Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tugmilljarða verðmæti eldisfisks í fyrra en greinin bókfærir tap

Út­flutn­ings­verð­mæti eld­is­fisks á síð­asta ári námu um 49 millj­örð­um króna. Fram­leiðsla á eld­is­fiski hef­ur marg­fald­ast og mun­ar lang­mestu um stór­auk­ið lax­eldi.

Tugmilljarða verðmæti eldisfisks í fyrra en greinin bókfærir tap
Vöxtur í greininni Fiskeldi hefur aldrei verið stundað í jafn miklum mæli og nú hér á landi.

Rúmlega 51 þúsund tonn var framleitt af eldisfiski á Íslandi á síðasta ári og nam útflutningsverðmæti fisksins um 49 milljörðum króna. Þetta er margfalt meira en var fyrir aðeins nokkrum árum síðan en langmestu munar um stóraukna eldisræktun á laxi. Magnið af eldisfiski sem ræktaður var hér á landi var þó ögn minni árið 2022 en árið þar á undan. 

EldisfiskurFramleiðslumagn helstu fiskeldistegunda, mælt í tonnum af óslægðum fiski, samkvæmt gögnum Hagstofunnar.

Í tölum Hagstofunnar sést hvernig laxeldi er meginuppistaða framleiðslu eldisfiska á Íslandi. Um 90 prósent af öllum eldisfiski er lax; um 45 þúsund tonn. Tæp 5 þúsund tonn af bleikju voru ræktuð í eldi og rúmt tonn af regnbogasilungi á sama tíma.

Langmest af framleiddum fiski er fluttur úr landi. Af áðurnefndum 45 þúsund tonnum af eldislaxi voru 39 þúsund flutt úr landi. 

Á síðustu fimm árum hefur fiskeldi vaxið fiskur um hrygg …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þarna hefði mátt vinna efnið betur. Hvað varð til dæmis um þessi 6 þúsund tonn sem voru framleidd en ekki flutt út? Og hvar getur maður lesið þessa ársreikninga fiskeldisfyrirtækja? Samkvæmt mínu grúski er aðeins ársreikningur Fiskeldis Austfjarða, aðgengilegt á vef RSK. Ársreikningur Salmar AS Group sem á allt eldi fyrir vestan er ekki aðgengilegur þar sem það er norskt félag og engar upplýsingar um reksturinn í ársreikningi félags sem enn er til og heitir Arnarlax. Þið sem rannsóknablaðamenn eigið að gera betur! Follow the money!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár