Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.

„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
Verður að klára verkið Jón Björn Hákonarsson bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir flóðið í morgun sýna mikilvægi þess að ráðist verði hið fyrsta í að klára uppbyggingu varnarmannvirkja fyrir ofan byggðina í Neskaupstað.

Verið er að rýma að minnsta kosti sjö götur í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu, eftir að snjóflóð féll á fjögurra íbúða hús í götunni Starmýri í morgun. Um er að ræða götur í Mýrahverfi og hluta af Bakkahverfi. Ekki urðu teljandi slys á fólki í flóðinu en einhverjir íbúa hússins sem flóðið féll á eru með skrámur, einkum eftir glerbrot.

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðarbyggðar segir að verið sé að rýma reiti 16 og 17, og að hluta til reit 18. Hann hafi ekki nákvæma tölu á húsunum sem um ræðir að svo komnu máli en þau séu talin í tugum, í það minnsta fjörutíu hús. Meðal þeirra húsa sem eru í nefndum reitum er Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað en að sögn Jóns Björns er það þó ekki talið í hættu, það sé utan þess svæðis þar sem talin er snjóflóðahætta. „Við erum að rýma þessi hús, björgunarsveitin fer hús úr húsi. Auðvitað eru einhverjir farnir og við biðjum fólk á rýmingarsvæðinu, sem hefur ekki farið í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð heldur eitthvað annað, að hringja í 1717, síma Rauða krossins, og skrá sig þar.“

Moksnjóar enn fyrir austan

Enn moksnjóar á Norðfirði og bætir í. Samkvæmt veðurspá mun snjóa eitthvað fram eftir degi. Ófært er fyrir smærri bíla þó að breyttir bílar komist um. Þannig verður fólk að bíða eftir því að fá aðstoð við að komast úr húsum sínum ef þannig háttar. Snjóruðningstæki eru að störfum í bænum, í þeim götum sem verið er að rýma, til að auðvelda rýminguna. Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, býr á Norðfirði og segir gríðarlegan snjó í bænum. „Það er töluverð snjókoma ennþá, ég sé á milli húsa núna en ekki mikið lengra en það.“

„Það þarf að ljúka uppbyggingu varnarmannvirkja hér sem fyrst“
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.

Fólk hefur verið beðið um að halda sig heima, skólahaldi hefur verið aflýst í Fjarðabyggð allri í dag. „112 sendu út sms og biðluðu til fólks að halda sig heima,“ segir Stefán og bætir við hann telji að engin starfsemi sé í gangi í fyrirtækjum í bænum að svo komnu máli.

Vekur hræðslu hjá íbúum

Fjöldi snjóflóða féll í Norðfirði 20. desember árið 1974, þar af tvö í byggð. Í þeim létust tólf manns en þrettán var bjargað eða komust af sjálfsdáðum úr flóðunum.  

Jón Björn segist hafa hitt hluta af því fólki sem var í húsinu sem flóðið féll á, það hafi verið komið niður í björgunarsveitarhús þegar hann kom þangað. Spurður hvernig það hafi borið sig segir Jón Björn að þegar svona gerist fyllist fólk æðruleysi og takist á við hlutina saman. „Auðvitað er fólk skekið eftir svona, og auðvitað er hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974. En á sama tíma erum við óskaplega ánægð með að vera komin með þessa þrjá stóru varnargarða sem verja auðvitað lungann af byggðinni. Sá fjórði á að koma fyrir ofan þetta svæði og það er ljóst að þörfin á honum er mikil. Það stendur þá bara á því að ríkið hleypi í þetta fjármagni, sem auðvitað er búið að innheimta með brunatryggingum landsmanna. Það þarf að ljúka uppbyggingu varnarmannvirkja hér sem fyrst, eins og raunar víða annars staðar.“

„Ég get sagt fyrir mitt leyti að þetta er ekki eitthvað sem ég átti von á að upplifa“
Stefán Þór Eysteinsson
formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar og íbúi á Norðfirði.

Ofanflóðasjóður kynnti hönnun á síðasta áfanga ofanflóðavarna á Neskaupstað fyrir um hálfum mánuði síðan. Því má segja að hægt sé að ráðast í framkvæmdina, en hins vegar er ekki búið að tryggja til þess fjármagn. „Ég held að þetta sýni bara hversu bráðnauðsynlegt er að ráðast í þessa framkvæmd sem allra, allra fyrst. Það er ekki eftir neinu að bíða, ég held að þetta sýni það svart á hvítu,“ segir Stefán.

Spurður hvernig fólki líði segir Stefán að staðan sé óþægileg. „Þetta auðvitað vekur hræðslu og fyrir suma vekur þetta upp gamlar minningar. Ég get sagt fyrir mitt leyti að þetta er ekki eitthvað sem ég átti von á að upplifa.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Snjóflóð í Neskaupstað

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár