Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1090. spurningaþraut: Leikrit og leikritahöfundar

1090. spurningaþraut: Leikrit og leikritahöfundar

Þessi þemaþraut snýst um leikritahöfunda og leikrit. Aukaspurningarnar snúast um íslenska leikritahöfunda en aðalspurningar um erlend leikskáld eða leikrit.

Á fyrri mynd hér að ofan má sjá leikskáld sem reyndar skrifaði ekki aðeins leikrit. Og hún heitir ... hvað?

Svo fæst lárviðarstig fyrir að nefna fyrsta leikritið hennar sem frumsýnt var 1970!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét hinn norski höfundur leikrita eins og Villiöndin, Hedda Gabler. Pétur Gautur og Þjóðníðingur?

2.  Þýska skáldið Goethe samdi laust fyrir 1800 frægt leikrit um efnivið sem margir aðrir hafa líka notað, t.d. Jóhann Sigurjónsson. Efnið snýst um metnaðargjarnan menntamann sem selur djöflinum sál sína fyrir meiri þekkingu. Hjá Jóhanni nefnist þessi persóna Galdra-Loftur, en hvað heitir persónan í leikriti Goethes?

3.  Sölumaður deyr er eitt þekktasta leikrit Bandaríkjanna á 20. öld. Hvað hét höfundur þess?

4.  Frægustu harmleikjahöfundar Forn-Grikkja voru þeir Eskilos, Evripídes og ... og hver?

5.  Óþelló, Hamlet, Ödipus konungur, Coriolanus, Julius Caesar, Lér konungur — hvað af þessum leikritum. er EKKI eftir William Shakespeare? 

6.  En hvaða leikrit, sem sannanlega er eftir Shakespeare, hefst á því að þrjár nornir koma saman?

7.  Í frægu leikriti eftir Ionescu, sem reyndar var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir ekki löngu, fara persónurnar smátt og smátt að breytast í ákveðið dýr. Leikritið heitir eftir þessum dýrum, og nefnist því ... hvað?

8.  Hvað heitir það leikrit sem gengið hefur samfellt lengst í heiminum eða í 71 ár?

9.  Edward Albee skrifaði frægt leikrit sem heitir Hver er hræddur við ... ja, við hvern eða hverja?

10.  Hver skrifaði leikritið Beðið eftir Godot?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi íslenski leikritahöfundur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ibsen.

2.  Faust.

3.  Miller.

4.  Sófókles.

5.  Ödipus konungur.

6.  Macbeth.

7.  Nashyrningarnir.

8.  Músagildran.

9.  Virginiu Woolf.

10.  Beckett.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Svava Jakobsdóttir.

Fyrsta leikritið hennar hét því skemmtilega nafni Hvað er í blýhólknum?

Á neðri myndinni er Tyrfingur Tyrfingsson.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár