Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1

Fanney Birna Jónsdóttir, lögfræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1. Hún er fyrrverandi fréttastjóri Fréttablaðsins, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Kjarnans og hafði umsjón með Silfrinu á RÚV um árabil. Fanney tekur við starfinu af Þresti Helgasyni sem sagði upp febrúar. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri greindi starfsfólki frá ráðningunni í dag. 

Átján sóttu um starf dagskrárstjóra Rásar 1 sem auglýst var í síðasta mánuði. Tveir drógu umsókn sína til baka en meðal þeirra sextán sem eftir stóðu var fjöldi kanóna úr stétt fjölmiðlafólks.

Meðal þeirra sem sem sóttu um stöðuna var Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Læknablaðinu. Gunnhildur er fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins 24 stunda og fyrrverandi umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2.

Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona, sem nýverið lét af störfum sem samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq, var einnig á meðal umsækjenda. Áður en Lára tók við stöðu samskiptastjóra þar hafði hún starfað í fjölmiðlum um árabil, sem fréttamaður og dagskrárgerðarkona, og síðast sem fréttamaður í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

Þá sótti Þorfinnur Ómarsson, bróðir Láru, einnig um stöðuna en þau systkini eru sem kunnugt er börn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns, sem um árabil starfaði á Ríkisútvarpinu. Þorfinnur hefur starfað í fjölmiðlum um árabil og meðal annars stýrt Íslandi í dag á Stöð 2 og Vikulokunum á Rás 1, auk annars.

Guðni Tómasson starfandi dagskrárgerðarmaður á Rás 1 var einnig meðal umsækjenda en hann stýrir þættinum Víðsjá og er fyrrverandi menningarritstjóri Fréttatímans.

María Björk Ingvadóttir sótti einnig um stöðuna en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem hætti starfsemi í byrjun febrúar. Töluverða athygli vakti í desember síðastliðnum þegar meirihluti fjárlaganefndar Alþingis ákvað að veita 100 milljóna króna framlag til reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiddu sjónvarpsefni, eftir að María Björk fór fram á að fá slíkan styrk í beiðni til nefndarinnar. Ekki síst vakti ákvörðunin athygli í ljósi þess að mágur Maríu Bjarkar, Stefán Vagn Stefánsson, situr í meirihluta fjárlaganefndar. Hins vegar var dró fjárlaganefnd í land með veitingu styrksins eftir gagnrýni í fjölmiðlum. María Björk er fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu og starfaði meðal annars hjá svæðisútvarpinu á Norðurlandi.

Þorsteinn J. Vilhjálmsson var þá meðal umsækjenda en Þorsteinn hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi, ýmist hjá fjölmiðlafyrirtækjum eða sjálfstætt. Hann var meðal annars einn stjórnenda í Íslandi í dag á Stöð 2 og hefur starfað bæði á RÚV og Bylgjunni, svo eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári flutti RÚV þætti Þorsteins um Skeggja Ásbjarnarson kennara, þar sem flett var ofan af brotum hans gegn nemendum sínum og vöktu þeir mikla athygli. Þorsteinn fékk nýverið Blaðamannaverðlaun fyrir þættina.

Auk þessara umsækjenda má nefna að meðal annarra sem sóttu um voru Júlía Margrét Einarsdóttir sem er verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona á RÚV, Hjálmar Hjálmarsson leikari, Matthías Tryggvi Haraldsson, sem titlaður er texta- og hugmyndasmiður en er kannski þekktastur fyrir að vera meðlimur hljómsveitarinnar Hatara og Magnús Lyngdal Magnússon sérfræðingur en hann er eiginmaður Ragnhildar Thorlacius, dagskrárgerðarkonu á Rás 1.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Ég hefði viljar sjá Þorsteinn J. í starfið, hann býr að mikilli reynslu of talent, það er bara of mikið að sjöllum þarna á RUV það kemur fram í skort á gæðum og frumleika.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár