Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.

Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Ekki sama frumvarpið Katrín segir að útlendingafrumvarpið sem var samþykkt sé ekki sama frumvarp og kynnt var í samráðsgátt í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég studdi frumvarpið eftir aðra umræðu og hefði gert það sama eftir þriðju hefði ég verið á landinu.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var samþykkt fyrir rúmri viku síðan. Alls samþykktu 38 þingmenn frumvarpið, þar af 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 12 þingmenn Framsóknarflokksins, sex þingmenn Vinstri grænna, sex þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Miðflokksins. 15 sögðu nei og 10 voru fjarverandi, þar á meðal forsætisráðherra sem var í opinberum erindagjörðum í Úkraínu.

Heimildin spurði í fyrirspurn sinni hvað Katrínu fyndist um lokaútgáfu frumvarpsins þar sem hún var fjarstödd í atkvæðagreiðslunni. Hún var einnig spurð hvað hún segði um þá gagnrýni sem kom fram á frumvarpið, meðal annars að verið væri að skerða réttindi fólks sem hingað leitar að hæli og til þess fallið að vekja tortryggni í garð flóttafólks og að breytingarnar sem VG gerði á frumvarpinu væru áhrifalitlar og til skrauts fyrir flokkinn.

Enn fremur var hún spurð hvað hún segði um gagnrýni á Vinstri græn í kjölfar þess að flokkurinn samþykkti frumvarpið, sem meðal annars hefur komið úr röðum félagsmanna og ungliðahreyfingunni.

Skilur að málin séu umdeild

Forsætisráðherra segir í svarinu að útlendingafrumvarpið sem samþykkt var sé ekki sama frumvarp og kynnt var í samráðsgátt í fyrra. 

„Þegar frumvarpið var lagt fram höfðu verið gerðar á því veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri grænna og raunar hafa breytingar sem gerðar hafa verið á málinu síðan verið að tillögu þingmanna VG til þess að bregðast við umsögnum, tryggja réttarvernd og gera málið betra fyrir fólk á flótta auk tillögu þingmanna Samfylkingar um meðferð mála fylgdarlausra barna. Ég skil vel að þessi mál séu umdeild en á landsfundi VG kom eigi að síður fram yfirgnæfandi stuðningur við þingmenn hreyfingarinnar og ráðherra,“ skrifar hún í svari til Heimildarinnar. 

Varaþingmaður kveður flokkinn

Heimildin greindi frá því að Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna hefði sagt sig úr flokkn­um nokkr­um mín­út­um eft­ir að þing­menn flokks­ins kusu með út­lend­inga­frum­varpinu. „Því mið­ur þá get ég ekki stað­ið á bakvið hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerð­ingu á rétt­ind­um til eins við­kvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins,“ sagði hann. 

Einnig hefur framkvæmdastjórn Ungra Vinstri grænna gagnrýnt þingmenn flokksins en í yfirlýsingu frá stjórninni sagðist hún harma það að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefði fengið samþykki Alþingis. „Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“

Hefði ekki stutt framvarpið í upphaflegri mynd

Jódís SkúladóttirÞingmaðurinn hefur varið frumvarpið í þingsal.

Einn þingmaður VG, Jódís Skúladóttir, hefur verið áberandi í vörnum gegn gagnrýni á flokkinn varðandi frumvarpið. Hún sagði meðal annars um atkvæðagreiðsluna að hún hefði ekki getað stutt frumvarpið í upphafi þegar hún settist á þing og þakkaði hún allsherjar- og menntamálanefnd fyrir samstarfið. 

„Okkur hefur tekist vel að vinna málið. Við erum ekki öll sammála en ég í sannfæringu minni trúi því að við séum hér að afgreiða mál sem er flókið en við erum að gera rétt með því að segja já í dag. Það er búið að vinna málið gríðarlega vel, miklu betur og lengur en nokkurt annað mál sem ég hef komið að í þessu þingi. Við höfum fengið fjölmarga gesti og orðið hefur verið við beiðnum sem komu fram í umsögnum. Mörgum þeirra hefur verið svarað og brugðist við og fyrir það er ég ákaflega þakklát og ég þakka nefndinni fyrir gott samstarf,“ sagði Jódís. 

Hún sagðist, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu, vera ofsalega stolt af því að VG hefði komið breytingum í gegn og þess vegna segði hún að sjálfsögðu já.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár