Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Lítið talað um kraftaverkin Heilbrigðisráðherra segir að staðreyndin sé sú að lítið sé talað um þau kraftaverk sem unnin eru á hverjum einasta degi í heilbrigðiskerfinu. „Megum við missa okkur þangað að fara að hugsa að þetta sé er orðið gott? Nei.“ Mynd: Bára Huld Beck

Heilbrigðismál voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að raunverulega væri verið að gera mjög margt til að ná niður biðlistum. „Það er staðreynd og það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf gagnvart þeim sem eru að djöflast í þessu alla daga,“ sagði hann. 

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata var einn þeirra sem beindi fyrirspurn sinni að ráðherra en hann vitnaði í grein á Vísi frá því í gær sem fjallaði um geðheilbrigðisþjónustu og greiningar barna en þar sagði að biðlisti hefði tæplega tvöfaldast. 

Björn Leví„Hvað þarf til?“ spurði þingmaður Pírata.

„Þar er sagt að það skipti máli að börnin fái þjónustu sem fyrst og ekki skipti máli hversu gömul þau séu, börnin geti ekki beðið og séu börn í mjög stuttan tíma. Það skiptir máli að það sé talað um snemmtæka íhlutun en væntanlega myndi það skipta máli að sinna í raun og veru snemmtækri íhlutun. Það er ekki nóg að segja bara að við þurfum á henni að halda heldur verður eitthvað að gerast. 

En biðlistar lengjast og ráðherra talar og talar um hvað þurfi að gera, tækni og alls konar svoleiðis, en biðlistar lengjast samt. Hvað þarf til? Hvar er í alvörunni þröskuldurinn sem er fyrir okkur í því að allt þetta sem þurfi að gerast gerist í raun og veru á þann hátt að biðlistar haldi ekki áfram að lengjast? Þetta er ekki bara þannig að þetta sé einhvern veginn vandamál á heimsvísu. Þetta er líka vandamál á þann hátt að hjúkrunarfræðingar til dæmis eru hér að fara annars staðar í vinnu og koma ekki í heilbrigðiskerfið af því að launin eru einfaldlega ekki ásættanleg miðað við ábyrgð. Allir sem maður talar við innan heilbrigðiskerfisins eru þar, allir. Þeir segja: Tvöfaldið laun hjúkrunarfræðinga og þetta er komið í lag á morgun. Því er þetta peningalegt vandamál, ekki bara tæknilegt og fræðilegt og svo framvegis,“ sagði hann. 

Spurði Björn Leví Willum hvar þröskuldarnir væru fyrir því að hægt væri að sinna heilbrigðisþjónustu á þann hátt að biðlistar hættu að lengjast.

Fjölmörg atriði koma til

Willum svaraði og sagði að Björn Leví hefði komið með ágætistillögu um að taka kjaramálin inn í heilbrigðisráðuneytið. „Það væri ágætt, þannig að maður hefði þetta bara allt á einni hendi. En þetta er flókið samspil á milli fjármuna, eins og háttvirtur þingmaður þekkir mjög vel úr störfum sínum í fjárlaganefnd, en við þurfum líka fólk til að sinna þjónustunni og þetta spilar saman.“

Varðandi biðlista þá sagði hann að þar væru fjölmörg atriði sem kæmu til. „Tilvísunum hefur einnig fjölgað og við höfum reynt að leysa þetta í svona tilvísunarkerfi. Það vaknar upp, getum við kallað, grunur um að það sé ADHD eða röskun á einhverfurófi, svo ég taki dæmi og þá þarf að hafa í huga að stundum er tilvísunum vísað frá eða niðurstaðan verður önnur greining. Þetta er flókið. Við erum að eflast í þessu. Við erum líka búin að breyta skipulaginu. Við erum búin að fjölga starfsfólkinu í heilsugæslunni. Við höfum nýverið útvistað samningum, meðal annars til sjálfstætt starfandi aðila, og við erum búin að útvista samningum til Janusar heilsueflingar sem er að vinna með endurhæfingu, þannig að við erum að reyna að leita allra leiða til að vinna á þessum biðlistum. Við erum í stöðugu samtali við meðal annars samtökin og við erum að hefja grænbókarvinnu til að ná kannski betri sýn á það hvernig biðlistinn kemur til. Hann er ekki raunverulega svona langur,“ sagði hann. 

Biðlistinn það langur að fólk gefst upp

Björn Leví tók undir með ráðherranum og sagði að biðlistinn væri í raun og veru ekki svona langur en hann væri samt það langur að fólk gæfist upp og kærði sjálft sig til barnaverndar. 

„Það er málið sem ég var að tala um. Það var málið sem ég var að vísa í, til að komast í greiningu. Það var það sem var fjallað um í fréttinni sem ég vísaði til í fyrri spurningu minni. Ég heyri það sem ráðherra segir en ég sé ekki áhrifin af því, ég sé ekki ráðherra koma og segja: „Þetta hérna er vandinn. Við erum að gera þetta núna og áhrifin af því koma í ljós eftir hálft ár af því að þá erum við búin að ná að þjálfa upp mannskapinn sem getur tæklað áskorunina sem við erum með í biðlistum til þess að koma fólki á rétta staði.“ Það er engin svoleiðis áætlun í gangi sem ég sé. Ég sé bara: „Við erum að reyna að útvista hinu og þessu, senda fólk hingað og þangað, við vitum ekkert hvað það kostar, vitum ekkert hvaða áhrif það hefur og biðlistar lengjast á meðan“,“ sagði Björn Leví. 

Raunverulega verið að gera mjög margt

Willum Þór sagði í kjölfarið að stjórnvöld væru raunverulega að takast á við þessa stöðu og að þau vildu svo sannarlega að börnin og allir þeir sem þurfa á þessari þjónustu og greiningu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi. 

„Þess vegna þurfum við að greina mjög vel listann. Við fórum í skipulagsbreytingar, sem háttvirtur þingmaður þekkir mjög vel, um að setja á fót geðheilsumiðstöð barna. Við fjölguðum sérfræðingum og núna er heilsugæslan, sem heldur heildstætt utan um þetta og er að horfa inn í þetta til að nýta þá aukafjármuni sem við settum til heilsugæslunnar til að takast á við þetta, inn í þessar skipulagsbreytingar, þ.e.a.s. já, við getum fengið aðstoð annars staðar frá til þess að styðja við það að ná niður biðlistum. Þannig að það er raunverulega verið að gera mjög margt einmitt til að kljást við þetta verkefni. Það er staðreynd og það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf gagnvart þeim sem eru að djöflast í þessu alla daga,“ sagði hann. 

Fólk flýr land

Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi fyrirspurnum sínum einnig að heilbrigðisráðherra. 

„Fólk er að flýja land með heyrnarlaus börn af því það fær ekki þjónustu, flýja land. Við erum ekki að tala um eldri borgara sem eru þarna undir í þessum greiningum. Við erum að tala um konur, og karla líka, á besta aldri sem er að greinast allt of seint með sjúkdóma sem hefði verið hægt að lækna en eru greindir þegar þeir eru komnir á fjórða stig og ólæknandi. Við getum ekki sætt okkur við þetta og við eigum ekki að sætta okkur við það,“ sagði hann meðal annars og spurði ráðherrann hvernig hann ætlaði að leysa málið. 

„Við getum ekki sætt okkur við þetta“Guðmundur Ingi segir að ekki sé hægt að sætta sig við lélega þjónustu í heilbrigðiskerfinu.

Tölum lítið um kraftaverkin í heilbrigðiskerfinu

Í svari Willums sagði hann að auðvitað yrði að halda aðeins athyglinni á því hvað verið væri að takast á við. 

„Erum við með gott heilbrigðiskerfi? Já, við erum með framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Er mikið álag? Já, það er mikið álag og er búið að vera viðvarandi álag. Er þetta einstakt í heiminum, það sem við erum að kljást við, vaxandi þörf fyrir fleira fólk til að sinna þjónustunni, fleiri legurými, öflugri snemmgreiningar? Nei, það er ekki einstakt og við erum að reyna að vinna með það. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum lítið að tala um þau kraftaverk sem eru unnin á hverjum einasta degi í okkar heilbrigðiskerfi. Megum við missa okkur þangað að fara að hugsa að þetta sé er orðið gott? Nei,“ sagði hann. 

Hann sagðist jafnframt taka undir með Guðmundi Inga. „Við verðum auðvitað að vinna og gera allt sem við getum til þess að efla snemmgreiningar, forvirkar aðgerðir, nýta tæknina, fjölga fólki í námi og styrkja og styðja öflugt heilbrigðiskerfi sem er fyrir, vegna þess að það er risaáskorun að halda í öflugt heilbrigðiskerfi. Fer eitthvað úrskeiðis, því miður, og er það viðkvæmt? Já, það er það og maður hefur auðvitað fulla samúð með því í þeim tilvikum þegar það gerist.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Dæmigert svar framsóknarmanns. Staðreyndin er sú að það er enginn að argast út í fólkið sem vinnur kraftaverk innan heilbrigðiskerfisins á hverjum degi heldur beinist gagnrýnin að aðstöðunni sem þeim er sköpuð eða ekki sköpuð af stjórnvöldum til að vinna þau.
    0
  • IJ
    Ingibjörg Jónasdóttir skrifaði
    Síðan hvenær varð Guðmundur Ingi Guðbrandsson þingflokksformaður Flokks fólksins?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár