Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1089. spurningaþraut: Hvaða drottning varð fyrir óláni?

1089. spurningaþraut: Hvaða drottning varð fyrir óláni?

Fyrri aukaspurning:

Hver eða hverjir bjuggu í húsinu á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Máritíus?

2.  Dagný Hulda Erlendsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir eru báðar ... hvað?

3.  Bonnie D. Zacherle heitir bandarísk kona sem nú er 76 ára. Árið 1981 komu á markað litrík leikföng sem hún átti mestan þátt í að hanna og ári seinna kom út önnur útgáfa með örlítið breyttu nafni. Nú meira en 40 árum síðar eru þessi leikföng enn í fullu fjöri og auk leikfanganna sjálfra eru gerðir um þau sjónvarpsþættir, gefnar út bækur og bíómyndir. Leikurinn snýst um ákveðin alþekkt húsdýr. Hvað er hér um að ræða?

4.  Hvað þýðir latneska orðið aqua?

5.  Drottning ein varð fyrir því óláni að karl hennar kóngurinn var drepinn af óþekktum morðvargi. Nokkru síðar kynntist drottning álitlegum ungum pilti og gekk að eiga hann. Enn síðar kom í ljós að hann var löngu týndur sonur hennar. Og viti menn, það var hann sem reyndist hafa drepið kónginn fyrrum. Þótti þetta að vonum hið versta mál. En hvar var hún drottning? Hér þarf svarið að vera afar nákvæmt.

6.  En hvar var svokölluð  Blóð-María drottning?

7.  Hvað hét yngri systir hennar?

8.  Þau Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Brynhildur Karlsdóttir eru í hljómsveit sem heitir heldur kvikindislegu nafni. Hvað heitir hljómsveitin þeirra?

9.  Hvaða filmstjarna stóð í ströngu fyrir dómi í síðasta mánuði vegna áreksturs í skíðabrekku?

10.  Vignar Vatnar Stefánsson varð fyrir örfáum vikum 16. Íslendingurinn til að ná tilteknum árangri. Hvaða árangur var það?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi ungi maður heitir O'Connell að eftirnafni. Hann er ljómandi góður tónlistarmaður. En samt er hann ennþá frægari vegna fjölskyldutengsla. Hver eru þau?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  Fréttamenn hjá RÚV.

3.  My Little Pony.

4.  Vatn.

5.  Þebu í Grikklandi.

6.  Englandi.

7.  Elísabet.

8.  Kvikindi.

9. Gwyneth Paltrow.

10.  Hann varð stórmeistari í skák.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er heimili Flintstone-fjöskyldunnar.

Hér má sjá heimilisföðurinn Fred berja að dyrum eftir að hafa læst sig úti einhvern tíma á steinöld.

Finneas O'Connell er langfrægastur fyrir að vera bróðir Billie Eilish en hann á reyndar sinn þátt í tónlistarafrekum hennar.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár