Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Dauðir olíublautir fuglar Fyrir tveimur árum fundust 27 dauðir olíblautir fuglar í Vestmannaeyjum. Fleiri dauðir fuglar hafa fundist á síðustu árum. Mynd: Náttúrustofa Suðurlands

Á nokkurra vikna tímabili í upphafi ársins 2020 fékk Umhverfisstofnun tilkynningar um samtals 89 olíublauta fugla, aðallega í Vestmannaeyjum. Slíkar tilkynningar héldu áfram að berast næstu misserin, m.a. frá Reynisfjöru, Vík, Landeyjum, Þorlákshöfn og jafnvel utan við Snæfellsnes. Algengustu tegundir sem fundust með olíu í fiðri hafa verið svartfuglar, helst langvíur, sem og æðarfugl.

Umhverfisstofnun bað Hafrannsóknastofnun að greina möguleg upprunasvæði mengunarinnar og við þá greiningu var stuðst m.a. við hafstrauma og sjávarfallsstrauma, sem og kortlagningu skipsflaka sunnan við Ísland.

Niðurstöðurnar benda til að uppruni mengunarinnar sé skipsflak á hafsbotni á svæði um 1–12 sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Þar sem olíublautu fuglarnir fundust oftast á sama svæði á tímabilinu er talið líklegt að olían leki úr óþekktu skipsflaki á hafsbotni en að lekinn sé stöðugur og frekar lítill.  

Kampen liggur ekki undir grun

Það liggja nokkur skipsflök á hafsbotni sunnan við land. Þekktasta flakið er mögulega skipið „Kampen“, …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár