Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum

Bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um seg­ir Jón Gunn­ars­son vænt­an­lega hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það væri heppi­leg og smekk­leg ráð­stöf­un að skipa Karl Gauta Hjalta­son sem lög­reglu­stjóra „eft­ir þá kven­fyr­ir­litn­ingu og al­mennu mann­fyr­ir­litn­ingu sem mér og fleir­um var sýnd á Klaust­urs­b­ar hér um ár­ið. Þar var hinn ný­skip­aði lög­reglu­stjóri þátt­tak­andi.“

Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins og Miðflokksins, var í dag skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti féll út af þingi í síðustu kosningum og hefur síðan þá sótt um ýmsar opinberar stöður, meðal annars dómaraembætti. Auk þess sóttist hann eftir stöðu framkvæmdastjóra landskjörstjórnar en fékk ekki. 

Karl Gauti var á meðal þeirra þingmanna sem teknir voru upp á Klaustur bar síðla árs 2018 þar sem fjölmörg ósæmileg ummæli féllu um nafngreint fólk. Hann hélt því sjálfur fram að hann hefði ekki sagt neitt „siðferðislega ámælisvert“. 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var á meðal þeirra sem talað var niðrandi um en Bergþór Ólason, núverandi þingmaður Miðflokksins lét óviðurkvæmileg orð falla um hana. Tíu dögum eftir að samtal þingmannanna á Klaustri var tekið upp mætti Íris fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að ræða samgönguáætlun, en Karl Gauti sat í nefndinni og Bergþór var formaður hennar. Þeir gengu báðir úr fundarsal nefndarinnar áður en Íris kom fyrir nefndina. 

Íris tjáði sig um ráðningu Karls Gauta í færslu á Facebook í dag og sagði að hún sem bæjarstjóri myndi auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega væri skipaður til starfa í Vestmannaeyjum hverju sinni. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“

Karl Gauti mun taka við starfinu næstkomandi laugardag. Hann hefur áður verið sýslumaður og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, frá 1998 til 2014. Þá var hann skólastjóri Lögregluskóla ríkisins á árunum 2014 til 2016, áður enn hann settist á þing árið 2017.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Klamhundar eiga ekki að vera Lögreglustjorar a Islandi
    Jon Likkistu sali er eins og Nazisti. Hægri öflin raða Lögæstlu, Domamalum, Trulmalum
    Rikið a ekki að reka Trufelag hrun hefur orðið hja Þjoðkirku, Klamhundar Prestar og fl spilling. Timi Nuverandi Rikistjornar er Löngu liðin.
    0
  • Viðar Magnússon skrifaði
    Þetta sýnir hvaða álit Jón Gunnarsson hefur á konum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár