Úkraínu hefur stóraukið mátt Kína með því að gera Rússland að undirsáta stjórnarinnar í Peking. Kína er orðið að heimsveldi sem enginn getur litið framhjá.
Kína og stríðið
Ekkert ríki hefur viðlíka möguleika og Kína á að leiða ferli til friðar í Úkraínu. Ástæðan er sú að einungis Kína getur tryggt að Rússar haldi samninga sem …
Athugasemdir (2)