Í Svíþjóð eru fjórir karlkyns dómarar, 75, 68, 62 og 60 ára, orðnir að táknmyndum fyrir dómskerfi sem er enn allt annað en jafnt. Nýlega sýknuðu þeir fimmtugan karlmann af barnanauðgun þrátt fyrir að dómararnir hafi talið sannað að hann hafi „verið með fingur upp í pjöllunni (s. snippa)“ á 10 ára stúlku. Sýknan byggði á vitnisburði og hugtakanotkun hinnar 10 ára gömlu stúlku.
Aðeins fimmti dómarinn, 30 ára kona, skildi hvað barnið átti við með „snippu“, orð sem lengi hefur verið algengasta hugtakið yfir kynfæri kvenna sem notað er um stúlkur.
„Það var óeðlilegt að krefjast þess að 10 ára stúlka ætti að tala eins og kvensjúkdómalæknir.“
Hugtakanotkun barns og ytri og innri kynfæri
Samkvæmt sænskri orðabók vísar „snippa“ til ytri kynfæri kvenna en ekki legganganna sjálfra. En börn nota það hins vegar til tala um kynfæri kvenna almennt með svipuðum hætti og orðið „pjalla“ er notað af …
Athugasemdir