Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1089. spurningaþraut: Hvaða drottning varð fyrir óláni?

1089. spurningaþraut: Hvaða drottning varð fyrir óláni?

Fyrri aukaspurning:

Hver eða hverjir bjuggu í húsinu á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Máritíus?

2.  Dagný Hulda Erlendsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir eru báðar ... hvað?

3.  Bonnie D. Zacherle heitir bandarísk kona sem nú er 76 ára. Árið 1981 komu á markað litrík leikföng sem hún átti mestan þátt í að hanna og ári seinna kom út önnur útgáfa með örlítið breyttu nafni. Nú meira en 40 árum síðar eru þessi leikföng enn í fullu fjöri og auk leikfanganna sjálfra eru gerðir um þau sjónvarpsþættir, gefnar út bækur og bíómyndir. Leikurinn snýst um ákveðin alþekkt húsdýr. Hvað er hér um að ræða?

4.  Hvað þýðir latneska orðið aqua?

5.  Drottning ein varð fyrir því óláni að karl hennar kóngurinn var drepinn af óþekktum morðvargi. Nokkru síðar kynntist drottning álitlegum ungum pilti og gekk að eiga hann. Enn síðar kom í ljós að hann var löngu týndur sonur hennar. Og viti menn, það var hann sem reyndist hafa drepið kónginn fyrrum. Þótti þetta að vonum hið versta mál. En hvar var hún drottning? Hér þarf svarið að vera afar nákvæmt.

6.  En hvar var svokölluð  Blóð-María drottning?

7.  Hvað hét yngri systir hennar?

8.  Þau Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Brynhildur Karlsdóttir eru í hljómsveit sem heitir heldur kvikindislegu nafni. Hvað heitir hljómsveitin þeirra?

9.  Hvaða filmstjarna stóð í ströngu fyrir dómi í síðasta mánuði vegna áreksturs í skíðabrekku?

10.  Vignar Vatnar Stefánsson varð fyrir örfáum vikum 16. Íslendingurinn til að ná tilteknum árangri. Hvaða árangur var það?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi ungi maður heitir O'Connell að eftirnafni. Hann er ljómandi góður tónlistarmaður. En samt er hann ennþá frægari vegna fjölskyldutengsla. Hver eru þau?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  Fréttamenn hjá RÚV.

3.  My Little Pony.

4.  Vatn.

5.  Þebu í Grikklandi.

6.  Englandi.

7.  Elísabet.

8.  Kvikindi.

9. Gwyneth Paltrow.

10.  Hann varð stórmeistari í skák.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er heimili Flintstone-fjöskyldunnar.

Hér má sjá heimilisföðurinn Fred berja að dyrum eftir að hafa læst sig úti einhvern tíma á steinöld.

Finneas O'Connell er langfrægastur fyrir að vera bróðir Billie Eilish en hann á reyndar sinn þátt í tónlistarafrekum hennar.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár