Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1

Fanney Birna Jónsdóttir, lögfræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1. Hún er fyrrverandi fréttastjóri Fréttablaðsins, fyrrverandi aðstoðarritstjóri Kjarnans og hafði umsjón með Silfrinu á RÚV um árabil. Fanney tekur við starfinu af Þresti Helgasyni sem sagði upp febrúar. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri greindi starfsfólki frá ráðningunni í dag. 

Átján sóttu um starf dagskrárstjóra Rásar 1 sem auglýst var í síðasta mánuði. Tveir drógu umsókn sína til baka en meðal þeirra sextán sem eftir stóðu var fjöldi kanóna úr stétt fjölmiðlafólks.

Meðal þeirra sem sem sóttu um stöðuna var Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Læknablaðinu. Gunnhildur er fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins 24 stunda og fyrrverandi umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2.

Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona, sem nýverið lét af störfum sem samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq, var einnig á meðal umsækjenda. Áður en Lára tók við stöðu samskiptastjóra þar hafði hún starfað í fjölmiðlum um árabil, sem fréttamaður og dagskrárgerðarkona, og síðast sem fréttamaður í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

Þá sótti Þorfinnur Ómarsson, bróðir Láru, einnig um stöðuna en þau systkini eru sem kunnugt er börn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns, sem um árabil starfaði á Ríkisútvarpinu. Þorfinnur hefur starfað í fjölmiðlum um árabil og meðal annars stýrt Íslandi í dag á Stöð 2 og Vikulokunum á Rás 1, auk annars.

Guðni Tómasson starfandi dagskrárgerðarmaður á Rás 1 var einnig meðal umsækjenda en hann stýrir þættinum Víðsjá og er fyrrverandi menningarritstjóri Fréttatímans.

María Björk Ingvadóttir sótti einnig um stöðuna en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem hætti starfsemi í byrjun febrúar. Töluverða athygli vakti í desember síðastliðnum þegar meirihluti fjárlaganefndar Alþingis ákvað að veita 100 milljóna króna framlag til reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiddu sjónvarpsefni, eftir að María Björk fór fram á að fá slíkan styrk í beiðni til nefndarinnar. Ekki síst vakti ákvörðunin athygli í ljósi þess að mágur Maríu Bjarkar, Stefán Vagn Stefánsson, situr í meirihluta fjárlaganefndar. Hins vegar var dró fjárlaganefnd í land með veitingu styrksins eftir gagnrýni í fjölmiðlum. María Björk er fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu og starfaði meðal annars hjá svæðisútvarpinu á Norðurlandi.

Þorsteinn J. Vilhjálmsson var þá meðal umsækjenda en Þorsteinn hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi, ýmist hjá fjölmiðlafyrirtækjum eða sjálfstætt. Hann var meðal annars einn stjórnenda í Íslandi í dag á Stöð 2 og hefur starfað bæði á RÚV og Bylgjunni, svo eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári flutti RÚV þætti Þorsteins um Skeggja Ásbjarnarson kennara, þar sem flett var ofan af brotum hans gegn nemendum sínum og vöktu þeir mikla athygli. Þorsteinn fékk nýverið Blaðamannaverðlaun fyrir þættina.

Auk þessara umsækjenda má nefna að meðal annarra sem sóttu um voru Júlía Margrét Einarsdóttir sem er verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona á RÚV, Hjálmar Hjálmarsson leikari, Matthías Tryggvi Haraldsson, sem titlaður er texta- og hugmyndasmiður en er kannski þekktastur fyrir að vera meðlimur hljómsveitarinnar Hatara og Magnús Lyngdal Magnússon sérfræðingur en hann er eiginmaður Ragnhildar Thorlacius, dagskrárgerðarkonu á Rás 1.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Ég hefði viljar sjá Þorsteinn J. í starfið, hann býr að mikilli reynslu of talent, það er bara of mikið að sjöllum þarna á RUV það kemur fram í skort á gæðum og frumleika.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár