Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Dauðir olíublautir fuglar Fyrir tveimur árum fundust 27 dauðir olíblautir fuglar í Vestmannaeyjum. Fleiri dauðir fuglar hafa fundist á síðustu árum. Mynd: Náttúrustofa Suðurlands

Á nokkurra vikna tímabili í upphafi ársins 2020 fékk Umhverfisstofnun tilkynningar um samtals 89 olíublauta fugla, aðallega í Vestmannaeyjum. Slíkar tilkynningar héldu áfram að berast næstu misserin, m.a. frá Reynisfjöru, Vík, Landeyjum, Þorlákshöfn og jafnvel utan við Snæfellsnes. Algengustu tegundir sem fundust með olíu í fiðri hafa verið svartfuglar, helst langvíur, sem og æðarfugl.

Umhverfisstofnun bað Hafrannsóknastofnun að greina möguleg upprunasvæði mengunarinnar og við þá greiningu var stuðst m.a. við hafstrauma og sjávarfallsstrauma, sem og kortlagningu skipsflaka sunnan við Ísland.

Niðurstöðurnar benda til að uppruni mengunarinnar sé skipsflak á hafsbotni á svæði um 1–12 sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Þar sem olíublautu fuglarnir fundust oftast á sama svæði á tímabilinu er talið líklegt að olían leki úr óþekktu skipsflaki á hafsbotni en að lekinn sé stöðugur og frekar lítill.  

Kampen liggur ekki undir grun

Það liggja nokkur skipsflök á hafsbotni sunnan við land. Þekktasta flakið er mögulega skipið „Kampen“, …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár