Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1089. spurningaþraut: Hvaða drottning varð fyrir óláni?

1089. spurningaþraut: Hvaða drottning varð fyrir óláni?

Fyrri aukaspurning:

Hver eða hverjir bjuggu í húsinu á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Máritíus?

2.  Dagný Hulda Erlendsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir eru báðar ... hvað?

3.  Bonnie D. Zacherle heitir bandarísk kona sem nú er 76 ára. Árið 1981 komu á markað litrík leikföng sem hún átti mestan þátt í að hanna og ári seinna kom út önnur útgáfa með örlítið breyttu nafni. Nú meira en 40 árum síðar eru þessi leikföng enn í fullu fjöri og auk leikfanganna sjálfra eru gerðir um þau sjónvarpsþættir, gefnar út bækur og bíómyndir. Leikurinn snýst um ákveðin alþekkt húsdýr. Hvað er hér um að ræða?

4.  Hvað þýðir latneska orðið aqua?

5.  Drottning ein varð fyrir því óláni að karl hennar kóngurinn var drepinn af óþekktum morðvargi. Nokkru síðar kynntist drottning álitlegum ungum pilti og gekk að eiga hann. Enn síðar kom í ljós að hann var löngu týndur sonur hennar. Og viti menn, það var hann sem reyndist hafa drepið kónginn fyrrum. Þótti þetta að vonum hið versta mál. En hvar var hún drottning? Hér þarf svarið að vera afar nákvæmt.

6.  En hvar var svokölluð  Blóð-María drottning?

7.  Hvað hét yngri systir hennar?

8.  Þau Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Brynhildur Karlsdóttir eru í hljómsveit sem heitir heldur kvikindislegu nafni. Hvað heitir hljómsveitin þeirra?

9.  Hvaða filmstjarna stóð í ströngu fyrir dómi í síðasta mánuði vegna áreksturs í skíðabrekku?

10.  Vignar Vatnar Stefánsson varð fyrir örfáum vikum 16. Íslendingurinn til að ná tilteknum árangri. Hvaða árangur var það?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi ungi maður heitir O'Connell að eftirnafni. Hann er ljómandi góður tónlistarmaður. En samt er hann ennþá frægari vegna fjölskyldutengsla. Hver eru þau?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  Fréttamenn hjá RÚV.

3.  My Little Pony.

4.  Vatn.

5.  Þebu í Grikklandi.

6.  Englandi.

7.  Elísabet.

8.  Kvikindi.

9. Gwyneth Paltrow.

10.  Hann varð stórmeistari í skák.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er heimili Flintstone-fjöskyldunnar.

Hér má sjá heimilisföðurinn Fred berja að dyrum eftir að hafa læst sig úti einhvern tíma á steinöld.

Finneas O'Connell er langfrægastur fyrir að vera bróðir Billie Eilish en hann á reyndar sinn þátt í tónlistarafrekum hennar.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár