Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Lítið talað um kraftaverkin Heilbrigðisráðherra segir að staðreyndin sé sú að lítið sé talað um þau kraftaverk sem unnin eru á hverjum einasta degi í heilbrigðiskerfinu. „Megum við missa okkur þangað að fara að hugsa að þetta sé er orðið gott? Nei.“ Mynd: Bára Huld Beck

Heilbrigðismál voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að raunverulega væri verið að gera mjög margt til að ná niður biðlistum. „Það er staðreynd og það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf gagnvart þeim sem eru að djöflast í þessu alla daga,“ sagði hann. 

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata var einn þeirra sem beindi fyrirspurn sinni að ráðherra en hann vitnaði í grein á Vísi frá því í gær sem fjallaði um geðheilbrigðisþjónustu og greiningar barna en þar sagði að biðlisti hefði tæplega tvöfaldast. 

Björn Leví„Hvað þarf til?“ spurði þingmaður Pírata.

„Þar er sagt að það skipti máli að börnin fái þjónustu sem fyrst og ekki skipti máli hversu gömul þau séu, börnin geti ekki beðið og séu börn í mjög stuttan tíma. Það skiptir máli að það sé talað um snemmtæka íhlutun en væntanlega myndi það skipta máli að sinna í raun og veru snemmtækri íhlutun. Það er ekki nóg að segja bara að við þurfum á henni að halda heldur verður eitthvað að gerast. 

En biðlistar lengjast og ráðherra talar og talar um hvað þurfi að gera, tækni og alls konar svoleiðis, en biðlistar lengjast samt. Hvað þarf til? Hvar er í alvörunni þröskuldurinn sem er fyrir okkur í því að allt þetta sem þurfi að gerast gerist í raun og veru á þann hátt að biðlistar haldi ekki áfram að lengjast? Þetta er ekki bara þannig að þetta sé einhvern veginn vandamál á heimsvísu. Þetta er líka vandamál á þann hátt að hjúkrunarfræðingar til dæmis eru hér að fara annars staðar í vinnu og koma ekki í heilbrigðiskerfið af því að launin eru einfaldlega ekki ásættanleg miðað við ábyrgð. Allir sem maður talar við innan heilbrigðiskerfisins eru þar, allir. Þeir segja: Tvöfaldið laun hjúkrunarfræðinga og þetta er komið í lag á morgun. Því er þetta peningalegt vandamál, ekki bara tæknilegt og fræðilegt og svo framvegis,“ sagði hann. 

Spurði Björn Leví Willum hvar þröskuldarnir væru fyrir því að hægt væri að sinna heilbrigðisþjónustu á þann hátt að biðlistar hættu að lengjast.

Fjölmörg atriði koma til

Willum svaraði og sagði að Björn Leví hefði komið með ágætistillögu um að taka kjaramálin inn í heilbrigðisráðuneytið. „Það væri ágætt, þannig að maður hefði þetta bara allt á einni hendi. En þetta er flókið samspil á milli fjármuna, eins og háttvirtur þingmaður þekkir mjög vel úr störfum sínum í fjárlaganefnd, en við þurfum líka fólk til að sinna þjónustunni og þetta spilar saman.“

Varðandi biðlista þá sagði hann að þar væru fjölmörg atriði sem kæmu til. „Tilvísunum hefur einnig fjölgað og við höfum reynt að leysa þetta í svona tilvísunarkerfi. Það vaknar upp, getum við kallað, grunur um að það sé ADHD eða röskun á einhverfurófi, svo ég taki dæmi og þá þarf að hafa í huga að stundum er tilvísunum vísað frá eða niðurstaðan verður önnur greining. Þetta er flókið. Við erum að eflast í þessu. Við erum líka búin að breyta skipulaginu. Við erum búin að fjölga starfsfólkinu í heilsugæslunni. Við höfum nýverið útvistað samningum, meðal annars til sjálfstætt starfandi aðila, og við erum búin að útvista samningum til Janusar heilsueflingar sem er að vinna með endurhæfingu, þannig að við erum að reyna að leita allra leiða til að vinna á þessum biðlistum. Við erum í stöðugu samtali við meðal annars samtökin og við erum að hefja grænbókarvinnu til að ná kannski betri sýn á það hvernig biðlistinn kemur til. Hann er ekki raunverulega svona langur,“ sagði hann. 

Biðlistinn það langur að fólk gefst upp

Björn Leví tók undir með ráðherranum og sagði að biðlistinn væri í raun og veru ekki svona langur en hann væri samt það langur að fólk gæfist upp og kærði sjálft sig til barnaverndar. 

„Það er málið sem ég var að tala um. Það var málið sem ég var að vísa í, til að komast í greiningu. Það var það sem var fjallað um í fréttinni sem ég vísaði til í fyrri spurningu minni. Ég heyri það sem ráðherra segir en ég sé ekki áhrifin af því, ég sé ekki ráðherra koma og segja: „Þetta hérna er vandinn. Við erum að gera þetta núna og áhrifin af því koma í ljós eftir hálft ár af því að þá erum við búin að ná að þjálfa upp mannskapinn sem getur tæklað áskorunina sem við erum með í biðlistum til þess að koma fólki á rétta staði.“ Það er engin svoleiðis áætlun í gangi sem ég sé. Ég sé bara: „Við erum að reyna að útvista hinu og þessu, senda fólk hingað og þangað, við vitum ekkert hvað það kostar, vitum ekkert hvaða áhrif það hefur og biðlistar lengjast á meðan“,“ sagði Björn Leví. 

Raunverulega verið að gera mjög margt

Willum Þór sagði í kjölfarið að stjórnvöld væru raunverulega að takast á við þessa stöðu og að þau vildu svo sannarlega að börnin og allir þeir sem þurfa á þessari þjónustu og greiningu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi. 

„Þess vegna þurfum við að greina mjög vel listann. Við fórum í skipulagsbreytingar, sem háttvirtur þingmaður þekkir mjög vel, um að setja á fót geðheilsumiðstöð barna. Við fjölguðum sérfræðingum og núna er heilsugæslan, sem heldur heildstætt utan um þetta og er að horfa inn í þetta til að nýta þá aukafjármuni sem við settum til heilsugæslunnar til að takast á við þetta, inn í þessar skipulagsbreytingar, þ.e.a.s. já, við getum fengið aðstoð annars staðar frá til þess að styðja við það að ná niður biðlistum. Þannig að það er raunverulega verið að gera mjög margt einmitt til að kljást við þetta verkefni. Það er staðreynd og það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf gagnvart þeim sem eru að djöflast í þessu alla daga,“ sagði hann. 

Fólk flýr land

Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi fyrirspurnum sínum einnig að heilbrigðisráðherra. 

„Fólk er að flýja land með heyrnarlaus börn af því það fær ekki þjónustu, flýja land. Við erum ekki að tala um eldri borgara sem eru þarna undir í þessum greiningum. Við erum að tala um konur, og karla líka, á besta aldri sem er að greinast allt of seint með sjúkdóma sem hefði verið hægt að lækna en eru greindir þegar þeir eru komnir á fjórða stig og ólæknandi. Við getum ekki sætt okkur við þetta og við eigum ekki að sætta okkur við það,“ sagði hann meðal annars og spurði ráðherrann hvernig hann ætlaði að leysa málið. 

„Við getum ekki sætt okkur við þetta“Guðmundur Ingi segir að ekki sé hægt að sætta sig við lélega þjónustu í heilbrigðiskerfinu.

Tölum lítið um kraftaverkin í heilbrigðiskerfinu

Í svari Willums sagði hann að auðvitað yrði að halda aðeins athyglinni á því hvað verið væri að takast á við. 

„Erum við með gott heilbrigðiskerfi? Já, við erum með framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Er mikið álag? Já, það er mikið álag og er búið að vera viðvarandi álag. Er þetta einstakt í heiminum, það sem við erum að kljást við, vaxandi þörf fyrir fleira fólk til að sinna þjónustunni, fleiri legurými, öflugri snemmgreiningar? Nei, það er ekki einstakt og við erum að reyna að vinna með það. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum lítið að tala um þau kraftaverk sem eru unnin á hverjum einasta degi í okkar heilbrigðiskerfi. Megum við missa okkur þangað að fara að hugsa að þetta sé er orðið gott? Nei,“ sagði hann. 

Hann sagðist jafnframt taka undir með Guðmundi Inga. „Við verðum auðvitað að vinna og gera allt sem við getum til þess að efla snemmgreiningar, forvirkar aðgerðir, nýta tæknina, fjölga fólki í námi og styrkja og styðja öflugt heilbrigðiskerfi sem er fyrir, vegna þess að það er risaáskorun að halda í öflugt heilbrigðiskerfi. Fer eitthvað úrskeiðis, því miður, og er það viðkvæmt? Já, það er það og maður hefur auðvitað fulla samúð með því í þeim tilvikum þegar það gerist.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Dæmigert svar framsóknarmanns. Staðreyndin er sú að það er enginn að argast út í fólkið sem vinnur kraftaverk innan heilbrigðiskerfisins á hverjum degi heldur beinist gagnrýnin að aðstöðunni sem þeim er sköpuð eða ekki sköpuð af stjórnvöldum til að vinna þau.
    0
  • IJ
    Ingibjörg Jónasdóttir skrifaði
    Síðan hvenær varð Guðmundur Ingi Guðbrandsson þingflokksformaður Flokks fólksins?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár