Á nokkurra vikna tímabili í upphafi ársins 2020 fékk Umhverfisstofnun tilkynningar um samtals 89 olíublauta fugla, aðallega í Vestmannaeyjum. Slíkar tilkynningar héldu áfram að berast næstu misserin, m.a. frá Reynisfjöru, Vík, Landeyjum, Þorlákshöfn og jafnvel utan við Snæfellsnes. Algengustu tegundir sem fundust með olíu í fiðri hafa verið svartfuglar, helst langvíur, sem og æðarfugl.
Umhverfisstofnun bað Hafrannsóknastofnun að greina möguleg upprunasvæði mengunarinnar og við þá greiningu var stuðst m.a. við hafstrauma og sjávarfallsstrauma, sem og kortlagningu skipsflaka sunnan við Ísland.
Niðurstöðurnar benda til að uppruni mengunarinnar sé skipsflak á hafsbotni á svæði um 1–12 sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Þar sem olíublautu fuglarnir fundust oftast á sama svæði á tímabilinu er talið líklegt að olían leki úr óþekktu skipsflaki á hafsbotni en að lekinn sé stöðugur og frekar lítill.
Kampen liggur ekki undir grun
Það liggja nokkur skipsflök á hafsbotni sunnan við land. Þekktasta flakið er mögulega skipið „Kampen“, …
Athugasemdir