Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Dauðir olíublautir fuglar Fyrir tveimur árum fundust 27 dauðir olíblautir fuglar í Vestmannaeyjum. Fleiri dauðir fuglar hafa fundist á síðustu árum. Mynd: Náttúrustofa Suðurlands

Á nokkurra vikna tímabili í upphafi ársins 2020 fékk Umhverfisstofnun tilkynningar um samtals 89 olíublauta fugla, aðallega í Vestmannaeyjum. Slíkar tilkynningar héldu áfram að berast næstu misserin, m.a. frá Reynisfjöru, Vík, Landeyjum, Þorlákshöfn og jafnvel utan við Snæfellsnes. Algengustu tegundir sem fundust með olíu í fiðri hafa verið svartfuglar, helst langvíur, sem og æðarfugl.

Umhverfisstofnun bað Hafrannsóknastofnun að greina möguleg upprunasvæði mengunarinnar og við þá greiningu var stuðst m.a. við hafstrauma og sjávarfallsstrauma, sem og kortlagningu skipsflaka sunnan við Ísland.

Niðurstöðurnar benda til að uppruni mengunarinnar sé skipsflak á hafsbotni á svæði um 1–12 sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Þar sem olíublautu fuglarnir fundust oftast á sama svæði á tímabilinu er talið líklegt að olían leki úr óþekktu skipsflaki á hafsbotni en að lekinn sé stöðugur og frekar lítill.  

Kampen liggur ekki undir grun

Það liggja nokkur skipsflök á hafsbotni sunnan við land. Þekktasta flakið er mögulega skipið „Kampen“, …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár