Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra

Fjór­ir þing­flokks­for­menn Pírata, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Flokks fólks­ins hafa lagt fram van­traust­stil­lögu á Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra. Síð­ast var van­traust­stil­laga á ráð­herra lögð fram ár­ið 2018 þeg­ar Sig­ríð­ur Á. And­er­sen var dóms­mála­ráð­herra.

Leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra
Þykir leitt að hafa ekki orðað hlutina skýrar Dóms­mála­ráð­herra gaf í skyn úr ræðu­stól Al­þing­is í gær að þing­menn þægju gjaf­ir frá nýj­um Ís­lend­ing­um sem hlot­ið hefðu rík­is­borg­ara­rétt frá Al­þingi. Hann sendi síðan út yf­ir­lýs­ingu í gærkvöldi þar sem hann sagði að hon­um þætti leitt að hann hefði ekki orð­að þann hluta ræðunnar nægi­lega skýrt. Mynd: Bára Huld Beck

Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en með henni eru Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem kemur í stað Loga Einarssonar þingflokksformanns flokksins þar sem hann er staddur erlendis. 

Alþingi þarf að fá gögn til að afgreiða umsóknir með viðunandi hætti

Nokkuð uppnám var á Alþingi í gær þegar þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata komu í pontu og sökuðu dómsmálaráðherra um lögbrot. Var hann meðal annars hvatt­ur til að íhuga stöðu sína al­var­lega. 

Ástæðan var að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk nýlega afhent minnisblað sem tekið var saman í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna Alþingis um afhendingu gagna og upplýsinga. 

Mikil umræða var á síðasta ári í þingsal um afgreiðslu Útlend­inga­­stofn­unar á umsóknum um rík­­is­­borg­­ara­rétt til Alþing­is. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu það að stofnunin drægi að skila inn gögnum og beindist sú gagnrýni ekki síst að dómsmálaráðherra. 

Í niðurstöðu minnisblaðsins, sem var til umræðu í gær, kemur fram að Alþingi fari með forræði á veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Þar kemur jafnframt fram að samkvæmt ákvæði í lögum undirbúi Útlendingastofnun málin, rannsaki hagi umsækjenda og veiti umsögn um þær ásamt því að afla umsagna lögreglustjóra á dvalarstað umsækjenda. 

„Ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 100/1952 binda ekki hendur Alþingis heldur stjórnvalda og fela þar með ekki í sér sérákvæði gagnvart 1. mgr. 51. gr. þingskapa. Þó ákvæði 51. gr. þingskapa hafi ekki verið hugsað til að nota í málum sem varða veitingu ríkisborgararéttar felur ákvæðið í sér þá meginreglu að Alþingi eigi aðgang að upplýsingum frá stjórnvöldum sem eru því nauðsynlegar til að þingið geti gegnt hlutverki sínu. 

Til þess að Alþingi geti afgreitt umsóknir um ríkisborgararétt með viðunandi hætti þarf það að fá þau gögn sem máli skipta. Fáist þau gögn ekki afhent með þeim hætti sem Alþingi óskar eftir getur það í ljósi þess að þingið fer með forræði á málaflokknum beitt 1. mgr. 51. gr. þingskapa til að skylda stjórnvöld til að verða við beiðnum Alþingis innan tiltekins frests. Ákvæðið hefur víðtækt gildisviðs og ekki eru gerðar ríkar kröfur til þess hvernig mál sem nefnd hefur til umfjöllunar er afmarkað,“ segir í niðurstöðunni.  

Brot sem þingið megi ekki láta yfir sig ganga

Þórhildur Sunna sagði undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag, eftir að tillagan var lögð fram, að ráðherrann hefði brotið gegn þingsköpum þegar hann „bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem þingið óskaði eftir“. 

„Með þessu athæfi braut ráðherrann gegn einni af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi. Hann braut gegn upplýsingarétti Alþingis Íslendinga. Það er grafalvarlegt brot gegn þinginu, brot sem þingið má ekki láta yfir sig ganga eins og ekkert hafi gerst. Réttur þingsins til að kalla eftir þeim upplýsingum sem það þarf til að sinna störfum sínum er bundinn í stjórnarskrá, hann er víðtækur og gríðarlega mikilvægur. 

Við erum lýðveldi með þingbundinni stjórn og það má ekki leyfa ráðherrum að taka sér það vald að velja hvaða upplýsingar þeim finnst þingið eiga rétt á að fá og hverjar ekki. Ef við samþykkjum það einu sinni erum við að setja fordæmi sem er ekki bara hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins Íslands,“ sagði hún. 

Af þessum ástæðum sagði Þórhildur Sunna að þingflokksformenn flokkanna fjögurra legðu til vantraust á hendur dómsmálaráðherra; til að standa vörð um grundvallarstjórnskipan Íslands. 

Ráðherra geti ekki notið trausts AlþingisÞórhildur Sunna segir að tillagan snúist um það að ráðherra sem brjóti jafn „freklega“ gegn upplýsingarétti almennings geti ekki, megi ekki og eigi ekki að njóta trausts Alþingis.

„Um það snýst þessi tillaga og ekkert annað. Hún snýst ekki um veitingu ríkisborgararéttar. Hún snýst ekki um Útlendingastofnun. Hún snýst ekki um útlendinga, hvað sem hver segir. Allra síst snýst hún um dylgjur dómsmálaráðherra í garð þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, sem er ein ógeðfelldasta afvegaleiðing sem ég hef orðið vitni að. Þessi tillaga snýst um það að ráðherra sem brýtur jafn freklega gegn upplýsingarétti almennings getur ekki, má ekki og á ekki að njóta trausts þess sama Alþingis,“ sagði hún. Aðrir þingmenn kölluðu eftir að Þórhildur Sunna lauk máli sínu: „Heyr, heyr.“

Ráðherra verður leystur frá embætti ef vantrauststillaga er samþykkt

Í lögum um Stjórnarráð Íslands segir að ráðherrar starfi í umboði Alþingis. Forsætisráðherra sé skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef tillaga um vantraust á ríkisstjórn er samþykkt á Alþingi. Samþykki Alþingi tillögu um vantraust á einstakan ráðherra í ríkisstjórn sé forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti.

Frá 1944 hafa verið lagðar fram þingsályktunartillögur um vantraust á ríkisstjórn í 24 skipti. Þar af var ein tillaga um vantraust á alla ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1994 en henni var vísað frá að tillögu forsætisráðherra. Á tímabilinu var aðeins ein vantrauststillaga samþykkt. Það var árið 1950 þegar ríkisstjórn Ólafs Thors fór frá. Árið 1974 rauf Ólafur Jóhannesson þing áður en vantrauststillaga á ríkisstjórn hans kom til umræðu á þinginu.

Vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen felld árið 2018

Síðast var vantrauststillaga lögð fram á ráðherra árið 2018 þegar tveir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar, Píratar og Sam­fylk­ing, lögðu fram slíka ­til­lögu á Sig­ríði Á. And­er­sen þáverandi dóms­mála­ráð­herra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Það var vegna Lands­rétt­ar­mál­sins svo­kall­aðs, sem snerist um að mats­­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti við Lands­rétt hefði lagt fram til­­lögu um 15 hæf­­ustu ein­stak­l­ing­anna til að taka við 15 stöð­­um. 

Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­­lögu og færa fjóra af lista mats­­nefnd­­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæst­i­­réttur að þeirri nið­­ur­­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­­anum höfð­uðu. Hinir tveir höfðuðu síðan bóta­­mál á hendur rík­­inu sem þeir unnu. 

Neyddist til að stíga til hliðarSigríður Á. Andersen var mikið í sviðsljósinu þegar Landsréttarmálið stóð sem hæst. Hún steig til hliðar sem dómsmálaráðherra í mars 2019.

Van­traust­s­til­lagan kom í kjöl­far þess að umboðs­maður Alþingis sendi bréf til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar. Þar kom fram að hann myndi ekki hefja frum­­­kvæð­is­rann­­­sókn á mál­inu í ljósi yfir­­­stand­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið. Hann gerði hins vegar nokkrar veiga­­­miklar athuga­­­semdir við máls­­­með­­­­­ferð­ina.

Til­lagan var tekin fyrir á Alþingi þann 6. mars 2018 og var hún felld. Atkvæði féllu þannig að 33 voru á móti til­­lög­unni, 29 með­­­fylgj­andi og einn sat hjá, Berg­þór Óla­­son þingmaður Mið­­flokksins. Tveir þing­­menn Vinstri grænna, Rósa Björk Brynj­­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­­son, studdu til­­lögu um van­­traust, en aðrir stjórn­­­ar­­þing­­menn voru á mót­i.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár