Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.

Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum

„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum átti ráðherra óformlegt samtal við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar þar sem þeir ræddu m.a. þá þróun sem hefur átt sér stað innan geðlæknisfræðinnar er varðar meðferð þar sem notast er við hugvíkkandi efni. Það er vel þekkt að margir einstaklingar innan fullnustukerfisins glíma við margháttaðan geðrænan vanda og er að mati ráðherra rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar er varðar bætta meðferð og þjónustu við þennan hóp.“ 

Þetta segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvort ráðherrann hafi viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum.

Tilefni fyrirspurnar var að Jón lét hafa eftir sér í hlaðvarpsþætti í síðasta mánuði að hann hefði viðrað það, í óformlegu spjalli við Kára, að gera tilraunir á rannsóknum með hugvíkkandi efni á þremur tugum fanga í því skyni að reyna að bæta lífsgæði þeirra. Dæmi um þau hugvíkkandi efni sem um ræðir eru LSD, ketamín, DMT, MDMA og sílósíbín sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Víða er fari ðað nota slík efni í meðferð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun en þau eru, enn sem komið er, að mestu ólögleg sem meðferðarefni hérlendis. 

Í svari sínu við fyrirspurn Jóhanns Páls segir Jón að það væri aldrei í verkahring dómsmálaráðherra ða taka ákvarðanir um læknisfræðilegar tilraunir, og vísaði í forsetaúrskurð stjórnmálaefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands því til stuðnings. „Í samræmi við það hefur ekki verið sett af stað vinna innan ráðuneytisins hvað þetta varðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár