Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fangelsisdómur og sekt fyrir að breyta málverki

Dansk­ur and­ófs­lista­mað­ur hef­ur ver­ið dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar og sekt­ar fyr­ir að breyta lista­verki sem eign­að er Asger Jorn, ein­um þekkt­asta list­mál­ara Dana. Asger Jorn hafði ára­tug­um fyrr skap­að lista­verk­ið með því að mála yf­ir hluta mynd­ar eft­ir ann­an mann.

Fangelsisdómur og sekt fyrir að breyta málverki
Dæmdur Ibi-Pippi Orup Hedegaard hét áður Per Erik. Mynd: Facebook-síða Ibi-Pippi Orup Hedegaard

Um hádegisbil 22. apríl í fyrra uppgötvuðu verðir á Jorn safninu í Silkeborg að einn safngesta var að bera lím á eitt þekktasta verk safnsins „Den forurligende Ælling“. Safngesturinn límdi síðan mynd af sér á hluta verksins og skrifaði síðan nafn sitt, Ibi-Pippi, á málverkið. Ibi-Pippi var handtekin á staðnum og forverðir safnsins hófust þegar handa við að hreinsa verkið. Sú vinna stóð mánuðum saman og þótt límið sem Ibi-Pippi notaði hafi verið mjög sterkt tókst forvörðunum að fjarlægja „viðbótina“ að mestu leyti en hins vegar ekki áritunina. 

Einn þekktasti listmálari Dana  

Asger Jorn er meðal þekktustu listmálara Dana og þekktur víða um heim. Hann fæddist í þorpinu Vejrum á Norðvestur- Jótlandi árið 1914 en ólst upp í Silkeborg. Að loknu fimm ára námi við Kennaraskólann í Silkeborg sneri hann sér að myndlist sem hann starfaði við til æviloka árið 1973. 

Hann hét fullu nafni Asger Oluf Jørgensen en tók árið 1946 upp listamannsnafnið Asger Jorn. Hann dvaldi langdvölum í Frakklandi, Sviss og á Ítalíu. En hafði ætíð sterk tengsl við Silkeborg, sem hann leit á sem sinn heimabæ. Asger Jorn var mjög afkastamikill listamaður en líka ötull safnari. Árið 1953 færði hann Listasafninu í Silkeborg nokkurt safn listverka og við andlát hans 1973 hafði hann gefið safninu 5500 listaverk eftir 140 listamenn víðsvegar að úr heiminum. Árið 2010 var nafni safnsins breytt og heitir nú Museum Jorn, safneignin telur nú um 30 þúsund verk.

Myndirnar af flóamarkaðnum 

Árið 1958 keypti Asger Jorn allmargar myndir, einkum olíumálverk, á flóamarkaði í París en þar var hann þá með vinnustofu. Verkin, sem voru eftir ýmsa lítt þekkta málara, kostuðu lítið. Á vinnustofunni tók Asger Jorn nú til við að breyta verkunum. Það gerði hann með því að mála nýja mynd yfir hluta léreftsins. Þekktust þessara „endurbættu“ mynda eins og listamaðurinn kallaði þær, er „Den Foruroligende Ælling“ sem kannski mætti þýða sem Ískyggilegi, eða áhyggjufulli, andarunginn. Upphaflega málverkið er í raunsæisstíl, lítið hús umlukið trjám, engin mannvera sjáanleg. Hægra megin í myndfletinum er litskrúðugur andarungi í yfirstærð, hann málaði Asger Jorn. Neðst til hægri má sjá tvö nöfn, ekki mjög auðlesin. Annað þeirra er kannski Jorn, hitt líklega Berton. Ískyggilegi andarunginn er meðal allmargra verka sem Asger Jorn „endurbætti“ með þessum hætti og hanga uppi í Museum Jorn í Silkeborg

Ibi-Pippi mætir á staðinn    

Þegar starfsfólk Jorn safnsins mætti til vinnu og opnaði dyr safnsins klukkan 10 að morgni 22. apríl í fyrra bjóst það ekki við að þessi dagur yrði öðruvísi en aðrir dagar. Reytingur af fólki, gestir sem kæmu til að skoða verkin á safninu og um hádegisbil mætti búast við gestum á veitingastaðinn í safninu. Öryggisgæsla hafði alla tíð verið fremur lítil og gestir þurftu ekki að skilja bakpoka eða hliðartöskur eftir í læstum skápum.

Meðal þeirra sem komu á safnið um hádegisbil voru þrjár manneskjur sem hvorki ætluðu sér að skoða verkin né fá sér hressingu á safninu. Þetta fólk tók stefnuna rakleiðis að Ískyggilega andarunganum. Einn þremenninganna dró fram límtúpu og makaði líminu á hluta andarungans, og setti þar síðan mynd af sér. Skrifaði síðan nafnið sitt Ibi- Pippi stórum stöfum neðarlega á hægri hluta myndarinnar. Allt þetta festi einn úr hópnum á myndband og sendi reyndar samtímis út á netið.

Ibi- Pippi gerði ekki tilraun til að flýja af vettvangi og hreyfði engum mótmælum við handtöku. 

Dönsku kennitölulögin

Samkvæmt dönsku lögum bera allir Danir kennitölu. Hún samanstendur af 10 tölustöfum: fæðingardegi, mánuði og ári og síðan fjórum tölustöfum til viðbótar. Hjá körlum er aftasti stafur oddatala en hjá konum slétt tala. 

Sjái maður fjóra öftustu stafina í kennitölunni, til dæmis 3907, veit maður að viðkomandi er karl, samkvæmt dönsku þjóðskránni, ef það eru t.d 2468 þá er það kona. Árið 2014 var lögum breytt og nú gátu karlar og konur óskað eftir að skipta um kyn í þjóðskránni, og þar með fengið nýja kennitölu. Ekki fylgdi þessari lagabreytingu krafa um líkamlegt kynleiðréttingarferli. 

Per Erik varð Ibi-Pippi

Ibi-Pippi er óvenjulegt nafn. Það gildir sömuleiðis um persónuna sem ber það.  

Ibi-Pippi er 45 ára að aldri. Fékk við skírn nafnið Per Erik og fjölskyldunafnið var Orup Hedegaard. Fullt nafn var sem sé Per Erik Orup Hedegaard.

Árið 2015 sótti Per Erik um kynskiptingarskráningu í þjóðskrá. Og fékk þá nýtt nafn, heitir nú Ibi-Pippi Orup Hedegaard. Per Erik, eða Ibi- Pippi fór ekki þá í líkamlegt kynleiðréttingarferli og hefur ekki gert. Þess má geta að fyrir þessa breytingu hafði Per Erik verið tvígiftur og eignast sex börn. 

Skömmu eftir að hafa fengið nýja nafnið fór Ibi-Pippi í sund. Þegar hann kom í búningsklefann hrukku konur sem þar voru við og sögðu að hann hefði greinilega farið klefavillt. Þegar Ibi- Pippi sagðist vera kona, þótt hún liti svona út, kölluðu konurnar á starfsmann. Sá skipaði Ibi- Pippi að fara í karlaklefann en þegar hún neitaði, og sýndi nýja sjúkratryggingakortið, var henni að lokum vísað í búningsklefa ætlaðan fötluðum. „Ég ákvað að fara í sund til að kanna hvernig brugðist yrði við“ sagði Ibi- Pippi síðar í viðtali. 

Dags daglega gengur hún í karlmannsfötum en þegar hún klæðir sig uppá velur hún kvenfatnað. 

Ibi- Pippi hefur árum saman unnið fyrir sér með textaskrifum og gefið út allmargar bækur, sögur og ljóð. Hún hefur einnig tekið þátt í samkundum á vegum hægri hreyfingarinnar Stram Kurs en segir það sem hún gerði á Museum Hjort ekki tengjast þeirri hreyfingu á neinn hátt.  

Viðbótarbreyting  

Ibi- Pippi hefur sagt að með því að líma mynd af sjálfri sér á mynd sem Asger Jorn hafði breytt vildi hún mótmæla því að listamenn, eða hver sem er, geti keypt listaverk og gert það að sínu með því að breyta myndinni og merkja hana síðan eigin nafni. Eins og Asger Jorn hefði gert, og kallað „modifikation“ minni háttar breytingu eða aðlögun. „Það sem ég gerði var viðbótarbreyting og þess vegna merkti ég mér verkið, alveg eins og Asger Jorn gerði“. 

Sekt og fangelsisdómur  

Síðastliðinn mánudag, 13. mars, var Ibi-Pippi, í Bæjarréttinum í Viborg (lægsta dómstigi af þremur) dæmd í 18 mánaða fangelsi og til greiðslu tæpra tveggja milljóna danskra króna (38 milljónir íslenskar). Sektarupphæðin miðast, að sögn dómara, við viðgerðarkostnaðinn á verkinu. Ibi- Pippi hefur áfrýjað niðurstöðunni til Landsréttar en ekki hefur verið tilkynnt hvenær málið verði tekið fyrir þar. Hún sagðist hafa búist við að fá dóm en sér þætti sektin í hærra lagi.

Kvenna- eða karlafangelsi?

Danskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um þetta sérkennilega mál. Sú spurning hefur líka vaknað, ef dómurinn stendur, hvort Ibi- Pippi skuli afplána í karla- eða kvennafangelsi. Fangelsisyfirvöld svöruðu aðspurð að yfirleitt væri kennitalan látin ráða en vildu að öðru leyti ekki segja neitt um þetta tiltekna mál. Sjálf hefur Ibi- Pippi sagt að verði dómurinn staðfestur í Landsrétti vilji hún afplána í kvennafangelsi. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár