Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.

„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
Verður að klára verkið Jón Björn Hákonarsson bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir flóðið í morgun sýna mikilvægi þess að ráðist verði hið fyrsta í að klára uppbyggingu varnarmannvirkja fyrir ofan byggðina í Neskaupstað.

Verið er að rýma að minnsta kosti sjö götur í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu, eftir að snjóflóð féll á fjögurra íbúða hús í götunni Starmýri í morgun. Um er að ræða götur í Mýrahverfi og hluta af Bakkahverfi. Ekki urðu teljandi slys á fólki í flóðinu en einhverjir íbúa hússins sem flóðið féll á eru með skrámur, einkum eftir glerbrot.

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðarbyggðar segir að verið sé að rýma reiti 16 og 17, og að hluta til reit 18. Hann hafi ekki nákvæma tölu á húsunum sem um ræðir að svo komnu máli en þau séu talin í tugum, í það minnsta fjörutíu hús. Meðal þeirra húsa sem eru í nefndum reitum er Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað en að sögn Jóns Björns er það þó ekki talið í hættu, það sé utan þess svæðis þar sem talin er snjóflóðahætta. „Við erum að rýma þessi hús, björgunarsveitin fer hús úr húsi. Auðvitað eru einhverjir farnir og við biðjum fólk á rýmingarsvæðinu, sem hefur ekki farið í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð heldur eitthvað annað, að hringja í 1717, síma Rauða krossins, og skrá sig þar.“

Moksnjóar enn fyrir austan

Enn moksnjóar á Norðfirði og bætir í. Samkvæmt veðurspá mun snjóa eitthvað fram eftir degi. Ófært er fyrir smærri bíla þó að breyttir bílar komist um. Þannig verður fólk að bíða eftir því að fá aðstoð við að komast úr húsum sínum ef þannig háttar. Snjóruðningstæki eru að störfum í bænum, í þeim götum sem verið er að rýma, til að auðvelda rýminguna. Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, býr á Norðfirði og segir gríðarlegan snjó í bænum. „Það er töluverð snjókoma ennþá, ég sé á milli húsa núna en ekki mikið lengra en það.“

„Það þarf að ljúka uppbyggingu varnarmannvirkja hér sem fyrst“
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.

Fólk hefur verið beðið um að halda sig heima, skólahaldi hefur verið aflýst í Fjarðabyggð allri í dag. „112 sendu út sms og biðluðu til fólks að halda sig heima,“ segir Stefán og bætir við hann telji að engin starfsemi sé í gangi í fyrirtækjum í bænum að svo komnu máli.

Vekur hræðslu hjá íbúum

Fjöldi snjóflóða féll í Norðfirði 20. desember árið 1974, þar af tvö í byggð. Í þeim létust tólf manns en þrettán var bjargað eða komust af sjálfsdáðum úr flóðunum.  

Jón Björn segist hafa hitt hluta af því fólki sem var í húsinu sem flóðið féll á, það hafi verið komið niður í björgunarsveitarhús þegar hann kom þangað. Spurður hvernig það hafi borið sig segir Jón Björn að þegar svona gerist fyllist fólk æðruleysi og takist á við hlutina saman. „Auðvitað er fólk skekið eftir svona, og auðvitað er hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974. En á sama tíma erum við óskaplega ánægð með að vera komin með þessa þrjá stóru varnargarða sem verja auðvitað lungann af byggðinni. Sá fjórði á að koma fyrir ofan þetta svæði og það er ljóst að þörfin á honum er mikil. Það stendur þá bara á því að ríkið hleypi í þetta fjármagni, sem auðvitað er búið að innheimta með brunatryggingum landsmanna. Það þarf að ljúka uppbyggingu varnarmannvirkja hér sem fyrst, eins og raunar víða annars staðar.“

„Ég get sagt fyrir mitt leyti að þetta er ekki eitthvað sem ég átti von á að upplifa“
Stefán Þór Eysteinsson
formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar og íbúi á Norðfirði.

Ofanflóðasjóður kynnti hönnun á síðasta áfanga ofanflóðavarna á Neskaupstað fyrir um hálfum mánuði síðan. Því má segja að hægt sé að ráðast í framkvæmdina, en hins vegar er ekki búið að tryggja til þess fjármagn. „Ég held að þetta sýni bara hversu bráðnauðsynlegt er að ráðast í þessa framkvæmd sem allra, allra fyrst. Það er ekki eftir neinu að bíða, ég held að þetta sýni það svart á hvítu,“ segir Stefán.

Spurður hvernig fólki líði segir Stefán að staðan sé óþægileg. „Þetta auðvitað vekur hræðslu og fyrir suma vekur þetta upp gamlar minningar. Ég get sagt fyrir mitt leyti að þetta er ekki eitthvað sem ég átti von á að upplifa.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Snjóflóð í Neskaupstað

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár