40-60 metra há síló. 5-10 þúsund fermetra setlón. Sementskvörn sem malar milljón tonn á ári. Þrjár milljónir rúmmetra af vatni á ári. Nýjar raflínur og stækkun hafnar – nú eða alveg ný höfn.
Þetta er meðal þess sem til þyrfti í mölunarverksmiðju sem þýski sementsrisinn Heidelberg hyggst reisa í Þorlákshöfn. Hráefnið, móberg, kæmi úr námum í Þrengslunum, yrði malað í verksmiðjunni og svo flutt út.
Í matsáætlun framkvæmdarinnar, sem nú hefur verið lögð fram til kynningar, eru lagðir fram tveir valkostir hvað varðar staðsetningu verksmiðjunnar. Annar er á lóð við höfnina í svonefndri Skötubót, innan þéttbýlismarka Þorlákshafnar, í um 600 metra fjarlægð frá byggðinni og um 250 metra frá áformuðum nýjum miðbæ. Hinn kosturinn, Keflavík, er vestan við þéttbýlið en nálægt áformuðu landeldi. Engin höfn er við Keflavík og eru slíkar framkvæmdir, sem eru mjög umfangsmiklar, forsenda þeirrar staðsetningar.
„Markmiðið er að lækka kolefnisspor byggingariðnaðarins á Íslandi og Norður-Evrópu.“ …
Athugasemdir (2)