Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1088. spurningaþraut: Er ekki frost örugglega farið frá Fróni?

1088. spurningaþraut: Er ekki frost örugglega farið frá Fróni?

Fyrri aukaspurning:

Hver er þessi söngkona, framarlega á ferli sínum?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða firði, flóa, vík eða vogi er Hergilsey?

2.  Svandís Svavarsdóttir settist fyrst á þing 2009 og varð strax ráðherra. Hvaða ráðherra?

3.  Matvara ein inniheldur svo lítið vatn og sýrustig hennar er svo hátt að bakteríur geta vart eða ekki þrifist í henni. Hún skemmist því eiginlega ekki, enda hafa fundist krukkur með þessari matvöru óskemmdri sem taldar eru 5.500 ára gamlar. Hvað er þetta?

4.  Franskar kartöflur eru ekki taldar hafa verið „fundnar upp“ í Frakklandi, heldur ... hvar?

5.  Fjórar borgir í Þýskalandi hafa meira en milljón íbúa. Þrjár þeirra (og þær fjölmennustu) eru Berlín, Hamborg og München. En hver er sú fjórða?

6.  „Nú er frost á Fróni, / frýs í æðum blóð; / kveður kuldaljóð ...“ — hver kveður kuldaljóð?

7.  Hvert orti þetta ljóð?

8.  Árið 1772 stóð til að breskur heldri maður og landkönnuður að nafni Joseph Banks færi í mikla siglingu með Cook kafteini um Suðurhöf. Sú sigling varð sögufræg en Banks fór af ýmsum ástæðum í fýlu og fór ekki með. Í staðinn hélt hann í aðra siglingu sem var á sinn hátt líka í frásögur færð. Hvert sigldi Banks með félögum sínum þetta ár?

9.  Miklar umræður sköpuðust í síðasta mánuði um þá ákvörðun landsliðsþjálfarans í karlafótbolta að velja ekki einn tiltekinn leikmann í landsleiki gegn Bosníu og Liechtenstein. Sá leikmaður heitir kunnuglegu nafni í fótboltasögunni. Hann heitir ... hvað?

10.  Þessi leikmaður spilar með liði í ítalska fótboltanum. Hvaða liði?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Breiðafirði.

2.  Umhverfisráðherra.

3.  Hunang.

4.  Belgíu.

5.  Köln.

6.  Kári í jötunmóð.

7.  Kristján Jónsson Fjallaskáld.

8.  Til Íslands.

9.  Albert Guðmundsson.

10.  Genoa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ragnhildur Gísladóttir.

Á neðri myndinni er skjáskot úr Með allt á hreinu.

Eggert Þorleifsson og Tómas M. Tómassoní hlutverkum sínum í Með allt á hreinu

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár