Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.

Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Ekki sama frumvarpið Katrín segir að útlendingafrumvarpið sem var samþykkt sé ekki sama frumvarp og kynnt var í samráðsgátt í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég studdi frumvarpið eftir aðra umræðu og hefði gert það sama eftir þriðju hefði ég verið á landinu.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var samþykkt fyrir rúmri viku síðan. Alls samþykktu 38 þingmenn frumvarpið, þar af 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 12 þingmenn Framsóknarflokksins, sex þingmenn Vinstri grænna, sex þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Miðflokksins. 15 sögðu nei og 10 voru fjarverandi, þar á meðal forsætisráðherra sem var í opinberum erindagjörðum í Úkraínu.

Heimildin spurði í fyrirspurn sinni hvað Katrínu fyndist um lokaútgáfu frumvarpsins þar sem hún var fjarstödd í atkvæðagreiðslunni. Hún var einnig spurð hvað hún segði um þá gagnrýni sem kom fram á frumvarpið, meðal annars að verið væri að skerða réttindi fólks sem hingað leitar að hæli og til þess fallið að vekja tortryggni í garð flóttafólks og að breytingarnar sem VG gerði á frumvarpinu væru áhrifalitlar og til skrauts fyrir flokkinn.

Enn fremur var hún spurð hvað hún segði um gagnrýni á Vinstri græn í kjölfar þess að flokkurinn samþykkti frumvarpið, sem meðal annars hefur komið úr röðum félagsmanna og ungliðahreyfingunni.

Skilur að málin séu umdeild

Forsætisráðherra segir í svarinu að útlendingafrumvarpið sem samþykkt var sé ekki sama frumvarp og kynnt var í samráðsgátt í fyrra. 

„Þegar frumvarpið var lagt fram höfðu verið gerðar á því veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri grænna og raunar hafa breytingar sem gerðar hafa verið á málinu síðan verið að tillögu þingmanna VG til þess að bregðast við umsögnum, tryggja réttarvernd og gera málið betra fyrir fólk á flótta auk tillögu þingmanna Samfylkingar um meðferð mála fylgdarlausra barna. Ég skil vel að þessi mál séu umdeild en á landsfundi VG kom eigi að síður fram yfirgnæfandi stuðningur við þingmenn hreyfingarinnar og ráðherra,“ skrifar hún í svari til Heimildarinnar. 

Varaþingmaður kveður flokkinn

Heimildin greindi frá því að Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna hefði sagt sig úr flokkn­um nokkr­um mín­út­um eft­ir að þing­menn flokks­ins kusu með út­lend­inga­frum­varpinu. „Því mið­ur þá get ég ekki stað­ið á bakvið hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerð­ingu á rétt­ind­um til eins við­kvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins,“ sagði hann. 

Einnig hefur framkvæmdastjórn Ungra Vinstri grænna gagnrýnt þingmenn flokksins en í yfirlýsingu frá stjórninni sagðist hún harma það að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefði fengið samþykki Alþingis. „Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“

Hefði ekki stutt framvarpið í upphaflegri mynd

Jódís SkúladóttirÞingmaðurinn hefur varið frumvarpið í þingsal.

Einn þingmaður VG, Jódís Skúladóttir, hefur verið áberandi í vörnum gegn gagnrýni á flokkinn varðandi frumvarpið. Hún sagði meðal annars um atkvæðagreiðsluna að hún hefði ekki getað stutt frumvarpið í upphafi þegar hún settist á þing og þakkaði hún allsherjar- og menntamálanefnd fyrir samstarfið. 

„Okkur hefur tekist vel að vinna málið. Við erum ekki öll sammála en ég í sannfæringu minni trúi því að við séum hér að afgreiða mál sem er flókið en við erum að gera rétt með því að segja já í dag. Það er búið að vinna málið gríðarlega vel, miklu betur og lengur en nokkurt annað mál sem ég hef komið að í þessu þingi. Við höfum fengið fjölmarga gesti og orðið hefur verið við beiðnum sem komu fram í umsögnum. Mörgum þeirra hefur verið svarað og brugðist við og fyrir það er ég ákaflega þakklát og ég þakka nefndinni fyrir gott samstarf,“ sagði Jódís. 

Hún sagðist, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu, vera ofsalega stolt af því að VG hefði komið breytingum í gegn og þess vegna segði hún að sjálfsögðu já.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár