Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1090. spurningaþraut: Leikrit og leikritahöfundar

1090. spurningaþraut: Leikrit og leikritahöfundar

Þessi þemaþraut snýst um leikritahöfunda og leikrit. Aukaspurningarnar snúast um íslenska leikritahöfunda en aðalspurningar um erlend leikskáld eða leikrit.

Á fyrri mynd hér að ofan má sjá leikskáld sem reyndar skrifaði ekki aðeins leikrit. Og hún heitir ... hvað?

Svo fæst lárviðarstig fyrir að nefna fyrsta leikritið hennar sem frumsýnt var 1970!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét hinn norski höfundur leikrita eins og Villiöndin, Hedda Gabler. Pétur Gautur og Þjóðníðingur?

2.  Þýska skáldið Goethe samdi laust fyrir 1800 frægt leikrit um efnivið sem margir aðrir hafa líka notað, t.d. Jóhann Sigurjónsson. Efnið snýst um metnaðargjarnan menntamann sem selur djöflinum sál sína fyrir meiri þekkingu. Hjá Jóhanni nefnist þessi persóna Galdra-Loftur, en hvað heitir persónan í leikriti Goethes?

3.  Sölumaður deyr er eitt þekktasta leikrit Bandaríkjanna á 20. öld. Hvað hét höfundur þess?

4.  Frægustu harmleikjahöfundar Forn-Grikkja voru þeir Eskilos, Evripídes og ... og hver?

5.  Óþelló, Hamlet, Ödipus konungur, Coriolanus, Julius Caesar, Lér konungur — hvað af þessum leikritum. er EKKI eftir William Shakespeare? 

6.  En hvaða leikrit, sem sannanlega er eftir Shakespeare, hefst á því að þrjár nornir koma saman?

7.  Í frægu leikriti eftir Ionescu, sem reyndar var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir ekki löngu, fara persónurnar smátt og smátt að breytast í ákveðið dýr. Leikritið heitir eftir þessum dýrum, og nefnist því ... hvað?

8.  Hvað heitir það leikrit sem gengið hefur samfellt lengst í heiminum eða í 71 ár?

9.  Edward Albee skrifaði frægt leikrit sem heitir Hver er hræddur við ... ja, við hvern eða hverja?

10.  Hver skrifaði leikritið Beðið eftir Godot?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi íslenski leikritahöfundur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ibsen.

2.  Faust.

3.  Miller.

4.  Sófókles.

5.  Ödipus konungur.

6.  Macbeth.

7.  Nashyrningarnir.

8.  Músagildran.

9.  Virginiu Woolf.

10.  Beckett.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Svava Jakobsdóttir.

Fyrsta leikritið hennar hét því skemmtilega nafni Hvað er í blýhólknum?

Á neðri myndinni er Tyrfingur Tyrfingsson.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár